Conte segir innkaupastefnu Tottenham skrýtna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2022 18:46 Antonio Conte er hissa á því að Tottenham hafi látið fjóra leikmenn fara í janúar. Robin Jones/Getty Images Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, furðar sig á því hvernig félagið stundar viðskipti eftir að félagsskiptaglugginn lokaði fyrr í vikunni og varar félagið við að gera sömu mistök og áður. Tottenham fékk tvo leikmenn til liðs við sig frá Juventus í janúarglugganum, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Hins vegar yfirgáfu nokkrir leikmenn félagið, þar á meðal Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil, en þeir fóru allir á láni. Ndombele er dýrasti leikmaður Tottenham frá upphafi, en félagið greiddi 54 milljónir punda fyrir leikmanninn árið 2019. Lo Celso kom til félagsins á rúmar 27 milljónir ári seinna og félagið greiddi tæpar 23 milljónir fyrir Gil í júlí. Conte furðar sig á því að félagið sé að eyða svo háum fjárhæðum í leikmenn sem eru svo sendir á lán stuttu síðar. „Yfirleitt þá kaupirðu leikmenn til að styrkja liðið,“ sagði Conte. „En ef þú sendir þá á lán eftir tvö til þrjú ár þá er það skrýtið.“ „Það þýðir að kannski þarftu að skoða hvað þú gerðir í fortíðinni til að skilja að þú gerðir mistök. Við þurfum að fylgjast betur með á leikmannamarkaðnum í framtíðinni. Það er mjög mikilvægt ef við viljum styrkja liðið. Annars endarðu á að minnka gæðin í liðinu þínu.“ Ásamt Ndombele, Lo Celso og Gil yfirgaf Dele Alli félagið, en hann var seldur til Everton. Alli hafði verið í sjö ár hjá Tottenham. Antonio Conte warns Tottenham must avoid any more 'big mistakes' in transfer market to close gap on rivals | @Matt_Law_DT https://t.co/qvM9AJ70sG— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 4, 2022 Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Tottenham fékk tvo leikmenn til liðs við sig frá Juventus í janúarglugganum, þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur. Hins vegar yfirgáfu nokkrir leikmenn félagið, þar á meðal Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Bryan Gil, en þeir fóru allir á láni. Ndombele er dýrasti leikmaður Tottenham frá upphafi, en félagið greiddi 54 milljónir punda fyrir leikmanninn árið 2019. Lo Celso kom til félagsins á rúmar 27 milljónir ári seinna og félagið greiddi tæpar 23 milljónir fyrir Gil í júlí. Conte furðar sig á því að félagið sé að eyða svo háum fjárhæðum í leikmenn sem eru svo sendir á lán stuttu síðar. „Yfirleitt þá kaupirðu leikmenn til að styrkja liðið,“ sagði Conte. „En ef þú sendir þá á lán eftir tvö til þrjú ár þá er það skrýtið.“ „Það þýðir að kannski þarftu að skoða hvað þú gerðir í fortíðinni til að skilja að þú gerðir mistök. Við þurfum að fylgjast betur með á leikmannamarkaðnum í framtíðinni. Það er mjög mikilvægt ef við viljum styrkja liðið. Annars endarðu á að minnka gæðin í liðinu þínu.“ Ásamt Ndombele, Lo Celso og Gil yfirgaf Dele Alli félagið, en hann var seldur til Everton. Alli hafði verið í sjö ár hjá Tottenham. Antonio Conte warns Tottenham must avoid any more 'big mistakes' in transfer market to close gap on rivals | @Matt_Law_DT https://t.co/qvM9AJ70sG— Telegraph Sport (@TelegraphSport) February 4, 2022
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira