Lífið

Góðmennska sem eykur trú á mannkyninu

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Fjölskyldan saman.
Fjölskyldan saman. Aðsend

Þráður á Skreytum hús hópnum vakti trú margra á mannkyninu á ný þegar meðlimir kepptust um að fá að gleðja lítinn dreng en faðir hans er með ólæknandi krabbamein. Vinkona móðurinnar var að leita að innahúshönnuði til að aðstoða sig við að gleðja soninn en fyrr en varið voru ókunnugir búnir að bjóða sig fram í hin ýmsu verk.

Slippfélagið ætlar að gefa allt efni og öll þau verkfæri sem þarf en einnig voru innanhússtílisti og málarameistari komin í verkið á örstuttum tíma. Allir ætla að vinna verkefnið þeim að kostnaðarlausu. Fleiri vildu aðstoða meðal annars með því að setja saman húsgögn og koma með veitingar fyrir mannskapinn. 

„Þessi meðbyr er bara mjög fallegur og yfirþyrmandi,“

segir Sædís Anna sem setti færsluna inn. Vinkona hennar Ágústa Sverrisdóttir og eiginmaður hennar Óskar Gústaf Ingjaldur Ólafsson hafa verið að fást við erfitt krabbamein hjá Óskari síðustu fjórtán mánuði. Nú er krabbameinið komið á ólæknandi stig og á hann aðeins mánuði eða jafnvel vikur eftir með fjölskyldunni sinni.

Feðgarnir saman.Aðsend

Fleiri vildu hjálpa en komust að en fjölskyldan býr á Eyrarbakka. Þá var gripið til þess að leggja inn á fjölskylduna. Allir á þræðinum voru orðnir meirir í lok kvöldsins að upplifa alla þessa góðmennsku sem er til staðar á landinu okkar. Litli drengurinn þeirra verður vonandi alsæll með nýja herbergið sitt og getur yljað sér við allar hlýju hugsanirnar frá fólki út um land allt á meðan hann nýtur tímans með pabba sínum og mömmu.


Fyrir þá sem hafa tök á og vilja styrkja fjölskylduna eru þetta reikningsupplýsingarnar þeirra:

Kennitala: 190688-2089

Reikningsnúmer: 0325-26-203


Tengdar fréttir

Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim

„Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.