Svona gætu sorptunnurnar þínar litið út í vor Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2022 06:00 Tillaga starfshópsins að fyrirkomulagi íláta við fjölbýlishús. Stærð og fjöldi þeirra á að taka mið af fjölda íbúa. SSH Starfshópur á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hefur lagt fram tillögur að samræmdu sorphirðukerfi. Í þeim er lagt til að fjórum flokkum af sorpi verið safnað við öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Um að ræða tunnur fyrir lífrænan heimilisúrgang, blandað heimilissorp, plastumbúðir og loks pappír og pappa. Misjafnt er nú milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hversu margar tunnur eru við heimili og hvað fer í þær. Í skýrslu starfshópsins um samræmda úrgangsflokkun er gert ráð fyrir að innleiðing hefjist í völdum hverfum í vor og verði lokið vorið 2023. Skýrslan er nú til umfjöllunar hjá aðildarsveitarfélögum SSH og er vonast til að umræðu ljúki á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sorpu en kerfið er sagt í samræmi við þær breytingar sem taka gildi á lögum um söfnun á úrgangi við heimili um næstu áramót. Tvískiptar tunnur einnig í boði Lagt er til að tvískiptar tunnur verði í boði við heimili þar sem pláss er af skornum skammti. Þá verði lífrænum eldhúsúrgangi og blönduðum úrgangi safnað í sitthvort hólfið í sömu tunnunni og plastumbúðum annars vegar og pappír og pappa hins vegar í aðra tvískipta tunnu. Gunnar Einarsson, formaður stjórnar SSH, segir að sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi sé mikilvæg aðgerð til að gas- og jarðgerðarstöðin GAJA geti unnið moltu úr slíkum úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Tillaga að fyrirkomulagi við sérbýli.SSH „Samræming sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi yrði mikið framfaraskref fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin hafa unnið náið saman í samstarfi við fulltrúa Sorpu undanfarna mánuði við gerð skýrslunnar og það er mín von að sveitarfélögin öll taki vel í tillögur að innleiðingu á nýju kerfi. Samræmt kerfi yrði betra en ósamræmt kerfi og myndi auðvelda íbúum að flokka úrgang sinn. Það auðveldar einnig fyrirtækjum sem meðhöndla úrganginn að koma honum í réttan farveg,“ er haft eftir Gunnari í tilkynningu. Vilja fjölga grenndarstöðvum Skýrsluhöfundar leggja til að lífrænum eldhúsúrgangi verði safnað í bréfpoka sem sveitarfélögin útvegi íbúum. Pokarnir eru sagðir hafa gefist mjög vel á Norðurlöndunum og skipta lykilmáli til að hægt sé að vinna nothæfa moltu úr lífrænum úrgangi í GAJU. Til viðbótar við fjögurra flokka kerfi við heimili er lagt til að grenndarstöðvanetið verði þétt og að gleri, málmum, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum verði safnað á grenndarstöðvum sem verði í um það bil 500 metra fjarlægð frá hverju heimili. Samkvæmt tillögunum verða stærri grenndarstöðvar í um það bil 1.000 metra fjarlægð frá hverju heimili og þar bætast við gámar fyrir pappír og pappa, og plast. Hlutverk endurvinnslustöðva Sorpu verður óbreytt en þar geta íbúar höfuðborgarsvæðisins skilað öllum helstu úrgangsflokkum til meðhöndlunar. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Kjósarhreppur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Um að ræða tunnur fyrir lífrænan heimilisúrgang, blandað heimilissorp, plastumbúðir og loks pappír og pappa. Misjafnt er nú milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hversu margar tunnur eru við heimili og hvað fer í þær. Í skýrslu starfshópsins um samræmda úrgangsflokkun er gert ráð fyrir að innleiðing hefjist í völdum hverfum í vor og verði lokið vorið 2023. Skýrslan er nú til umfjöllunar hjá aðildarsveitarfélögum SSH og er vonast til að umræðu ljúki á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sorpu en kerfið er sagt í samræmi við þær breytingar sem taka gildi á lögum um söfnun á úrgangi við heimili um næstu áramót. Tvískiptar tunnur einnig í boði Lagt er til að tvískiptar tunnur verði í boði við heimili þar sem pláss er af skornum skammti. Þá verði lífrænum eldhúsúrgangi og blönduðum úrgangi safnað í sitthvort hólfið í sömu tunnunni og plastumbúðum annars vegar og pappír og pappa hins vegar í aðra tvískipta tunnu. Gunnar Einarsson, formaður stjórnar SSH, segir að sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi sé mikilvæg aðgerð til að gas- og jarðgerðarstöðin GAJA geti unnið moltu úr slíkum úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Tillaga að fyrirkomulagi við sérbýli.SSH „Samræming sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi yrði mikið framfaraskref fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin hafa unnið náið saman í samstarfi við fulltrúa Sorpu undanfarna mánuði við gerð skýrslunnar og það er mín von að sveitarfélögin öll taki vel í tillögur að innleiðingu á nýju kerfi. Samræmt kerfi yrði betra en ósamræmt kerfi og myndi auðvelda íbúum að flokka úrgang sinn. Það auðveldar einnig fyrirtækjum sem meðhöndla úrganginn að koma honum í réttan farveg,“ er haft eftir Gunnari í tilkynningu. Vilja fjölga grenndarstöðvum Skýrsluhöfundar leggja til að lífrænum eldhúsúrgangi verði safnað í bréfpoka sem sveitarfélögin útvegi íbúum. Pokarnir eru sagðir hafa gefist mjög vel á Norðurlöndunum og skipta lykilmáli til að hægt sé að vinna nothæfa moltu úr lífrænum úrgangi í GAJU. Til viðbótar við fjögurra flokka kerfi við heimili er lagt til að grenndarstöðvanetið verði þétt og að gleri, málmum, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum verði safnað á grenndarstöðvum sem verði í um það bil 500 metra fjarlægð frá hverju heimili. Samkvæmt tillögunum verða stærri grenndarstöðvar í um það bil 1.000 metra fjarlægð frá hverju heimili og þar bætast við gámar fyrir pappír og pappa, og plast. Hlutverk endurvinnslustöðva Sorpu verður óbreytt en þar geta íbúar höfuðborgarsvæðisins skilað öllum helstu úrgangsflokkum til meðhöndlunar.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær Kjósarhreppur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira