Metaregn hjá Matthildi á RIG um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 12:30 Matthildur Óskarsdóttir byrjar nýja árið frábærlega. Instagram/@matthilduroskarsdottir Matthildur Óskarsdóttir lofaði því þegar hún var valin Íþróttakona Seltjarnarness fyrir árið 2021 að 2022 yrði alveg geggjað ár. Hún er strax byrjuð að standa við þau stóru orð. Matthildur fór nefnilega á kostum í Kraftlyftingakeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöllinni í gær. Uppskera Matthildar voru 26 met, átján Íslandsmet unglinga, fjögur Íslandsmet fullorðinna, tvö Norðurlandamet unglinga og tvö Evrópumet unglinga. View this post on Instagram A post shared by Matthildur ÓskarsDÓTTIR (@matthilduroskarsdottir) Matthildur tvíbætti Evrópumet unglinga í bekkpressu, fyrst með því að lyfta 120 kílóum og svo með því að fara upp með 122,5 kíló. Matthildur keppir í mínus 84 kílóa flokki. Hún setti Evrópumetin og Norðurlandametin í bekkpressunni en þar var hún einnig með Íslandsmet fullorðinna. Matthildur var þar að bæta sig um fimm kíló. Hún bætti sig um níu kíló í í hnébeygju og setti Íslandsmet unglinga með því að lyfta 150 kílóum. Hún bætti sig um fimmtán kíló í réttstöðulyftu og setti Íslandsmet unglinga með því að fara upp með 165 kíló. Það þýddi að Matthildur lyfti alls 437,5 kílóum sem er 52 kílóa bæting hjá henni og nýtt Íslandsmet unglinga. „Gaman að stíga aftur á keppnispallinn í þrílyftunni eftir að hafa ekki æft það að viti seinasta 2,5 árið,“ skrifaði Matthildur í samantekt á Instagrím síðunni sinni. Fjöldi annarra alþjóðlegra meta voru slegin á mótinu. Kimberly Walford tvíbætti heimsmetið í Master 1 í hnébeygju, fyrst með því að lyfta 187,5 kílóum og svo með því að lyfta 192,5 kílóum. Einnig tvíbætti Kimberly heimsmetið í Master 1 í samanlögðu en hún endaði með því að lyfta samanlagt 547,5 kílóum. Elsa Pálsdóttir sló síðan þrjú heimsmet í Master 3. Hún lyfti 137,5 kílóum í hnébeygju, 162,5 kílóum í réttstöðulyftu og var samanlagt með 362,5 kíló. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands) Seltjarnarnes Kraftlyftingar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Matthildur fór nefnilega á kostum í Kraftlyftingakeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöllinni í gær. Uppskera Matthildar voru 26 met, átján Íslandsmet unglinga, fjögur Íslandsmet fullorðinna, tvö Norðurlandamet unglinga og tvö Evrópumet unglinga. View this post on Instagram A post shared by Matthildur ÓskarsDÓTTIR (@matthilduroskarsdottir) Matthildur tvíbætti Evrópumet unglinga í bekkpressu, fyrst með því að lyfta 120 kílóum og svo með því að fara upp með 122,5 kíló. Matthildur keppir í mínus 84 kílóa flokki. Hún setti Evrópumetin og Norðurlandametin í bekkpressunni en þar var hún einnig með Íslandsmet fullorðinna. Matthildur var þar að bæta sig um fimm kíló. Hún bætti sig um níu kíló í í hnébeygju og setti Íslandsmet unglinga með því að lyfta 150 kílóum. Hún bætti sig um fimmtán kíló í réttstöðulyftu og setti Íslandsmet unglinga með því að fara upp með 165 kíló. Það þýddi að Matthildur lyfti alls 437,5 kílóum sem er 52 kílóa bæting hjá henni og nýtt Íslandsmet unglinga. „Gaman að stíga aftur á keppnispallinn í þrílyftunni eftir að hafa ekki æft það að viti seinasta 2,5 árið,“ skrifaði Matthildur í samantekt á Instagrím síðunni sinni. Fjöldi annarra alþjóðlegra meta voru slegin á mótinu. Kimberly Walford tvíbætti heimsmetið í Master 1 í hnébeygju, fyrst með því að lyfta 187,5 kílóum og svo með því að lyfta 192,5 kílóum. Einnig tvíbætti Kimberly heimsmetið í Master 1 í samanlögðu en hún endaði með því að lyfta samanlagt 547,5 kílóum. Elsa Pálsdóttir sló síðan þrjú heimsmet í Master 3. Hún lyfti 137,5 kílóum í hnébeygju, 162,5 kílóum í réttstöðulyftu og var samanlagt með 362,5 kíló. View this post on Instagram A post shared by Kraftlyftingasamband I slands (@kraftlyftingasamband_islands)
Seltjarnarnes Kraftlyftingar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira