Innherji

Stefán Pálsson ætlar fram fyrir VG í borginni

Ritstjórn Innherja skrifar
Stefán Pálsson vill annað sæti á lista Vinstri grænna í borginni.
Stefán Pálsson vill annað sæti á lista Vinstri grænna í borginni.

Stefán Pálsson sagnfræðingur, bjórsérfræðingur og pistlahöfundur stefnir á annað sætið í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta herma öruggar heimildir Innherja.

Stefán er eiginmaður Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns Vinstri grænna og er öllum hnútum kunnugur innan flokksins. Hann hefur verið vinsæll stjórnmálaskýrandi í þjóðmálaþáttum um árabil.

Ákveðið var á félagsfundi Vinstri grænna í síðasta mánuði að efnt yrði til forvals um efstu þrjú sætin á lista flokksins. Þegar hafa þrír gefið kost á sér í sæti oddvitans í forvalinu.

Um oddvitasætið munu berjast þær Líf Magneudóttir, eini sitjandi borgarfulltrúi VG, Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi flokksins og nú síðast blandaði Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, sér í slaginn um að leiða VG í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí.

Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Tengdar fréttir

Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin

Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi.

Líf telur odd­vita­fram­boð Elínar Odd­nýjar ekki beinast gegn sér

Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna sem sækist eftir að taka við forystusætinu af Líf Magneudóttur í borgarstjórn vill leggja aukna áherslu á velferðarmálin og stöðu jaðarsettra hópa í borginni. Líf lítur ekki á framboð Elínar Oddnýjar sem sérstakt mótframboð gegn henni.

Elín Björk bætist í odd­vita­slag VG í borginni

Elín Björk Jónasdóttir, formaður Reykjavíkurfélags Vinstri grænna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×