Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. febrúar 2022 18:09 Jón Gunnarsson vinnur að nýju frumvarpi um réttarstöðu brotaþola. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. „Það er að mörgu að gæta og réttarfarsnefnd, sem er okkur til ráðgjafar, hefur bent á ýmsa hluti og tóku að mörgu leyti mjög vel í margar hugmyndir sem fram komu um að bæta réttarstöðu brotaþola. En við þurfum líka að gæta að því að ganga ekki svo langt að við skörum þessa réttarstöðu. Brotaþolar eru oft mikilvægustu vitnin í þessum málum, og í sumum tilfellum einu vitnin, og mikilvægt að vitnisburður þeirra hafi fullt vægi,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hávært ákall hefur verið um að bæta stöðu brotaþola kynferðisbrota í réttarkerfinu, meðal annars með tilliti til þess að veita þeim aukið aðgengi að eigin málum. Hildur Fjóla Antonsdóttir, réttarfélagsfræðingur, hefur til dæmis bent á að hér á landi sé réttarstöðu brotaþola mun lakari en í hinum Norðurlöndunum, enda hafi þeir aðeins stöðu vitnis í eigin málum. „Við erum að skoða hvernig við getum mætt þessum sjónarmiðum. Réttarfarsnefnd hefur tekið ágætlega í margar þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Hildar Fjólu, en að það þurfi að skoða þær mjög vel. En ég held að við getum fullyrt að í frumvarpinu sé markmiðið að bæta stöðu brotaþola,“ segir Jón. Hann bendir á að frumvarp hafi verið lagt fram á síðasta kjörtímabili sem hafi aðeins komist í gegnum fyrstu umræðu. Markmiðið nú sé að koma frumvarpinu í gegn fyrir þinglok. Þá verði samhliða þessu að stytta málsmeðferðartímann. „Málsmeðferðartíminn er sérstakt vandamál. Það á við um mörg önnur mál og við erum með það í ítarlegri skoðun í ráðuneytinu og samvinnu við lögreglu og saksóknara. Þetta er eins og eitt færiband frá því að ákæra kemur fram og rannsókn hefst, þar til málið fer til saksóknara og síðan yfir í fullnustu refsinga, og ástandið í þessum málaflokkum er óásættanlegt.“ Þá verði ráðist í sérstakt átak og vitundarvakningu. „Við þurfum að skoða hvað við sem samfélag getum gert til þess að fækka þessum brotum og koma í veg fyrir þau og komast þannig að rótum vandans. Við erum með í undirbúningi ákveðið kynningarátak og vitundarvakningu meðal almennings, í samstarfi við veitingastaði, leigubíla og ýmis fyrirtæki og að stuðla að því að allir verði þátttakendur í að bregðast við og verði vakandi fyrir slíkum brotum – grípa inn í ef fólk metur að það sé eitthvað slíkt ástand á ferðinni,“ segir Jón. Kynferðisofbeldi Alþingi Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
„Það er að mörgu að gæta og réttarfarsnefnd, sem er okkur til ráðgjafar, hefur bent á ýmsa hluti og tóku að mörgu leyti mjög vel í margar hugmyndir sem fram komu um að bæta réttarstöðu brotaþola. En við þurfum líka að gæta að því að ganga ekki svo langt að við skörum þessa réttarstöðu. Brotaþolar eru oft mikilvægustu vitnin í þessum málum, og í sumum tilfellum einu vitnin, og mikilvægt að vitnisburður þeirra hafi fullt vægi,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hávært ákall hefur verið um að bæta stöðu brotaþola kynferðisbrota í réttarkerfinu, meðal annars með tilliti til þess að veita þeim aukið aðgengi að eigin málum. Hildur Fjóla Antonsdóttir, réttarfélagsfræðingur, hefur til dæmis bent á að hér á landi sé réttarstöðu brotaþola mun lakari en í hinum Norðurlöndunum, enda hafi þeir aðeins stöðu vitnis í eigin málum. „Við erum að skoða hvernig við getum mætt þessum sjónarmiðum. Réttarfarsnefnd hefur tekið ágætlega í margar þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Hildar Fjólu, en að það þurfi að skoða þær mjög vel. En ég held að við getum fullyrt að í frumvarpinu sé markmiðið að bæta stöðu brotaþola,“ segir Jón. Hann bendir á að frumvarp hafi verið lagt fram á síðasta kjörtímabili sem hafi aðeins komist í gegnum fyrstu umræðu. Markmiðið nú sé að koma frumvarpinu í gegn fyrir þinglok. Þá verði samhliða þessu að stytta málsmeðferðartímann. „Málsmeðferðartíminn er sérstakt vandamál. Það á við um mörg önnur mál og við erum með það í ítarlegri skoðun í ráðuneytinu og samvinnu við lögreglu og saksóknara. Þetta er eins og eitt færiband frá því að ákæra kemur fram og rannsókn hefst, þar til málið fer til saksóknara og síðan yfir í fullnustu refsinga, og ástandið í þessum málaflokkum er óásættanlegt.“ Þá verði ráðist í sérstakt átak og vitundarvakningu. „Við þurfum að skoða hvað við sem samfélag getum gert til þess að fækka þessum brotum og koma í veg fyrir þau og komast þannig að rótum vandans. Við erum með í undirbúningi ákveðið kynningarátak og vitundarvakningu meðal almennings, í samstarfi við veitingastaði, leigubíla og ýmis fyrirtæki og að stuðla að því að allir verði þátttakendur í að bregðast við og verði vakandi fyrir slíkum brotum – grípa inn í ef fólk metur að það sé eitthvað slíkt ástand á ferðinni,“ segir Jón.
Kynferðisofbeldi Alþingi Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent