Styðjum starfsmenn til náms Sigmar Vilhjálmsson skrifar 5. febrúar 2022 13:34 Í veitingarekstri er hátt hlutfall starfsmanna hlutastarfsmenn. Ungt fólk sem er að vinna á kvöldin og um helgar samhliða námi. Námsmenn búa við ansi erfitt umhverfi oft á tíðum og það er kostnaðarsamt að stunda nám. Undirritaður hefur í þó nokkur ár gengið með hugmynd í maganum um hvernig hægt sé að styðja góða starfsmenn sem annaðhvort stunda nám eða hafa hug á því. Þessi hugmynd heitir „Skólastyrkur“ og er loksins orðin að veruleika í nýju félagi sem ber heitið Munnbitinn. Til þess að koma þessari hugmynd af stað þurfti framsýna stjórn og hluthafa. Skólastyrkur Munnbitans er hugsaður fyrir framúrskarandi starfsmenn Munnbitans sem stunda nám samhliða starfi. Skólastyrkurinn er ætlaður að létta undir með starfsmanni á meðan á námi stendur með tilfærslum á vöktum vegna anna og með fjárhagsstuðningi. Einnig tekur Skólastyrkurinn mið af því að tryggja starfsmanni örugga sumarvinnu á milli anna í skólanum og létta með því áhyggjur af sumarstarfi sem er þekkt áhyggjuefni hjá mörgum námsmönnum. Skólastyrkurinn felur í sér fjárhagslegan stuðning með eftirfarandi hætti: ·Skólagjöld eru greidd af félaginu. Séu gjöld verulega há, þá er gert sér samkomulag um það. ·Launataxtar hækkaðir. Lagðar eru kr. 347,- ofan á laun fyrir hverja unna klukkustund. Miðað er við að starfsmaður vinni að lágmarki 50 klukkustundir í mánuði. Skólastyrkurinn er hagur starfsmanns og félagsins. Með skólastyrknum er félagið að hjálpa starfsmanninum að ná sýnum markmiðum í náminu og um leið er starfsmaðurinn að hjálpa félaginu að ná sínum markmiðum sem er minni starfsmannavelta og þá einnig sterkari liðsheild í starfsmannahópnum. En hvað er frammúrskarandi starfsmaður? Líklega er misjafnt hvernig vinnustaðir meta frammistöðu, en í okkar félagi eru þetta þau sex atriði sem einkenna frammúrskarandi starfsmann: Áreiðanlegur starfsmaður: Mæting á réttum tíma. Lítið um breytingar á vöktum. Ábyrgur starfsmaður: Vinnur að heilindum og kemur sér ekki undan verkum. Góður félagi: Vel metinn af samstarfsfólki. Gleðin að leiðarljósi: Jákvætt viðmót gagnvart þeim verkefnum sem eru fyrir hendi. Traustur starfsmaður: Hægt að treysta starfsmanni fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir. Frumkvæði: Starfsmaður sýnir frumkvæði í úrlausnum og hugmyndum til úrbóta. Við viljum deila þessari hugmynd og sýn okkar með öðrum atvinnurekendum og hvetja þá til að styðja sitt fólk til ná markmiðum sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Munnbitans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Vinnumarkaður Veitingastaðir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Í veitingarekstri er hátt hlutfall starfsmanna hlutastarfsmenn. Ungt fólk sem er að vinna á kvöldin og um helgar samhliða námi. Námsmenn búa við ansi erfitt umhverfi oft á tíðum og það er kostnaðarsamt að stunda nám. Undirritaður hefur í þó nokkur ár gengið með hugmynd í maganum um hvernig hægt sé að styðja góða starfsmenn sem annaðhvort stunda nám eða hafa hug á því. Þessi hugmynd heitir „Skólastyrkur“ og er loksins orðin að veruleika í nýju félagi sem ber heitið Munnbitinn. Til þess að koma þessari hugmynd af stað þurfti framsýna stjórn og hluthafa. Skólastyrkur Munnbitans er hugsaður fyrir framúrskarandi starfsmenn Munnbitans sem stunda nám samhliða starfi. Skólastyrkurinn er ætlaður að létta undir með starfsmanni á meðan á námi stendur með tilfærslum á vöktum vegna anna og með fjárhagsstuðningi. Einnig tekur Skólastyrkurinn mið af því að tryggja starfsmanni örugga sumarvinnu á milli anna í skólanum og létta með því áhyggjur af sumarstarfi sem er þekkt áhyggjuefni hjá mörgum námsmönnum. Skólastyrkurinn felur í sér fjárhagslegan stuðning með eftirfarandi hætti: ·Skólagjöld eru greidd af félaginu. Séu gjöld verulega há, þá er gert sér samkomulag um það. ·Launataxtar hækkaðir. Lagðar eru kr. 347,- ofan á laun fyrir hverja unna klukkustund. Miðað er við að starfsmaður vinni að lágmarki 50 klukkustundir í mánuði. Skólastyrkurinn er hagur starfsmanns og félagsins. Með skólastyrknum er félagið að hjálpa starfsmanninum að ná sýnum markmiðum í náminu og um leið er starfsmaðurinn að hjálpa félaginu að ná sínum markmiðum sem er minni starfsmannavelta og þá einnig sterkari liðsheild í starfsmannahópnum. En hvað er frammúrskarandi starfsmaður? Líklega er misjafnt hvernig vinnustaðir meta frammistöðu, en í okkar félagi eru þetta þau sex atriði sem einkenna frammúrskarandi starfsmann: Áreiðanlegur starfsmaður: Mæting á réttum tíma. Lítið um breytingar á vöktum. Ábyrgur starfsmaður: Vinnur að heilindum og kemur sér ekki undan verkum. Góður félagi: Vel metinn af samstarfsfólki. Gleðin að leiðarljósi: Jákvætt viðmót gagnvart þeim verkefnum sem eru fyrir hendi. Traustur starfsmaður: Hægt að treysta starfsmanni fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir. Frumkvæði: Starfsmaður sýnir frumkvæði í úrlausnum og hugmyndum til úrbóta. Við viljum deila þessari hugmynd og sýn okkar með öðrum atvinnurekendum og hvetja þá til að styðja sitt fólk til ná markmiðum sínum. Höfundur er framkvæmdastjóri Munnbitans.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar