Orkulaus orkuskipti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2022 09:02 Stærsta verkefni samfélagsins næstu ára er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ein af meginforsendum þess er að tryggja framgang orkuskipta í landi grænnar orku. Það er því ekki úr vegi að við stöldrum við þau mörk sem liggja milli ábyrgrar náttúrunýtingar og sjálfbærrar þróunar. Ísland hefur sett metnaðarfullt markmið um jarðefnaeldsneytisleysi 2040. Viðreisn hefur verið nokkuð sátt við það markmið. Hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að ná því markmiði er hins vegar óljóst og engin trúverðug áætlun hefur fylgt fallegum loforðum. Ágreiningur okkar við ríkisstjórnina í loftslagsmálum felst fyrst og fremst í því að hljóð og mynd hafa ekki farið saman. Það hefur vantað samhengi milli orða og athafna. Bara falleg orð? Fyrirheit um orkuskipti verða bara falleg orð ef ekki er sagt hvernig tryggja skuli framboð og afhendingu raforku. Við þurfum meiri orku ef við ætlum á annað borð að fara af krafti í hröð orkuskipti. Til viðbótar þarf orku fyrirfjölgun hátæknifyrirtækja, aukið fiskeldi á landi og stórfellda grænmetisræktun. Það er heldur ekki trúverðug, vænleg eða djörf framtíðarsýn að krossa fingur og vona að mikilvægur iðnaður flýi úr landi til að hægt sé að fara í orkuskipti. Það er því ljóst að auka þarf raforkuvinnslu í landinu og forgangsraða henni í þágu orkuskipta og grænnar atvinnuuppbyggingar. Allt síðasta kjörtímabil sátu orkumálaráðherra og umhverfisráðherra með hendur í skauti. Það var engin hreyfing, algjör kyrrstaða. Fyrir vikið höfum við tapað dýrmætum tíma í baráttunni fyrir umbótum og raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Kyrrstaðan stafaði ekki af skorti á undirbúningi, ekki af skorti á skýrslum eða þekkingu og ekki á skorti á tölfræðilegum gögnum. Öll vissu hvað þurfti að gera. Ástæðan fyrir athafnaleysinu var pólitískt samkomulag stjórnarflokkanna um kyrrstöðu. Störukeppni stjórnarflokkanna hefur verið dýrkeypt. Tapaður tími sem vinna þarf upp Fyrir vikið þurfum við að fara fram með miklu meiri krafti nú. Það er enginn vegur fyrir stjórnarflokkana að halda kyrrstöðupólitíkinni áfram í orkumálum, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Við þurfum að vinna upp tapaðan tíma. Orkuskorturinn og slæmt ástand flutningskerfis raforku kemur reyndar nýjum ráðherra orku-og loftslagsmála á óvart. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samfellt stjórnað orkumálum í níu ár. Á þeirra vakt hafa atvinnufyrirtæki á landsbyggðinni ekki getað gengið að nægilega áreiðanlegri orku og þurfa þess í stað að reiða sig á olíu. Heilu landssvæðin hafa þar að auki ekki aðgang að rafmagni sem svarar þörf heimila og fyrirtækja. Hvað þá þriggja fasa rafmagni. Við höfum einsett okkur að verða á næstu átján árum fyrsta þjóðin í heiminum sem losar sig að fullu við jarðefnaeldsneyti. Þetta er djarft markmið. En það er gerlegt að ná því. Vandinn er að við þurfum að tryggja raforkuna til að standa undir því markmiði. Líka ef við viljum tryggja raforkuöryggi landsmanna og fá til landsins græn og framsækin atvinnutækifæri. Ég hef þá trú að við getum náð markmiðunum um orkuskipti á settum tíma. En til þess þarf að setja vinnuvélarnar strax af stað. Það verður ekki hjá því komist að nýta þá virkjunarkosti sem sátt er um. Auðvitað á að flokka orkukosti með tilliti til áhrifa á náttúru, menningu og minjar, samfélag og efnahag og nýta þá raforku sem framleiða má á núverandi virkjanasvæðum. En það er líka óhjákvæmilegt að líta til þeirra nýtingakosta sem nú þegar eru á rammaáætlun. Ríkisstjórnin þarf að tryggja skynsamlega uppbyggingu nýrrar raforkuvinnslu og styrkingu flutningskerfisins. Mikilvægt er að tryggja að öll virkjunaráform fari í að tryggja orku í loftslagstengdar aðgerðir og raforkuöryggi. Orkuráðherrann hefur engan umþóttunartíma. Hann þarf nú þegar að taka af skarið og segja skýrt og skilmerkilega hvernig Ísland verður laust við jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa og hvaðan orkan til þess mun koma. Frekari kyrrstaða ríkisstjórnarinnar er ekki í boði. Framtíðin kallar. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Orkumál Viðreisn Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Stærsta verkefni samfélagsins næstu ára er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ein af meginforsendum þess er að tryggja framgang orkuskipta í landi grænnar orku. Það er því ekki úr vegi að við stöldrum við þau mörk sem liggja milli ábyrgrar náttúrunýtingar og sjálfbærrar þróunar. Ísland hefur sett metnaðarfullt markmið um jarðefnaeldsneytisleysi 2040. Viðreisn hefur verið nokkuð sátt við það markmið. Hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að ná því markmiði er hins vegar óljóst og engin trúverðug áætlun hefur fylgt fallegum loforðum. Ágreiningur okkar við ríkisstjórnina í loftslagsmálum felst fyrst og fremst í því að hljóð og mynd hafa ekki farið saman. Það hefur vantað samhengi milli orða og athafna. Bara falleg orð? Fyrirheit um orkuskipti verða bara falleg orð ef ekki er sagt hvernig tryggja skuli framboð og afhendingu raforku. Við þurfum meiri orku ef við ætlum á annað borð að fara af krafti í hröð orkuskipti. Til viðbótar þarf orku fyrirfjölgun hátæknifyrirtækja, aukið fiskeldi á landi og stórfellda grænmetisræktun. Það er heldur ekki trúverðug, vænleg eða djörf framtíðarsýn að krossa fingur og vona að mikilvægur iðnaður flýi úr landi til að hægt sé að fara í orkuskipti. Það er því ljóst að auka þarf raforkuvinnslu í landinu og forgangsraða henni í þágu orkuskipta og grænnar atvinnuuppbyggingar. Allt síðasta kjörtímabil sátu orkumálaráðherra og umhverfisráðherra með hendur í skauti. Það var engin hreyfing, algjör kyrrstaða. Fyrir vikið höfum við tapað dýrmætum tíma í baráttunni fyrir umbótum og raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Kyrrstaðan stafaði ekki af skorti á undirbúningi, ekki af skorti á skýrslum eða þekkingu og ekki á skorti á tölfræðilegum gögnum. Öll vissu hvað þurfti að gera. Ástæðan fyrir athafnaleysinu var pólitískt samkomulag stjórnarflokkanna um kyrrstöðu. Störukeppni stjórnarflokkanna hefur verið dýrkeypt. Tapaður tími sem vinna þarf upp Fyrir vikið þurfum við að fara fram með miklu meiri krafti nú. Það er enginn vegur fyrir stjórnarflokkana að halda kyrrstöðupólitíkinni áfram í orkumálum, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Við þurfum að vinna upp tapaðan tíma. Orkuskorturinn og slæmt ástand flutningskerfis raforku kemur reyndar nýjum ráðherra orku-og loftslagsmála á óvart. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samfellt stjórnað orkumálum í níu ár. Á þeirra vakt hafa atvinnufyrirtæki á landsbyggðinni ekki getað gengið að nægilega áreiðanlegri orku og þurfa þess í stað að reiða sig á olíu. Heilu landssvæðin hafa þar að auki ekki aðgang að rafmagni sem svarar þörf heimila og fyrirtækja. Hvað þá þriggja fasa rafmagni. Við höfum einsett okkur að verða á næstu átján árum fyrsta þjóðin í heiminum sem losar sig að fullu við jarðefnaeldsneyti. Þetta er djarft markmið. En það er gerlegt að ná því. Vandinn er að við þurfum að tryggja raforkuna til að standa undir því markmiði. Líka ef við viljum tryggja raforkuöryggi landsmanna og fá til landsins græn og framsækin atvinnutækifæri. Ég hef þá trú að við getum náð markmiðunum um orkuskipti á settum tíma. En til þess þarf að setja vinnuvélarnar strax af stað. Það verður ekki hjá því komist að nýta þá virkjunarkosti sem sátt er um. Auðvitað á að flokka orkukosti með tilliti til áhrifa á náttúru, menningu og minjar, samfélag og efnahag og nýta þá raforku sem framleiða má á núverandi virkjanasvæðum. En það er líka óhjákvæmilegt að líta til þeirra nýtingakosta sem nú þegar eru á rammaáætlun. Ríkisstjórnin þarf að tryggja skynsamlega uppbyggingu nýrrar raforkuvinnslu og styrkingu flutningskerfisins. Mikilvægt er að tryggja að öll virkjunaráform fari í að tryggja orku í loftslagstengdar aðgerðir og raforkuöryggi. Orkuráðherrann hefur engan umþóttunartíma. Hann þarf nú þegar að taka af skarið og segja skýrt og skilmerkilega hvernig Ísland verður laust við jarðefnaeldsneyti fyrst allra landa og hvaðan orkan til þess mun koma. Frekari kyrrstaða ríkisstjórnarinnar er ekki í boði. Framtíðin kallar. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun