Voru á landinu fyrir auglýsingaherferð fatalínunnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. febrúar 2022 17:30 Frá aðgerðum séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar í gær. vísir/vilhelm Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudag voru staddur hér á landi til að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir belgíska fatalínu. Þeir voru hér í hópi átta áhrifavalda og tveggja starfsmanna fyrirtækisins. Fatamerkið sem um ræðir er belgískt og heitir Suspicious Antwerp. Það hefur upp á síðkastið verið að hasla sér völl innan tískuheimsins og er hve vinsælast fyrir höfuðkúpumerki sitt. Það hefur á síðustu mánuðum fengið hina ýmsu áhrifavalda til að auglýsa vörur sínar á samfélagsmiðlinum Instagram en sá stærsti þeirra er vafalaust stórstjarnan Kylie Jenner. View this post on Instagram A post shared by Suspicious Antwerp ® (@suspiciousantwerp) Átta áhrifavaldar í hópnum Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að tíu manna hópur á vegum þess hafi verið staddur hér á landi til að taka upp efni í auglýsingaherferð í íslenskri náttúru. Hann samanstóð af tveimur starfsmönnum fyrirtækisins og átta áhrifavöldum víðs vegar að úr heiminum. Þrír úr hópnum fóru síðan í flugið í flugvélinni TF-ABB sem fórst í Þingvallavatni síðasta fimmtudag. Eins og greint hefur verið frá var flugmaður hennar Haraldur Diego, formaður hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi. Hann var 50 ára gamall. Um borð með honum voru tveir áhrifavaldar; Bandaríkjamaðurinn Josh Neuman, sem var ekki nema 22 ára gamall, og Nicola Bellavia, 32 ára gamall Belgi. Með þeim var einn af starfsmönnum fatafyrirtækisins, Tim Alings, 27 ára gamall Hollendingur, sem starfaði að markaðssetningu fyrir fyrirtækið. Ná hinum látnu ekki upp strax Allt bendir til að allir hinir látnu hafi fundist skammt frá flugvélarflakinu á botni Þingvallavatns seinni partinn í gær en ekki hefur verið hægt að kafa eftir þeim vegna veðurskilyrða. Á myndbandinu hér að neðan frá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi má sjá hvernig aðstæður voru við leit á vatninu í gær: Ekki verður hægt að sækja hina látnu fyrr en veður og aðstæður batna á svæðinu, sem verður ólíklega fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag. Flugslys við Þingvallavatn Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Fatamerkið sem um ræðir er belgískt og heitir Suspicious Antwerp. Það hefur upp á síðkastið verið að hasla sér völl innan tískuheimsins og er hve vinsælast fyrir höfuðkúpumerki sitt. Það hefur á síðustu mánuðum fengið hina ýmsu áhrifavalda til að auglýsa vörur sínar á samfélagsmiðlinum Instagram en sá stærsti þeirra er vafalaust stórstjarnan Kylie Jenner. View this post on Instagram A post shared by Suspicious Antwerp ® (@suspiciousantwerp) Átta áhrifavaldar í hópnum Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að tíu manna hópur á vegum þess hafi verið staddur hér á landi til að taka upp efni í auglýsingaherferð í íslenskri náttúru. Hann samanstóð af tveimur starfsmönnum fyrirtækisins og átta áhrifavöldum víðs vegar að úr heiminum. Þrír úr hópnum fóru síðan í flugið í flugvélinni TF-ABB sem fórst í Þingvallavatni síðasta fimmtudag. Eins og greint hefur verið frá var flugmaður hennar Haraldur Diego, formaður hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi. Hann var 50 ára gamall. Um borð með honum voru tveir áhrifavaldar; Bandaríkjamaðurinn Josh Neuman, sem var ekki nema 22 ára gamall, og Nicola Bellavia, 32 ára gamall Belgi. Með þeim var einn af starfsmönnum fatafyrirtækisins, Tim Alings, 27 ára gamall Hollendingur, sem starfaði að markaðssetningu fyrir fyrirtækið. Ná hinum látnu ekki upp strax Allt bendir til að allir hinir látnu hafi fundist skammt frá flugvélarflakinu á botni Þingvallavatns seinni partinn í gær en ekki hefur verið hægt að kafa eftir þeim vegna veðurskilyrða. Á myndbandinu hér að neðan frá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi má sjá hvernig aðstæður voru við leit á vatninu í gær: Ekki verður hægt að sækja hina látnu fyrr en veður og aðstæður batna á svæðinu, sem verður ólíklega fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag.
Flugslys við Þingvallavatn Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent