Innlent

Tveir skjálftar yfir þremur mældust norður af landinu í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Skjálftarnir tveir urðu á þriðja tímanum í nótt.
Skjálftarnir tveir urðu á þriðja tímanum í nótt. Veðurstofa Ísland

Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust norður af landinu í nótt. Sá fyrri varð klukkan 2:35 og sá síðari klukkan 2:40.

Fyrri skjálftinn var 3,3 að stærð og sá seinni 3,5. Báðir skjálftarnir urðu um 11 kílómetrum suðsuðaustur af Grímsey. Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Þar segir að Veðurstofunni hafi ekki borist tilkynningar um að skjálftarnir hafi fundist en nokkrir smærri eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×