Körfubolti

Isabella Ósk með hæsta framlag íslensks leikmanns í einum leik í deildinni í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Isabella Ósk Sigurðardóttir var frábær í gær.
Isabella Ósk Sigurðardóttir var frábær í gær. S2 Sport

Blikastúlkan Isabella Ósk Sigurðardóttir átti magnaðan leik þegar Breiðablik sótti sigur á heimavöll Íslandsmeistara Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta í gær.

Isabella Ósk var með 25 stig, 19 fráköst, 5 stolna bolta og 3 stoðsendingar í leiknum. Hún átti mestan þátt í því að Breiðablik vann leikinn með tólf stiga mun, 78-66.

Stóru stelprnar hjá Valsliðinu, Ásta Júlía Grímsdóttir og Heta Marjatta Aijanen, komust lítið áfram gegn Ísabellu í teignm en aðeins 4 af 17 skotum þeirra Ástu og Hetu fóru rétta leið í körfuna.

Isabella fékk alls 43 framlagsstig fyrir frammistöðu sína sem er það hæsta sem íslenskur leikmaður hefur náð í einum leik í deildinni í vetur.

Hún gerði þar betur Dagný Lísa Davíðsdóttir hjá Fjölni sem hafði bæði átt leiki í vetur með 41 og 40 framlagsstigum. Fjórir erlendir leikmenn hafa náð hærra framlagi í einum leik í vetur en það mesta er 53 framlagsstig hjá Fjölniskonunni Sönju Orozovic í desember.

Þetta var aftur á móti langhæsta framlag hjá einum leikmanni á móti Íslandsmeisturum Vals í vetur en áður hafði Aliyah A'taeya Collier hjá Njarðvík skilaði hæsta framlagi á móti Val eða 36 framlagsstigyum í byrjun desember.

Isabella Ósk missti af stórum hluta tímabilsins en er heldur betur komin á fullt og um leið er Blikaliðið til alls líklegt eins og sást á úrslitunum í gær.

  • Hæsta framlag hjá íslenskum leikmanni í einum leik í Subway-deild kvenna í vetur:
  • 43 - Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðabliki á móti Val 30. janúar
  • 41 - Dagný Lísa Davíðsdóttir, Fjölni á móti Keflavík 1. desember
  • 40 - Dagný Lísa Davíðsdóttir, Fjölni á móti Haukum 5. desember
  • 37 - Isabella Ósk Sigurðardóttir, Breiðabliki á móti Keflavík 15. desember
  • 32 - Hekla Eik Nökkvadóttir, Grindavík á móti Fjölni 15. desember
  • 32 - Dagný Lísa Davíðsdóttir, Fjölni á móti Grindavík 15. desember
  • 29 - Lovísa Björt Henningsdóttir, Haukum á móti Grindavík 24. október



Fleiri fréttir

Sjá meira


×