Tískuhúsið Dolce & Gabbana fetar í fótspor Englandsdrottningar og kveður feldinn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 09:31 Hér má sjá fyrirsætu á Haust/Vetrar tískusýningu Dolce & Gabbana 2022-2023 í Mílanó en fyrirsætan klæðist gervipels sem tilheyrir nýrri línu tískuhússins. Victor VIRGILE/Getty Images Stærstu tískuhús heimsins hafa á undanförnum árum reynt að aðlaga sig að vistvænni samtíma og gefið út yfirlýsingar um að sniðganga notkun á feldum dýra. Dolce & Gabbana er nýjasti tískurisinn á þessum vagni en þetta ítalska lúxus merki gaf út yfirlýsingu á dögunum um að þau ætluðu með öllu að hætta með feldinn. Þess í stað ætla þau sér að þróa vistvænan gervifeld í nýjar glæsiflíkur. Yfirlýsingin var gerð í samstarfi við dýraverndarsamtökin Humane Society International. View this post on Instagram A post shared by Dolce&Gabbana (@dolcegabbana) Tískuheimurinn axli ábyrgð Með þessu vill Dolce & Gabbana vinna að umhverfisvænni framtíð og segir markaðsfulltrúi fyrirtækisins, Fedele Usai, að tískuheimurinn í heild sinni gegni mikilvægu og samfélagslegu ábyrgðarhlutverki þegar það kemur að umhverfismálum. Tískuheimurinn hefur fengið á sig slæmt orðspor hvað þetta varðar og því er mikilvægt að hvetja aðra hönnuði og verslanir til að velja vistvænni leiðir. View this post on Instagram A post shared by Dolce&Gabbana (@dolcegabbana) Loðlaus hátíska Önnur þekkt merki á borð við Chanel, Prada og Burberry hafa áður gefið svipaðar yfirlýsingar og virðist nú loðfeldurinn tilheyra fortíðinni í hátískuheiminum. Ítalska merkið Gucci var eitt af fyrstu hátískuhúsunum til að fylgja þessu eftir árið 2017 en þau eru undir sama hatti og merkin Yves Saint Laurant, Alexander McQueen og Balenciaga, sem ætla að fylgja þessum loðfelda fría straumi fyrir haustið 2022. View this post on Instagram A post shared by Gucci Official (@gucci) Konunglega leiðin Elísabet Englandsdrottning lætur sig ekki vanta í þessa mikilvægu og umhverfisvænu bylgju en einn af yfirstílistum drottningarinnar tilkynnti að hún vilji ekki lengur sjá loðfeldi. Billie Eilish vakti einnig athygli á þessu í fyrra þegar hún samþykkti að klæðast kjól eftir Oscar de la Renta á glæsiballinu Met Gala í skiptum fyrir það að hönnuðurinn samþykkti að sniðganga loðfeld algjörlega í hönnun sinni. View this post on Instagram A post shared by BILLIE EILISH (@billieeilish) Tíska og hönnun Umhverfismál Menning Tengdar fréttir Efni úr endurunnum plastflöskum notað í úlpur 66° Norður “Við vitum að úlpur frá okkur ganga oft mann frá manni og eru notaðar í fjölda ára. Það er okkar innblástur við hönnunina.” Þetta segir Sæunn Þórðardóttir fatahönnuður hjá 66° Norður í viðtali við Vísi. 25. október 2020 13:00 Versace hættir að nota alvöru loð Versace fetar í fótspor Gucci, Michael Kors og Tom Ford 16. mars 2018 20:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Dolce & Gabbana er nýjasti tískurisinn á þessum vagni en þetta ítalska lúxus merki gaf út yfirlýsingu á dögunum um að þau ætluðu með öllu að hætta með feldinn. Þess í stað ætla þau sér að þróa vistvænan gervifeld í nýjar glæsiflíkur. Yfirlýsingin var gerð í samstarfi við dýraverndarsamtökin Humane Society International. View this post on Instagram A post shared by Dolce&Gabbana (@dolcegabbana) Tískuheimurinn axli ábyrgð Með þessu vill Dolce & Gabbana vinna að umhverfisvænni framtíð og segir markaðsfulltrúi fyrirtækisins, Fedele Usai, að tískuheimurinn í heild sinni gegni mikilvægu og samfélagslegu ábyrgðarhlutverki þegar það kemur að umhverfismálum. Tískuheimurinn hefur fengið á sig slæmt orðspor hvað þetta varðar og því er mikilvægt að hvetja aðra hönnuði og verslanir til að velja vistvænni leiðir. View this post on Instagram A post shared by Dolce&Gabbana (@dolcegabbana) Loðlaus hátíska Önnur þekkt merki á borð við Chanel, Prada og Burberry hafa áður gefið svipaðar yfirlýsingar og virðist nú loðfeldurinn tilheyra fortíðinni í hátískuheiminum. Ítalska merkið Gucci var eitt af fyrstu hátískuhúsunum til að fylgja þessu eftir árið 2017 en þau eru undir sama hatti og merkin Yves Saint Laurant, Alexander McQueen og Balenciaga, sem ætla að fylgja þessum loðfelda fría straumi fyrir haustið 2022. View this post on Instagram A post shared by Gucci Official (@gucci) Konunglega leiðin Elísabet Englandsdrottning lætur sig ekki vanta í þessa mikilvægu og umhverfisvænu bylgju en einn af yfirstílistum drottningarinnar tilkynnti að hún vilji ekki lengur sjá loðfeldi. Billie Eilish vakti einnig athygli á þessu í fyrra þegar hún samþykkti að klæðast kjól eftir Oscar de la Renta á glæsiballinu Met Gala í skiptum fyrir það að hönnuðurinn samþykkti að sniðganga loðfeld algjörlega í hönnun sinni. View this post on Instagram A post shared by BILLIE EILISH (@billieeilish)
Tíska og hönnun Umhverfismál Menning Tengdar fréttir Efni úr endurunnum plastflöskum notað í úlpur 66° Norður “Við vitum að úlpur frá okkur ganga oft mann frá manni og eru notaðar í fjölda ára. Það er okkar innblástur við hönnunina.” Þetta segir Sæunn Þórðardóttir fatahönnuður hjá 66° Norður í viðtali við Vísi. 25. október 2020 13:00 Versace hættir að nota alvöru loð Versace fetar í fótspor Gucci, Michael Kors og Tom Ford 16. mars 2018 20:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Efni úr endurunnum plastflöskum notað í úlpur 66° Norður “Við vitum að úlpur frá okkur ganga oft mann frá manni og eru notaðar í fjölda ára. Það er okkar innblástur við hönnunina.” Þetta segir Sæunn Þórðardóttir fatahönnuður hjá 66° Norður í viðtali við Vísi. 25. október 2020 13:00
Versace hættir að nota alvöru loð Versace fetar í fótspor Gucci, Michael Kors og Tom Ford 16. mars 2018 20:00