Innlent

Þessi fjór­tán taka þátt í próf­kjöri Sjálf­stæðis­manna í Hafnar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Efri röð: Örn, Kristín, Helga Ingólfsdóttir, Rósa, Magnús Ægir, Bjarni, Guðbjörg Oddný og Skarphéðinn Orri. Neðri röð: Þórður Heimir, Díana Björk, Kristinn og Helga Björg. Á myndina vantar: Hilmar og Lovísu Björgu.
Efri röð: Örn, Kristín, Helga Ingólfsdóttir, Rósa, Magnús Ægir, Bjarni, Guðbjörg Oddný og Skarphéðinn Orri. Neðri röð: Þórður Heimir, Díana Björk, Kristinn og Helga Björg. Á myndina vantar: Hilmar og Lovísu Björgu. Aðsend/Silla Páls

Fjórtán manns taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fer dagana 3. til 5. mars næstkomandi.

Í tilkynnigu frá Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði segir að framboðsfrestur hafi runnið út 15. janúar síðastliðinn og hafi nú öll framboðin verið úrskurðuð gild.

Frambjóðendur eru eftirfarandi:

  • Þórður Heimir Sveinsson, lögmaður
  • Örn Geirsson, verkefnastjóri og sölumaður
  • Bjarni Geir Lúðvíksson, framkvæmdastjóri
  • Díana Björk Olsen, ráðgjafi og verkefnastjóri
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi og varaþingmaður
  • Helga Ingólfsdóttir, bókari og bæjarfulltrúi
  • Helga Björg Loftsdóttir, meistaranemi
  • Hilmar Ingimundarson, viðskiptafræðingur
  • Kristinn Andersen, verkfræðingur og forseti bæjarstjórnar
  • Kristín María Thoroddsen, bæjarfulltrúi
  • Lovísa Björg Traustadóttir, framkvæmdastjóri og varabæjarfulltrúi
  • Magnús Ægir Magnússon, rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi
  • Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri
  • Orri Björnsson, forstjóri og varabæjarfulltrúi

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð ellefu bæjarfulltrúum. Eftir kosningarnar 2018 myndaði Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta ásamt Framsóknarflokknum og óháðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×