Boris Johnson og laun bankastjóra Landsbankans – Slæm fyrir stöðugleika Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. febrúar 2022 08:01 Boris Johnson hefur undanfarið fengið miklar skammir fyrir að hafa að brotið sóttvarnarreglur og farið í ófá partý á meðan samlandar hans þurftu að halda sig heima vegna sóttvarnaaðgerða. En af hverju eru Bretar að æsa sig yfir því að Boris fór að skemmta sér? Einn maður er ekki að fara hafa mikil áhrif á útbreiðslu Covid í Bretlandi. Nei, samstaða þjóðarinnar er mikilvægari segja Bretar. Það er betri að skamma Boris, jafnvel losna við hann, heldur en að taka sénsinn á því að aðrir feti í fótspor hans. En hvað tengist þetta bankastjóra Landsbankans? Laun stjórnenda eru fordæmisgefandi Kjarninn greindi nýlega frá því að laun bankastjóra Landsbankans hefðu hækkað ríkulega seinustu ár. Árið 2021 fékk bankastjórinn 7% launahækkun en alls hafa launin hækkað um 82% á tímabilinu 2018-2021, eða frá 2,1 m.kr á mánuði upp í 3,8 m.kr. Ég ætla ekki að deila á fjárhæðirnar sjálfar, læt nægja að benda þessa grein sem ég skrifaði um slíkt, en ég má til með að deila á að ríkið átti sig ekki á hvað slíkar launahækkanir eru hrikalega slæmt fordæmi á tímum þar sem verkalýðsfélögum er sagt að halda að sér höndum í nafni stöðugleika (sem er alltaf). Rétt eins og með sóttvarnarbrot Boris Johnson þá hefur launahækkun eins stjórnenda gott sem engin bein áhrif á ríkiskassann eða stöðugleika. En það er alveg ljóst að launahækkanir hjá fólki sem þegar hefur það margfalt betra en flest allir aðrir landsmenn eru ekki til þess fallnar að mynda samstöðu um hófsamar launakröfur. Ég vil taka fram að það er ekkert skrítið að bankastjórinn vilji launahækkun, hver vill það ekki. Það er hinsvegar skrítið að ríkið, eigandi bankans, veiti launahækkunina. Það er einnig mjög skrítið að ríkisstjórnin, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, Seðlabankastjóri og aðrir sem eru duglegir að segja láglaunafólki að hafa sig hæg taki ekki allar svona fréttir alvarlega og deili harðlega á þær. Þessir aðilar sem tala fyrir stöðugleika í landinu vita vel að eitt slæmt fordæmi getur stefnt því öllu í hættu. Svo ef þeim er alvara með tali sínu, ef þeim er sannarlega annt um stöðugleika en ekki bara að ætla öðrum ábyrgð sem þau sjálf vilja ekki sér og sínum, þá verður að deila miklu harðar á aðgerðir þeirra sem eru á toppi pýramídans. Annars má öllum vera ljóst að tal þeirra um stöðugleika eru innantóm orð sem engin í undirstöðum pýramídans mun hlusta á. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Bretland Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Boris Johnson hefur undanfarið fengið miklar skammir fyrir að hafa að brotið sóttvarnarreglur og farið í ófá partý á meðan samlandar hans þurftu að halda sig heima vegna sóttvarnaaðgerða. En af hverju eru Bretar að æsa sig yfir því að Boris fór að skemmta sér? Einn maður er ekki að fara hafa mikil áhrif á útbreiðslu Covid í Bretlandi. Nei, samstaða þjóðarinnar er mikilvægari segja Bretar. Það er betri að skamma Boris, jafnvel losna við hann, heldur en að taka sénsinn á því að aðrir feti í fótspor hans. En hvað tengist þetta bankastjóra Landsbankans? Laun stjórnenda eru fordæmisgefandi Kjarninn greindi nýlega frá því að laun bankastjóra Landsbankans hefðu hækkað ríkulega seinustu ár. Árið 2021 fékk bankastjórinn 7% launahækkun en alls hafa launin hækkað um 82% á tímabilinu 2018-2021, eða frá 2,1 m.kr á mánuði upp í 3,8 m.kr. Ég ætla ekki að deila á fjárhæðirnar sjálfar, læt nægja að benda þessa grein sem ég skrifaði um slíkt, en ég má til með að deila á að ríkið átti sig ekki á hvað slíkar launahækkanir eru hrikalega slæmt fordæmi á tímum þar sem verkalýðsfélögum er sagt að halda að sér höndum í nafni stöðugleika (sem er alltaf). Rétt eins og með sóttvarnarbrot Boris Johnson þá hefur launahækkun eins stjórnenda gott sem engin bein áhrif á ríkiskassann eða stöðugleika. En það er alveg ljóst að launahækkanir hjá fólki sem þegar hefur það margfalt betra en flest allir aðrir landsmenn eru ekki til þess fallnar að mynda samstöðu um hófsamar launakröfur. Ég vil taka fram að það er ekkert skrítið að bankastjórinn vilji launahækkun, hver vill það ekki. Það er hinsvegar skrítið að ríkið, eigandi bankans, veiti launahækkunina. Það er einnig mjög skrítið að ríkisstjórnin, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, Seðlabankastjóri og aðrir sem eru duglegir að segja láglaunafólki að hafa sig hæg taki ekki allar svona fréttir alvarlega og deili harðlega á þær. Þessir aðilar sem tala fyrir stöðugleika í landinu vita vel að eitt slæmt fordæmi getur stefnt því öllu í hættu. Svo ef þeim er alvara með tali sínu, ef þeim er sannarlega annt um stöðugleika en ekki bara að ætla öðrum ábyrgð sem þau sjálf vilja ekki sér og sínum, þá verður að deila miklu harðar á aðgerðir þeirra sem eru á toppi pýramídans. Annars má öllum vera ljóst að tal þeirra um stöðugleika eru innantóm orð sem engin í undirstöðum pýramídans mun hlusta á. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar