Enski boltinn

Brentford staðfestir samning við Christian Eriksen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Eriksen í leiknum afdrifaríka á móti Finnum á EM.
Christian Eriksen í leiknum afdrifaríka á móti Finnum á EM. EPA-EFE/Friedemann Vogel

Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen snýr aftur í fótboltann og það í ensku úrvalsdeildina.

Eriksen hefur ekki spilað fótbolta síðan að hjarta hans hætti að slá í fyrsta leik Dana á Evrópumótinu síðasta sumar. Lækna- og sjúkraliði á Parken tókst að lífga hann við á vellinum og hann hefur náð sér.



Eriksen var líka staðráðinn að snúa aftur inn á fótboltavöllinn og dreymir um að spila með danska landsliðinu á HM í Katar í nóvember.

Gott skref í þá átt var að komast að hjá liði í sterkri deild og það tókst þessum 29 ára gamla leikmanni.

Enska úrvalsdeildarfélagið Brentford staðfesti í morgun samning við danska landsliðsmiðjumanninn. Hann gerir sex mánaða samning við félagið eða út þetta tímabil.

Christian Eriksen kemur til enska félagsins á frjálsri sölu en ítalska félagið hafði sagt upp samningi hans eftir að ljóst var að hann fengi ekki leyfi til að spila í Seríu A með gangráð.

Eriksen þekkir vel til í ensku úrvalsdeildinni en hann spilaði með Tottenham Hotspur í sjö ár frá 2013 til 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×