Mikilvægt fyrir sambandið að foreldrar passi að hvíla sig Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. febrúar 2022 13:30 Auður Bjarnadóttir eigandi og forstöðumaður Jógasetursins er gestur í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar sem kom út í dag. Hún fær mikið af ófrískum konum og nýbökuðum mæðrum til sín í jóga. Vísir/Vilhelm Auður Bjarna er flestum konum kunn enda hún búin að kenna verðandi mæðrum meðgöngujóga hér á landi síðustu tvo áratugi. „Ég byrjaði að kenna meðgöngujóga fyrir 21 ári eftir að sonur minn fæddist og ég kalla það jógafæðinguna mína. Þetta er bara algjör ástríða, það er bara dásamlegt að fá að fylgja og taka þátt og sjá þetta virka. Að sjá konu ganga út hrædda og sjá hana svo fara út og ákveða að fara í öryggi inn í fæðinguna.“ Mikilvægt að hvíla Auður er eigandi og forstöðumaður Jógasetursins og var hún gestur í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar sem kom út í dag. Hún fær mikið af ófrískum konum og nýbökuðum mæðrum til sín í jóga. Hún segir að því miður heyrist oft meira af neikvæðum fæðingarreynslusögum. „Fólk vill oft segja vondu sögurnar,“ útskýrir Auður. „Spennusögur og dramasögur. En ég legg til að þær hlusti á góðar sögur líka því þær eru oftar betri en ekki. Hugurinn er svo duglegur að fara í neikvæðni.“ Hún segir að þó hugurinn leiti í neikvæðni þá sé leiðin frá ótta í ást. Eitt af því sem Auður leggur mikla áherslu á er að konur hvíli sig vel á síðasta mánuði meðgöngunnar, það hjálpi líka þegar kemur að fæðingunni. „Ég er alltaf jafn hissa hvað það vita fáir af því að við erum eina landið í Skandinavíu sem finnst eðlilegt að konurnar vinni í níu mánuði [á meðgöngu], af því að við erum með þetta duglega-syndromme, duglegu konurnar.“ Algengt að þreyttir foreldrar skilji Auður segir að það sé líka mikilvægt að hugsa um samböndin. „Skilnaðir eru algengir þegar börn eru eins og tveggja ára. Ég held að það sé rosalega mikið bara þreyttir foreldrar. Þegar þú ert þreyttur þá er allt ótrúlega erfitt. Þá fer maður að pota í makann af því að neikvæði hugurinn fer í rennibrautina að það sé eitthvað að.“ Að hennar mati þarf að hafa þá sjálfsvirðingu að fatta að maður þurfi sína hvíld til að verða ekki úrvinda. „Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt fyrir foreldra að hvíla sig.“ Nefnir hún sem dæmi að foreldrar ættu frekar að nýta brjóstagjöfina í hugleiðslu eða næra þig með hlaðvarpi eða öðru frekar en að flakka á samfélagsmiðlum. „Barnið finnur streytuna sem miðlarnir hafa á okkur, í gegnum brjóstagjöfina.“ Andrea Eyland og Auður spjalla í þessum þætti um mikilvægi hvíldar, Fyrstu fimm og útskýrir Auður hvað Yoga Nidra getur gert fyrir okkur. Næsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar er síðan Yoga Nidra, eða liggjandi leidd hugleiðsla, í boði Auðar. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: 35 - Auður Yoga Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Heilsa Kviknar Börn og uppeldi Jóga Tengdar fréttir Fann þjáningu foreldra í gegnum skilaboðin Geðheilsa barna virðist hafa farið versnandi síðustu mánuði ef marka má lengingu biðlista eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn. Biðlistar hafa lengst töluvert á síðustu tveimur árum en börn geta þurft að bíða allt að ár eftir þjónustu. 23. janúar 2022 13:01 „Rosalega stór ákvörðun að ætla að gera þetta ein“ Viktoría Rós Jóhannsdóttir er kraftmikil ung móðir sem heldur úti hlaðvarpinu og Instagram-síðunni Einstæð. Markmiðið með miðlunum hennar er að ljá einstæðum foreldrum rödd og veita innsýn inn í þeirra heim. Viktoría er viðmælandi Andreu Eyland í einlægu viðtali í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. 5. janúar 2022 09:07 „Er ekkert hægt að gera fyrir litlu stelpuna mína?“ „Þegar maður lendir í svona áfalli þá fer maður ósjálfrátt í eitthvað svona „survival mode“ fyrstu vikurnar. Svo kemur sá tími að raunveruleikinn fer að kikka aftur inn og þá fær maður kannski bakslag því þá fyrst fer þetta að vera raunverulegt,“ segir Tinna Dögg Guðlaugsdóttir sem missti Stellu, dóttur sína á 22. viku meðgöngu. 7. desember 2021 07:01 Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Fleiri fréttir Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Sjá meira
„Ég byrjaði að kenna meðgöngujóga fyrir 21 ári eftir að sonur minn fæddist og ég kalla það jógafæðinguna mína. Þetta er bara algjör ástríða, það er bara dásamlegt að fá að fylgja og taka þátt og sjá þetta virka. Að sjá konu ganga út hrædda og sjá hana svo fara út og ákveða að fara í öryggi inn í fæðinguna.“ Mikilvægt að hvíla Auður er eigandi og forstöðumaður Jógasetursins og var hún gestur í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar sem kom út í dag. Hún fær mikið af ófrískum konum og nýbökuðum mæðrum til sín í jóga. Hún segir að því miður heyrist oft meira af neikvæðum fæðingarreynslusögum. „Fólk vill oft segja vondu sögurnar,“ útskýrir Auður. „Spennusögur og dramasögur. En ég legg til að þær hlusti á góðar sögur líka því þær eru oftar betri en ekki. Hugurinn er svo duglegur að fara í neikvæðni.“ Hún segir að þó hugurinn leiti í neikvæðni þá sé leiðin frá ótta í ást. Eitt af því sem Auður leggur mikla áherslu á er að konur hvíli sig vel á síðasta mánuði meðgöngunnar, það hjálpi líka þegar kemur að fæðingunni. „Ég er alltaf jafn hissa hvað það vita fáir af því að við erum eina landið í Skandinavíu sem finnst eðlilegt að konurnar vinni í níu mánuði [á meðgöngu], af því að við erum með þetta duglega-syndromme, duglegu konurnar.“ Algengt að þreyttir foreldrar skilji Auður segir að það sé líka mikilvægt að hugsa um samböndin. „Skilnaðir eru algengir þegar börn eru eins og tveggja ára. Ég held að það sé rosalega mikið bara þreyttir foreldrar. Þegar þú ert þreyttur þá er allt ótrúlega erfitt. Þá fer maður að pota í makann af því að neikvæði hugurinn fer í rennibrautina að það sé eitthvað að.“ Að hennar mati þarf að hafa þá sjálfsvirðingu að fatta að maður þurfi sína hvíld til að verða ekki úrvinda. „Ég held að það sé ótrúlega mikilvægt fyrir foreldra að hvíla sig.“ Nefnir hún sem dæmi að foreldrar ættu frekar að nýta brjóstagjöfina í hugleiðslu eða næra þig með hlaðvarpi eða öðru frekar en að flakka á samfélagsmiðlum. „Barnið finnur streytuna sem miðlarnir hafa á okkur, í gegnum brjóstagjöfina.“ Andrea Eyland og Auður spjalla í þessum þætti um mikilvægi hvíldar, Fyrstu fimm og útskýrir Auður hvað Yoga Nidra getur gert fyrir okkur. Næsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar er síðan Yoga Nidra, eða liggjandi leidd hugleiðsla, í boði Auðar. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: 35 - Auður Yoga Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Heilsa Kviknar Börn og uppeldi Jóga Tengdar fréttir Fann þjáningu foreldra í gegnum skilaboðin Geðheilsa barna virðist hafa farið versnandi síðustu mánuði ef marka má lengingu biðlista eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn. Biðlistar hafa lengst töluvert á síðustu tveimur árum en börn geta þurft að bíða allt að ár eftir þjónustu. 23. janúar 2022 13:01 „Rosalega stór ákvörðun að ætla að gera þetta ein“ Viktoría Rós Jóhannsdóttir er kraftmikil ung móðir sem heldur úti hlaðvarpinu og Instagram-síðunni Einstæð. Markmiðið með miðlunum hennar er að ljá einstæðum foreldrum rödd og veita innsýn inn í þeirra heim. Viktoría er viðmælandi Andreu Eyland í einlægu viðtali í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. 5. janúar 2022 09:07 „Er ekkert hægt að gera fyrir litlu stelpuna mína?“ „Þegar maður lendir í svona áfalli þá fer maður ósjálfrátt í eitthvað svona „survival mode“ fyrstu vikurnar. Svo kemur sá tími að raunveruleikinn fer að kikka aftur inn og þá fær maður kannski bakslag því þá fyrst fer þetta að vera raunverulegt,“ segir Tinna Dögg Guðlaugsdóttir sem missti Stellu, dóttur sína á 22. viku meðgöngu. 7. desember 2021 07:01 Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Fleiri fréttir Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Sjá meira
Fann þjáningu foreldra í gegnum skilaboðin Geðheilsa barna virðist hafa farið versnandi síðustu mánuði ef marka má lengingu biðlista eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn. Biðlistar hafa lengst töluvert á síðustu tveimur árum en börn geta þurft að bíða allt að ár eftir þjónustu. 23. janúar 2022 13:01
„Rosalega stór ákvörðun að ætla að gera þetta ein“ Viktoría Rós Jóhannsdóttir er kraftmikil ung móðir sem heldur úti hlaðvarpinu og Instagram-síðunni Einstæð. Markmiðið með miðlunum hennar er að ljá einstæðum foreldrum rödd og veita innsýn inn í þeirra heim. Viktoría er viðmælandi Andreu Eyland í einlægu viðtali í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. 5. janúar 2022 09:07
„Er ekkert hægt að gera fyrir litlu stelpuna mína?“ „Þegar maður lendir í svona áfalli þá fer maður ósjálfrátt í eitthvað svona „survival mode“ fyrstu vikurnar. Svo kemur sá tími að raunveruleikinn fer að kikka aftur inn og þá fær maður kannski bakslag því þá fyrst fer þetta að vera raunverulegt,“ segir Tinna Dögg Guðlaugsdóttir sem missti Stellu, dóttur sína á 22. viku meðgöngu. 7. desember 2021 07:01
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið