„Þetta er auðvitað mikil breyting“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2022 12:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aðgerðaráætlun í átt að afléttingu allra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins séu mikil breyting fyrir samfélagið. Hún vonast til þess að hægt verði að fylgja öllum skrefum áætlunarinnar þannig að öllu verði hér aflétt um miðjan mars-mánuð. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Katrínar er hún ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann að loknum fréttamannafundi þar sem fyrstu skref í átt að afléttingu sóttvarnaraðgerða voru kynnt, en nánar má lesa um þau hér. „Þetta er auðvitað mikil breyting en um leið mjög varfærin breyting. Það skiptir máli að við séum að taka þessu öruggu en varfærnu skref,“ sagði Katrín. Stefnt er að því að aflétting aðgerða fari fram í þremur skrefum og tekur fyrsta skrefið gildi á miðnætti. Þá mega fimmtíu koma saman auk ýmissa annarra ráðstafana. Í ljósi þess hversu margir greinast með Covid-19 á hverjum degi hér á landi reiknar Katrín með að næstu vikur geti orðið strembnar. „Þetta er auðvitað ótrulegur fjöldi sem er að smitast á hverjum degi og það er auðvitað áskorun fyrir stofnanir samfélagsins, sagði Katrín og bætti við að á næstu vikum gætu reynst snúnar fyrir skóla, opinberar stofnanir og atvinnulífið ef margir þurfa að fara í einangrun.“ Þær aðgerðir sem taka gildi á miðnætti gilda í um þrjár vikur og ef allt gengur vel mun næsta skref verða stigið í átt að fullri afléttingu, og verða samkomutakmarkanir rýmkaðar enn frekar. Þó með þeim fyrirvara að allt gangi vel en Katrín sagði að með því að kynna fyrstu aðgerðir í dag væri enn svigrúm til að grípa í bremsuna þróist faraldurinn í verri átt en reiknað er með í dag. „Okkar fannst rétt að taka ákvörðun um fyrsta skrefið en að við munum miða við þessa afléttingaráætlun og ef allt gengur vel þá munum við fylgja henni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Katrínar er hún ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann að loknum fréttamannafundi þar sem fyrstu skref í átt að afléttingu sóttvarnaraðgerða voru kynnt, en nánar má lesa um þau hér. „Þetta er auðvitað mikil breyting en um leið mjög varfærin breyting. Það skiptir máli að við séum að taka þessu öruggu en varfærnu skref,“ sagði Katrín. Stefnt er að því að aflétting aðgerða fari fram í þremur skrefum og tekur fyrsta skrefið gildi á miðnætti. Þá mega fimmtíu koma saman auk ýmissa annarra ráðstafana. Í ljósi þess hversu margir greinast með Covid-19 á hverjum degi hér á landi reiknar Katrín með að næstu vikur geti orðið strembnar. „Þetta er auðvitað ótrulegur fjöldi sem er að smitast á hverjum degi og það er auðvitað áskorun fyrir stofnanir samfélagsins, sagði Katrín og bætti við að á næstu vikum gætu reynst snúnar fyrir skóla, opinberar stofnanir og atvinnulífið ef margir þurfa að fara í einangrun.“ Þær aðgerðir sem taka gildi á miðnætti gilda í um þrjár vikur og ef allt gengur vel mun næsta skref verða stigið í átt að fullri afléttingu, og verða samkomutakmarkanir rýmkaðar enn frekar. Þó með þeim fyrirvara að allt gangi vel en Katrín sagði að með því að kynna fyrstu aðgerðir í dag væri enn svigrúm til að grípa í bremsuna þróist faraldurinn í verri átt en reiknað er með í dag. „Okkar fannst rétt að taka ákvörðun um fyrsta skrefið en að við munum miða við þessa afléttingaráætlun og ef allt gengur vel þá munum við fylgja henni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira