550 milljón kr. innspýting í ferðaþjónustu Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 14:01 Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana. Þessi þróun hefur jákvæð áhrif á ferðavilja fólks sem hefur í sögulegu samhengi verið með minna móti undanfarin tvö ár. Í þessu felast mörg tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslíf sem mikilvægt er að grípa. Með þetta í huga hefur nýtt menningar- og viðskiptaráðuneyti ákveðið að verja 550 milljónum kr. til að framlengja markaðsverkefnið „Ísland – saman í sókn“. Með nýjum samningi við Íslandsstofu er verkefninu tryggðar 550 milljónir króna sem nýttar verða til að framlengja það í ár. Tilgangur verkefnisins er að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar, og auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. Íslandsstofa hefur þegar hafið fjölbreytta vinnu við að útfæra framhald verkefnisins. Stjórnvöld hafa frá upphafi faraldursins lagt áherslu á að beita ríkisfjármálum af fullum þunga til þess að tryggja kröftuga viðspyrnu efnahagslífsins að faraldri loknum. „Ísland – saman í sókn“ fór vel af stað, vakti mikla og verðskulda athygli og skilaði góðum árangri. Í ljósi þess að faraldurinn hefur dregist töluvert á langinn er nauðsynlegt að halda verkefninu áfram og byggja þannig undir nauðsynlega viðspyrnu ferðaþjónustunnar á árinu 2022. Íslensk ferðaþjónusta mun spila lykilhlutverk í viðspyrnu efnahagslífsins eftir heimsfaraldurinn en sú atvinnugrein hefur alla burði til þess að skapa miklar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið á tiltölulega skömmum tíma. Við ætlum okkur að halda áfram að byggja upp öfluga, arðsama og samkeppnishæfa ferðaþjónustu á heimsmælikvarða, í sátt við náttúru og íslenska menningu. Eitt markmiða okkar í því samhengi er að útgjöld ferðamanna hér á landi nemi 700 milljöðrum kr. árið 2030. Fullt tilefni er til þess að líta björtum augum til framtíðar og ég er sannfærð um að fjárfesting í kynningu á Íslandi sem spennandi áfangastað muni nýtast íslenskri ferðaþjónustu vel og kynda undir aukinn ferðavilja hingað til lands – samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana. Þessi þróun hefur jákvæð áhrif á ferðavilja fólks sem hefur í sögulegu samhengi verið með minna móti undanfarin tvö ár. Í þessu felast mörg tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslíf sem mikilvægt er að grípa. Með þetta í huga hefur nýtt menningar- og viðskiptaráðuneyti ákveðið að verja 550 milljónum kr. til að framlengja markaðsverkefnið „Ísland – saman í sókn“. Með nýjum samningi við Íslandsstofu er verkefninu tryggðar 550 milljónir króna sem nýttar verða til að framlengja það í ár. Tilgangur verkefnisins er að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar, og auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. Íslandsstofa hefur þegar hafið fjölbreytta vinnu við að útfæra framhald verkefnisins. Stjórnvöld hafa frá upphafi faraldursins lagt áherslu á að beita ríkisfjármálum af fullum þunga til þess að tryggja kröftuga viðspyrnu efnahagslífsins að faraldri loknum. „Ísland – saman í sókn“ fór vel af stað, vakti mikla og verðskulda athygli og skilaði góðum árangri. Í ljósi þess að faraldurinn hefur dregist töluvert á langinn er nauðsynlegt að halda verkefninu áfram og byggja þannig undir nauðsynlega viðspyrnu ferðaþjónustunnar á árinu 2022. Íslensk ferðaþjónusta mun spila lykilhlutverk í viðspyrnu efnahagslífsins eftir heimsfaraldurinn en sú atvinnugrein hefur alla burði til þess að skapa miklar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið á tiltölulega skömmum tíma. Við ætlum okkur að halda áfram að byggja upp öfluga, arðsama og samkeppnishæfa ferðaþjónustu á heimsmælikvarða, í sátt við náttúru og íslenska menningu. Eitt markmiða okkar í því samhengi er að útgjöld ferðamanna hér á landi nemi 700 milljöðrum kr. árið 2030. Fullt tilefni er til þess að líta björtum augum til framtíðar og ég er sannfærð um að fjárfesting í kynningu á Íslandi sem spennandi áfangastað muni nýtast íslenskri ferðaþjónustu vel og kynda undir aukinn ferðavilja hingað til lands – samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun