Eyrugla stoppuð upp á Selfossi og fer í Grímsnes Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. febrúar 2022 21:00 Brynja við eyrugluna, sem hún var að klára að stoppa upp. Hún fær að vera upp á vegg í einhverjar vikur á meðan hamurinn þornar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyrugla, sem fannst dauð við sumarbústað í Grímsnesi síðasta sumar fær nú nýtt hlutverk því hún hefur verið stoppuð upp og fer aftur í Grímsnesið. Hamskeri, sem sá um verkið, segir mjög vandasamt að stoppa upp uglur. Brynja Davíðsdóttir er hamskeri á Selfossi, sem hefur getið sér gott orð í faginu enda hefur hún stoppað upp ótal fugla í gegnum árin. Nýjasta verkefni hennar er þessi fallega eyrugla, sem situr á grein upp á vegg hjá henni á meðan hamurinn þornar á næstu vikum. „Þessi ugla var merkt í hreiðri síðasta sumar þegar hún var orðin hálfstálpuð en svo mánuði eftir þá finnst hún við sumarbústað í Grímsnesinu, ekki langt frá því, sem hún var merkt látinn. Það sást ekkert á henni, hún lág bara rétt við bústaðinn,“ segir Brynja aðspurð um afdrif uglunnar. Kunningjar Brynju komu með ugluna til hennar og báðu hana um að stoppa hana upp. Brynja gaf sér góðan tíma til að hugsa málið en ákvað svo að taka verkið að sér með samþykki Gunnars Þórs, fuglafræðings, sem er að gera rannsóknir á uglum. En þetta er ekki fyrsta uglan, sem Brynja stoppar upp. „Nei, nei, en þær eru alltaf jafn erfiðar, ég held ég fái nokkrar uglur á ári til að stoppa upp, þær eru virkilega erfiðar að tækla. Þessi kom skemmtilega út,“ segir Brynja hlægjandi og bætir við. „Hún fer svo upp í bústað þar sem hún fannst dáin. Hún verður þar hluti af náttúrunni áfram. Það er bara vonandi að systkini hennar og foreldrar nái að fjölga sér áfram.“ Það er gaman að sjá aðra fugla, sem Brynja hefur stoppað upp. Þeir eru margir hverjir ótrúlega flottir hjá henni hún virðist ná öllum smáatriðum upp á tíu. En hvernig er að vera svona mikill snillingur? „Það er gott að þú segir það í skammdeginu, takk, manni finnst maður aldrei vera snillingur, maður stendur til aldrei nógu vel, en ég er virkilega stolt af þessari uglu,“ segir Brynja hamskeri á Selfossi. Hér er síðan sem Brynja er með á Facebook Brynja er ótrúlega flinkur uppstoppari, ekki síst þegar fuglar eru annars vegar, enda er meira en nóg að gera hjá henni að stoppa upp fyrir fólk víðs vegar af landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Grímsnes- og Grafningshreppur Fuglar Föndur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Brynja Davíðsdóttir er hamskeri á Selfossi, sem hefur getið sér gott orð í faginu enda hefur hún stoppað upp ótal fugla í gegnum árin. Nýjasta verkefni hennar er þessi fallega eyrugla, sem situr á grein upp á vegg hjá henni á meðan hamurinn þornar á næstu vikum. „Þessi ugla var merkt í hreiðri síðasta sumar þegar hún var orðin hálfstálpuð en svo mánuði eftir þá finnst hún við sumarbústað í Grímsnesinu, ekki langt frá því, sem hún var merkt látinn. Það sást ekkert á henni, hún lág bara rétt við bústaðinn,“ segir Brynja aðspurð um afdrif uglunnar. Kunningjar Brynju komu með ugluna til hennar og báðu hana um að stoppa hana upp. Brynja gaf sér góðan tíma til að hugsa málið en ákvað svo að taka verkið að sér með samþykki Gunnars Þórs, fuglafræðings, sem er að gera rannsóknir á uglum. En þetta er ekki fyrsta uglan, sem Brynja stoppar upp. „Nei, nei, en þær eru alltaf jafn erfiðar, ég held ég fái nokkrar uglur á ári til að stoppa upp, þær eru virkilega erfiðar að tækla. Þessi kom skemmtilega út,“ segir Brynja hlægjandi og bætir við. „Hún fer svo upp í bústað þar sem hún fannst dáin. Hún verður þar hluti af náttúrunni áfram. Það er bara vonandi að systkini hennar og foreldrar nái að fjölga sér áfram.“ Það er gaman að sjá aðra fugla, sem Brynja hefur stoppað upp. Þeir eru margir hverjir ótrúlega flottir hjá henni hún virðist ná öllum smáatriðum upp á tíu. En hvernig er að vera svona mikill snillingur? „Það er gott að þú segir það í skammdeginu, takk, manni finnst maður aldrei vera snillingur, maður stendur til aldrei nógu vel, en ég er virkilega stolt af þessari uglu,“ segir Brynja hamskeri á Selfossi. Hér er síðan sem Brynja er með á Facebook Brynja er ótrúlega flinkur uppstoppari, ekki síst þegar fuglar eru annars vegar, enda er meira en nóg að gera hjá henni að stoppa upp fyrir fólk víðs vegar af landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Grímsnes- og Grafningshreppur Fuglar Föndur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira