Saman að settu marki Almar Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2022 11:00 Ég hef lengi tekið þátt íþrótta- og æskulýðsstarf, sem iðkandi, foreldri, stjórnarmaður og ekki síst stuðningsmaður. Ég brenn fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ. Við höfum sett stefnuna á heilsueflandi samfélag, þar sem íþróttir, hreyfing og útivist eru í forgrunni. Nýtum kraftinn í frjálsum félögum Þessi greinarstúfur myndi ekki endast mér til að telja upp þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Ég leyfi mér þó að nefna sem dæmi ungmennafélög, golfklúbba, hestamannafélög, siglingaklúbb, skátahreyfinguna, félög eldri borgara og fjölda góðgerðafélaga. Hinn brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta. Samvinnu sveitarfélagsins og frjálsra félaga má þróa þannig að þau taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Börn vaxa að endingu úr grasi og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með smávægilegum lífsstílsbreytingum má stórefla lífsgæði okkar sem teljast fullorðin. Því þarf Garðabær að vinna áfram að því markmiði að vera í forystu þegar kemur að faglegri vinnu til heilsueflingar eldri borgara. Þá má ekki gleyma að styðja við afreksstarfið, þar sem fyrirmyndirnar verða til sem aftur auka áhuga og elju þeirra sem yngri eru. Uppbyggingu aðstöðu lýkur aldrei Um þessar mundir fögnum við opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri. Íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum hefur líka verið endurbætt undanfarin misseri. Uppbyggingu góðrar aðstöðu lýkur þó aldrei og er áætlað að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Það er líka mikilvægt að fjölbreytnin og hinar almennu íþróttir fái notið sín. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta svo dæmi séu tekin. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Útivist og íþróttir fyrir allaÍ þjónustu við íbúa til framtíðar þurfum við að byggja á því sem er gott í okkar samfélagi. Með samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins verður hægt að gera Garðabæ að enn betri stað til að búa á. Sem langhlaupari veit ég að endamarkmiðið er ekki árangur dagsins í dag heldur þarf stöðugt að vinna að enn betri árangri. Það gerum við með metnaðarfullum markmiðum og samvinnu.Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Almar Guðmundsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi tekið þátt íþrótta- og æskulýðsstarf, sem iðkandi, foreldri, stjórnarmaður og ekki síst stuðningsmaður. Ég brenn fyrir því að Garðabær haldi forystu á þessu sviði. Íþróttir, útivist og öflugt félagastarf eru meðal þess sem einkennir Garðabæ. Við höfum sett stefnuna á heilsueflandi samfélag, þar sem íþróttir, hreyfing og útivist eru í forgrunni. Nýtum kraftinn í frjálsum félögum Þessi greinarstúfur myndi ekki endast mér til að telja upp þau frjálsu félög sem standa að samfélaginu hér í Garðabæ. Ég leyfi mér þó að nefna sem dæmi ungmennafélög, golfklúbba, hestamannafélög, siglingaklúbb, skátahreyfinguna, félög eldri borgara og fjölda góðgerðafélaga. Hinn brennandi kraftur og elja sjálfboðaliða í félögunum knýr áfram framfarir og það er hlutverk sveitarfélagsins að ýta undir þá krafta. Samvinnu sveitarfélagsins og frjálsra félaga má þróa þannig að þau taki virkari þátt í tómstundastarfi barna með þjónustu utan skólatíma og með því að flétta barnastarfið betur inn í hefðbundið skólastarf. Börn vaxa að endingu úr grasi og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með smávægilegum lífsstílsbreytingum má stórefla lífsgæði okkar sem teljast fullorðin. Því þarf Garðabær að vinna áfram að því markmiði að vera í forystu þegar kemur að faglegri vinnu til heilsueflingar eldri borgara. Þá má ekki gleyma að styðja við afreksstarfið, þar sem fyrirmyndirnar verða til sem aftur auka áhuga og elju þeirra sem yngri eru. Uppbyggingu aðstöðu lýkur aldrei Um þessar mundir fögnum við opnun Miðgarðs, fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri. Íþróttaaðstaðan sem fyrir er í bænum hefur líka verið endurbætt undanfarin misseri. Uppbyggingu góðrar aðstöðu lýkur þó aldrei og er áætlað að við Miðgarð rísi síðar tvö íþróttahús og knattspyrnuleikvangur. Við munum byggja íþróttahús og sundlaug við Urriðaholtsskóla, flytja golfvöllinn á Álftanesi og þróa aðra golfvelli áfram. Það er líka mikilvægt að fjölbreytnin og hinar almennu íþróttir fái notið sín. Áframhaldandi uppbygging á stígakerfi, hvort sem er í upplandinu úti við strendur eða þar á milli, er mikilvæg fyrir vaxandi fjölda gangandi, hjólandi og hlaupandi. Einnig þarf að huga að uppbyggingu reiðstíga fyrir hestamenn og auka tækifæri fyrir ástundun vatnaíþrótta svo dæmi séu tekin. Ekki verður allt gert í einu en í Garðabæ verður metnaðurinn að ráða för í góðu jafnvægi við gott skipulag og skynsamlegar áætlanir. Útivist og íþróttir fyrir allaÍ þjónustu við íbúa til framtíðar þurfum við að byggja á því sem er gott í okkar samfélagi. Með samvinnu félagasamtaka, íþróttafélaga og sveitarfélagsins verður hægt að gera Garðabæ að enn betri stað til að búa á. Sem langhlaupari veit ég að endamarkmiðið er ekki árangur dagsins í dag heldur þarf stöðugt að vinna að enn betri árangri. Það gerum við með metnaðarfullum markmiðum og samvinnu.Höfundur er bæjarfulltrúi, framkvæmdastjóri og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar