Mosfellingar - ykkar er valið Ásgeir Sveinsson skrifar 3. febrúar 2022 07:01 Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ heldur prófkjör 4.- 5. febrúar þar sem kosið verður á lista fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fara fram þann 14. maí. Alls eru 17 glæsilegir frambjóðendur á öllum aldri í boði, 9 konur og 8 karlar. Þetta fólk er hlaðið hæfileikum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu í farteskinu. Þessi hópur á það sameiginlegt að hafa brennandi metnað fyrir velferð Mosfellsbæjar og vill leggja sitt af mörkum að gera ánægju íbúa enn meiri og halda áfram þeim fjölmörgu jákvæðu og spennandi verkefnum sem eru í gangi í sveitarfélaginu. Meirihlutasamstarf D og V lista hefur gengið ákaflega vel á þessu kjörtímabili þrátt fyrir ýmsar krefjandi áskoranir. Við höfum náð að uppfylla allflest okkar markmið sem komu fram í málefnasamningi flokkana og er það gríðarlega ánægjulegt miðað við þær krefjandi aðstæður sem komu upp m.a. tengdum faraldrinum. Ég er stoltur að vera hluti af þessum öfluga hópi sem hefur myndað meirihlutann á þessu kjörtímabili og hlakka til að halda áfram að sinna mikilvægum verkefnum það sem eftir er þessa kjörtímabils og á næsta kjörtímabili. Sterkur leiðtogi skiptir máli Að prófkjöri loknu fer fram vinna við uppstillingu listans fyrir kosningarnar í maí og að því loknu hefst kosningabaráttan. Við munum ganga til kosninga stolt af verkum okkar og bjartsýn á framtíðina og hlökkum til að kynna fyrir Mosfellingum lista flokksins og stefnu, sem mun tryggja að bærinn okkar haldi áfram að blómstra og dafna til lengri og skemmri framtíðar. Það þarf sterkan reynslumikinn leiðtoga til að leiða það verkefni áfram. Hann þarf að hafa skýra sýn, höfða til sem flestra, vera heiðarlegur og traustur, hafa góða ímynd og orðspor. Víðtæk reynsla mín og þekking sem stjórnandi og leiðtogi í viðskiptalífinu, auk mikillar reynslu af mannauðs- og félagsmálum hafa reynst mér vel í minni vinnu í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og munu gera áfram. Ég er tilbúin í það hlutverk og að axla þá ábyrgð að leiða listann til sigurs í næstu kosningum og þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri 4. - 5. febrúar næstkomandi og treysti á þinn stuðning í 1. sætið. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Mosfellsbær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ heldur prófkjör 4.- 5. febrúar þar sem kosið verður á lista fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fara fram þann 14. maí. Alls eru 17 glæsilegir frambjóðendur á öllum aldri í boði, 9 konur og 8 karlar. Þetta fólk er hlaðið hæfileikum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu í farteskinu. Þessi hópur á það sameiginlegt að hafa brennandi metnað fyrir velferð Mosfellsbæjar og vill leggja sitt af mörkum að gera ánægju íbúa enn meiri og halda áfram þeim fjölmörgu jákvæðu og spennandi verkefnum sem eru í gangi í sveitarfélaginu. Meirihlutasamstarf D og V lista hefur gengið ákaflega vel á þessu kjörtímabili þrátt fyrir ýmsar krefjandi áskoranir. Við höfum náð að uppfylla allflest okkar markmið sem komu fram í málefnasamningi flokkana og er það gríðarlega ánægjulegt miðað við þær krefjandi aðstæður sem komu upp m.a. tengdum faraldrinum. Ég er stoltur að vera hluti af þessum öfluga hópi sem hefur myndað meirihlutann á þessu kjörtímabili og hlakka til að halda áfram að sinna mikilvægum verkefnum það sem eftir er þessa kjörtímabils og á næsta kjörtímabili. Sterkur leiðtogi skiptir máli Að prófkjöri loknu fer fram vinna við uppstillingu listans fyrir kosningarnar í maí og að því loknu hefst kosningabaráttan. Við munum ganga til kosninga stolt af verkum okkar og bjartsýn á framtíðina og hlökkum til að kynna fyrir Mosfellingum lista flokksins og stefnu, sem mun tryggja að bærinn okkar haldi áfram að blómstra og dafna til lengri og skemmri framtíðar. Það þarf sterkan reynslumikinn leiðtoga til að leiða það verkefni áfram. Hann þarf að hafa skýra sýn, höfða til sem flestra, vera heiðarlegur og traustur, hafa góða ímynd og orðspor. Víðtæk reynsla mín og þekking sem stjórnandi og leiðtogi í viðskiptalífinu, auk mikillar reynslu af mannauðs- og félagsmálum hafa reynst mér vel í minni vinnu í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og munu gera áfram. Ég er tilbúin í það hlutverk og að axla þá ábyrgð að leiða listann til sigurs í næstu kosningum og þess vegna býð ég mig fram í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri 4. - 5. febrúar næstkomandi og treysti á þinn stuðning í 1. sætið. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun