Lokakeppni Gulleggsins 2022 Eiður Þór Árnason skrifar 4. febrúar 2022 15:01 Sigurvegarar Gulleggsins árið 2020. Icelandic Startups Lokakeppni Gulleggsins fer fram í Grósku í dag þar sem tíu stigahæstu teymin í nýsköpunarkeppninni keppa til úrslita. Hægt er að fylgjast með viðburðinum sem hefst klukkan 16 í Grósku í spilaranum hér fyrir neðan og á stöðinni Stöð 2 Vísi. Bergur Ebbi mun opna keppnina. Alls bárust 155 hugmyndir í keppnina í ár og þar af yfir áttatíu kynningar frá teymum sem vildu freista þess að komast í lokakeppnina. Fjölbreyttar nýsköpunarhugmyndir keppa nú til úrslita. Gulleggið er elsta frumkvöðlakeppni landsins og hefur reynst stökkpallur fyrir fyrirtæki á borð við Controlant, Meniga, Pay Analytics, Genki og fjölmörg önnur. Eftirfarandi teymi taka þátt í lokakeppni Gulleggsins 2022 sem fram fer í Grósku í dag: SEIFER „SEIFER vinnur að því að hanna og þróa íþróttabúnað, ásamt gagnagrunni, sem er nýttur í rauntíma mælingar og gagnasöfnun varðandi höfuðhögg. Með gagnasöfnun búnaðarins er hægt að endurbæta bataferli og viðbragðáætlanir gegn heilahristingum í íþróttum.“ Samtaka heimili „Smáforrit hannað fyrir foreldra þeirra barna sem eiga tvö heimili. Markmiðið er að hanna tæki sem auðveldar daglegt skipulag foreldrasamvinnu, lágmarkar þætti sem stuðla að neikvæðum samskiptum og dregur úr álaginu sem fylgir þriðju vaktinni fyrir samsettar fjölskyldur.“ Ecosophy „Við hjálpum fólkið að taka góðar ákvarðanir um viðbrögð við loftslagsbreytingum.“ Guru „Hugbúnaður og markaðstorg sem gerir hverjum sem er kleift að setja saman skipulagðar ferðir og gerast leiðsögumaður.“ Miako „Markaðstorg sem stuðlar að bættu hringrásarhagkerfi ásamt því að hvetja almenning og fyrirtæki til að láta gott af sér leiða.“ Gamechanger „Hugbúnaðarlausn sem hjálpar einstaklingum að bæta sig í mismunandi íþróttum í eigin frítíma. Lausnin býr til sérsniðnar leiðir sem gerir einstaklingum kleift að ná sem mestum framförum.“ TVÍK „TVÍK, eða tæknivæddi íslenskukennarinn, er gagnvirkur kennsluvettvangur sem styðst við nýjustu máltækniaðferðir til að hjálpa þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að læra íslensku.“ Vetur Production „Íslenskt animation fyrirtæki sem framleiðir teiknimyndir upp úr þjóðsögum okkar og ævintýrum. Áhersla er lögð á fjölbreytileika og varðbeita íslenskan menningararf.“ Stöff „Rafrænt deilihagkerfi sem býður notendum að leigja eða lána út stöff í sinni eigu til annarra notenda á öruggan hátt og þar með draga úr sóun og styrkja hringrásarhagkerfið.“ Lilja app „Bjargráður þolenda til bættrar lagalegrar og félagslegrar stöðu.“ Nýsköpun Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Bergur Ebbi mun opna keppnina. Alls bárust 155 hugmyndir í keppnina í ár og þar af yfir áttatíu kynningar frá teymum sem vildu freista þess að komast í lokakeppnina. Fjölbreyttar nýsköpunarhugmyndir keppa nú til úrslita. Gulleggið er elsta frumkvöðlakeppni landsins og hefur reynst stökkpallur fyrir fyrirtæki á borð við Controlant, Meniga, Pay Analytics, Genki og fjölmörg önnur. Eftirfarandi teymi taka þátt í lokakeppni Gulleggsins 2022 sem fram fer í Grósku í dag: SEIFER „SEIFER vinnur að því að hanna og þróa íþróttabúnað, ásamt gagnagrunni, sem er nýttur í rauntíma mælingar og gagnasöfnun varðandi höfuðhögg. Með gagnasöfnun búnaðarins er hægt að endurbæta bataferli og viðbragðáætlanir gegn heilahristingum í íþróttum.“ Samtaka heimili „Smáforrit hannað fyrir foreldra þeirra barna sem eiga tvö heimili. Markmiðið er að hanna tæki sem auðveldar daglegt skipulag foreldrasamvinnu, lágmarkar þætti sem stuðla að neikvæðum samskiptum og dregur úr álaginu sem fylgir þriðju vaktinni fyrir samsettar fjölskyldur.“ Ecosophy „Við hjálpum fólkið að taka góðar ákvarðanir um viðbrögð við loftslagsbreytingum.“ Guru „Hugbúnaður og markaðstorg sem gerir hverjum sem er kleift að setja saman skipulagðar ferðir og gerast leiðsögumaður.“ Miako „Markaðstorg sem stuðlar að bættu hringrásarhagkerfi ásamt því að hvetja almenning og fyrirtæki til að láta gott af sér leiða.“ Gamechanger „Hugbúnaðarlausn sem hjálpar einstaklingum að bæta sig í mismunandi íþróttum í eigin frítíma. Lausnin býr til sérsniðnar leiðir sem gerir einstaklingum kleift að ná sem mestum framförum.“ TVÍK „TVÍK, eða tæknivæddi íslenskukennarinn, er gagnvirkur kennsluvettvangur sem styðst við nýjustu máltækniaðferðir til að hjálpa þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að læra íslensku.“ Vetur Production „Íslenskt animation fyrirtæki sem framleiðir teiknimyndir upp úr þjóðsögum okkar og ævintýrum. Áhersla er lögð á fjölbreytileika og varðbeita íslenskan menningararf.“ Stöff „Rafrænt deilihagkerfi sem býður notendum að leigja eða lána út stöff í sinni eigu til annarra notenda á öruggan hátt og þar með draga úr sóun og styrkja hringrásarhagkerfið.“ Lilja app „Bjargráður þolenda til bættrar lagalegrar og félagslegrar stöðu.“
Nýsköpun Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira