Shaq segir Simmons haga sér eins og smábarn og hann tapar líka milljörðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 14:01 Ben Simmons í leik með Philadelphia 76ers á síðustu leiktíð. Getty/Tim Nwachukwu Ben Simmons neitar enn að spila með Philadelphia 76ers í NBA-deildinni og það virðist engin lausn vera í sjónmáli. Simmons er í mikilli fýlu og á dögunum gagnrýndi NBA-goðsögnin Shaquille O´Neal hann harðlega fyrir hegðun sína. Simmons tók því illa. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Simmons er frábær leikmaður, alhliða leikstjórnandi sem spilar frábæra vörn og skapar mikið fyrir liðsfélaga sína inn á vellinum. Hans stóri galli er að hann er óöruggur skotmaður og sem bakvörður vill hann ekki taka þriggja stiga skot. Simmons tók því mjög illa þegar þjálfari hans og liðsfélagar hans gagnrýndu spilamennsku hans í úrslitakeppninni í fyrra. Frammistaða Simmons hrundi í úrslitakeppninni og hann vildi helst ekki skjóta á körfuna. Liðið fór fyrir vikið mun styttra í úrslitakeppninni en búist var við. Starx heyrðist af óánægju Simmons um að honum hafi verið kastað fyrir rútuna eftir ófarir liðsins og hann var ekki búinn að gleyma því þegar undirbúningstímabilið hófst. Þetta hefur síðan verið sama sápuóperan síðan. Simmons neitar að mæta í vinnuna þrátt fyrir að eiga að fá 31,6 milljónir dollara í laun fyrir þessa leiktíð eða tæpa fjóra milljarða íslenskra króna. "He acting like a baby. @Shaq went IN on Ben Simmons and says the Sixers star DM'd him mad for comments Shaq recently made on @NBAonTNT More on #TheBigPodcast: https://t.co/v263O0hCCc pic.twitter.com/LGl9dtOYHJ— NBA on TNT (@NBAonTNT) February 3, 2022 Philadelphia 76ers sektar auðvitað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna sína. Hann hefur þegar tapað yfir nítján milljónum Bandaríkjadala eða rúma 2,3 milljarða íslenskra króna. Simmons er þó að reyna að spara sér einhvern pening í sektir með því að mæta á skotæfingar og vídeófundi en stoppar stutt og talar ekki við neinn í liðinu. Shaq sagði frá því að Simmons hafi sent á hann skilaboð eftir að O´Neal gagnrýndi hann á dögunum og kallaði hann smábarn. Shaq sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum „Big Podcast” en þar fór hann yfir ástæður þess hversu harður hann var við Simmons. Shaq tók sjálfan sig sem dæmi en hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir slaka vítanýtingu á sínum tíma en hristi hana af sér og hélt áfram. Shaquille O’Neal segir að hegðun Simmons, sem einn af launahæstu leikmönnum deildarinnar, sé að skemma fyrir öðrum leikmönnum því félögin hugsa sig nú þrisvar um að láta menn fá svona góða samninga. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Simmons er í mikilli fýlu og á dögunum gagnrýndi NBA-goðsögnin Shaquille O´Neal hann harðlega fyrir hegðun sína. Simmons tók því illa. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Simmons er frábær leikmaður, alhliða leikstjórnandi sem spilar frábæra vörn og skapar mikið fyrir liðsfélaga sína inn á vellinum. Hans stóri galli er að hann er óöruggur skotmaður og sem bakvörður vill hann ekki taka þriggja stiga skot. Simmons tók því mjög illa þegar þjálfari hans og liðsfélagar hans gagnrýndu spilamennsku hans í úrslitakeppninni í fyrra. Frammistaða Simmons hrundi í úrslitakeppninni og hann vildi helst ekki skjóta á körfuna. Liðið fór fyrir vikið mun styttra í úrslitakeppninni en búist var við. Starx heyrðist af óánægju Simmons um að honum hafi verið kastað fyrir rútuna eftir ófarir liðsins og hann var ekki búinn að gleyma því þegar undirbúningstímabilið hófst. Þetta hefur síðan verið sama sápuóperan síðan. Simmons neitar að mæta í vinnuna þrátt fyrir að eiga að fá 31,6 milljónir dollara í laun fyrir þessa leiktíð eða tæpa fjóra milljarða íslenskra króna. "He acting like a baby. @Shaq went IN on Ben Simmons and says the Sixers star DM'd him mad for comments Shaq recently made on @NBAonTNT More on #TheBigPodcast: https://t.co/v263O0hCCc pic.twitter.com/LGl9dtOYHJ— NBA on TNT (@NBAonTNT) February 3, 2022 Philadelphia 76ers sektar auðvitað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna sína. Hann hefur þegar tapað yfir nítján milljónum Bandaríkjadala eða rúma 2,3 milljarða íslenskra króna. Simmons er þó að reyna að spara sér einhvern pening í sektir með því að mæta á skotæfingar og vídeófundi en stoppar stutt og talar ekki við neinn í liðinu. Shaq sagði frá því að Simmons hafi sent á hann skilaboð eftir að O´Neal gagnrýndi hann á dögunum og kallaði hann smábarn. Shaq sagði frá þessu í hlaðvarpsþætti sínum „Big Podcast” en þar fór hann yfir ástæður þess hversu harður hann var við Simmons. Shaq tók sjálfan sig sem dæmi en hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir slaka vítanýtingu á sínum tíma en hristi hana af sér og hélt áfram. Shaquille O’Neal segir að hegðun Simmons, sem einn af launahæstu leikmönnum deildarinnar, sé að skemma fyrir öðrum leikmönnum því félögin hugsa sig nú þrisvar um að láta menn fá svona góða samninga.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira