DeChambeau boðnir sautján milljarðar fyrir að „svíkja lit“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 09:31 Bryson DeChambeau þykir góður kostur sem andlit nýju golfdeildarinnar. Getty/Oisin Keniry Það er valdabarátta í golfinu og svo virðist vera sem nýja sádi-arabíska golfdeildin sé að bjóða kylfingum gull og græna skóga fyrir að snúa bakinu við PGA og ganga til liðs við þá. Nýjustu fréttirnar eru af risatilboði sem bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau á að hafa fengið um að verða andlit nýju SGL golfdeildarinnar í Sádi Arabíu. EXCL: Bryson DeChambeau is offered a staggering £100MILLION to be the poster boy of the new Saudi Golf League https://t.co/IN0iFLLuGv— MailOnline Sport (@MailSport) February 3, 2022 DeChambeau á að hafa fengið tilboð upp á hundrað milljónir punda eða rúma 17,2 milljarða íslenskra króna. DeChambeau er ungur enn, bara 28 ára, og því líklegur til að vera í hópi þeirra bestu í heimi í langan tíma til viðbótar. PGA mótaröðin og heimsbikarinn hafa hótað því að þeir kylfingar sem taki þetta skref verði komnir í lífstíðarbann frá þeirra keppnum. DeChambeau reportedly offered US$113-million by Super Golf League https://t.co/CXSeJaKCvF pic.twitter.com/Wi7RidpdnN— Globe Sports (@Globe_Sports) February 3, 2022 21 af 50 bestu kylfingum heims eru staddir á Saudi International golfmótinu þar sem þeir fengu allir mjög vel borgað fyrir að mæta á mótið. Sagan segir að Sádarnir ætli líka að nota tækifærið til að ræða við þá um að ganga til liðs við nýju golfdeildina. Lee Westwood og Ian Poulter eru meðal þeirra sem skrifuð undir leynisamning við Sádana en upphæðirnar verða ekki gerðar opinberar. Það er ekki búið formlega að tilkynna nýju sádi-arabísku golfdeildina en fátt virðist koma í veg fyrir það núna að hún verði að veruleika og fari í samkeppni við PGA og heimsbikarinn. Golf Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Nýjustu fréttirnar eru af risatilboði sem bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau á að hafa fengið um að verða andlit nýju SGL golfdeildarinnar í Sádi Arabíu. EXCL: Bryson DeChambeau is offered a staggering £100MILLION to be the poster boy of the new Saudi Golf League https://t.co/IN0iFLLuGv— MailOnline Sport (@MailSport) February 3, 2022 DeChambeau á að hafa fengið tilboð upp á hundrað milljónir punda eða rúma 17,2 milljarða íslenskra króna. DeChambeau er ungur enn, bara 28 ára, og því líklegur til að vera í hópi þeirra bestu í heimi í langan tíma til viðbótar. PGA mótaröðin og heimsbikarinn hafa hótað því að þeir kylfingar sem taki þetta skref verði komnir í lífstíðarbann frá þeirra keppnum. DeChambeau reportedly offered US$113-million by Super Golf League https://t.co/CXSeJaKCvF pic.twitter.com/Wi7RidpdnN— Globe Sports (@Globe_Sports) February 3, 2022 21 af 50 bestu kylfingum heims eru staddir á Saudi International golfmótinu þar sem þeir fengu allir mjög vel borgað fyrir að mæta á mótið. Sagan segir að Sádarnir ætli líka að nota tækifærið til að ræða við þá um að ganga til liðs við nýju golfdeildina. Lee Westwood og Ian Poulter eru meðal þeirra sem skrifuð undir leynisamning við Sádana en upphæðirnar verða ekki gerðar opinberar. Það er ekki búið formlega að tilkynna nýju sádi-arabísku golfdeildina en fátt virðist koma í veg fyrir það núna að hún verði að veruleika og fari í samkeppni við PGA og heimsbikarinn.
Golf Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira