Jafnrétti er allskyns Tatjana Latinovic skrifar 27. janúar 2022 09:00 Kvenréttindafélag Íslands fagnar í dag 115 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað þann 27. janúar 1907 með það að markmiði að berjast fyrir kosningarétti kvenna og hefur alla tíð unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þrátt fyrir að hafa starfað á aðra öld er félagið enn ungt í anda, enda nauðsyn til. Mikilvægt er að tryggja það að við öll sem búum á Íslandi njótum jafnra réttinda og góðs af gæðum samfélagsins. Hjartað í baráttu Kvenréttindafélagsins hefur ávallt verið að tryggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og aðgengi að ákvarðanatöku. Sá árangur sem við höfum þó þegar náð í jafnréttismálum hefur að miklu leyti áunnist vegna þess að konur hafa verið kjörnar í embætti, hvort sem er í sveitarstjórnum eða á Alþingi, og hafa þar með vald til að setja mál á dagskrá og atkvæðisrétt til að greiða þeim málum atkvæði. Konum sem eru kjörnar í sveitarstjórnir hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin og eru eftir síðustu kosningar 47% sveitarstjórnarfulltrúa. Jafnt hlutfall kvenna á við karla í sveitarstjórnum er stór áfangi í sögu íslenska lýðveldisins og honum ber að sjálfsögðu að fagna. En einnig er okkur nauðsynlegt að hlúa að þessum árangri, því ef ekki er að gætt er hætta á því að konum fækki á ný í sveitarstjórnum. Skemmst er að minnast Alþingiskosninganna 2017, þegar hlutfall kvenna á Alþingi hrapaði úr 47% í 38%. Á sama tíma er mikilvægt að við sem samfélag lítum alvarlega á leiðir til að auka fjölbreytileika í stjórnkerfi okkar. Samfélag okkar verður litríkara og fjölbreyttara með hverju árinu sem líður en sveitarstjórnir og Alþingi endurspegla ekki þessa þróun. Aðkallandi er að tryggja að framboðslistar stjórnmálaflokka séu lýsandi fyrir fjölbreytileika sveitarfélaganna og geti þannig með sanni haft hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Íbúar á Íslandi ganga til sveitarstjórnarkosninga í maí á þessu ári. Kvenréttindafélag Íslands skorar á íslenska stjórnmálaflokka að huga að þátttöku kvenna og fjölbreytileika í framboðslistum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2022, og setji sér reglur þar að lútandi. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa standa á næstu vikum fyrir átaki í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarsetur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og forsætisráðuneytið, þar sem mikilvægi fjölbreytileika í sveitarstjórnum er til umfjöllunar ásamt hvatningu til að kjósa fjölbreytt fólk til stjórnar. Jafnrétti mun aðeins nást þegar fjölbreytt fólk af öllum kynjum tekur þátt. Er gott framboð á þínum lista? Kjósum jafnrétti í vor. #JÁTAK Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Tatjana Latinovic Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands fagnar í dag 115 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað þann 27. janúar 1907 með það að markmiði að berjast fyrir kosningarétti kvenna og hefur alla tíð unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þrátt fyrir að hafa starfað á aðra öld er félagið enn ungt í anda, enda nauðsyn til. Mikilvægt er að tryggja það að við öll sem búum á Íslandi njótum jafnra réttinda og góðs af gæðum samfélagsins. Hjartað í baráttu Kvenréttindafélagsins hefur ávallt verið að tryggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og aðgengi að ákvarðanatöku. Sá árangur sem við höfum þó þegar náð í jafnréttismálum hefur að miklu leyti áunnist vegna þess að konur hafa verið kjörnar í embætti, hvort sem er í sveitarstjórnum eða á Alþingi, og hafa þar með vald til að setja mál á dagskrá og atkvæðisrétt til að greiða þeim málum atkvæði. Konum sem eru kjörnar í sveitarstjórnir hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu árin og eru eftir síðustu kosningar 47% sveitarstjórnarfulltrúa. Jafnt hlutfall kvenna á við karla í sveitarstjórnum er stór áfangi í sögu íslenska lýðveldisins og honum ber að sjálfsögðu að fagna. En einnig er okkur nauðsynlegt að hlúa að þessum árangri, því ef ekki er að gætt er hætta á því að konum fækki á ný í sveitarstjórnum. Skemmst er að minnast Alþingiskosninganna 2017, þegar hlutfall kvenna á Alþingi hrapaði úr 47% í 38%. Á sama tíma er mikilvægt að við sem samfélag lítum alvarlega á leiðir til að auka fjölbreytileika í stjórnkerfi okkar. Samfélag okkar verður litríkara og fjölbreyttara með hverju árinu sem líður en sveitarstjórnir og Alþingi endurspegla ekki þessa þróun. Aðkallandi er að tryggja að framboðslistar stjórnmálaflokka séu lýsandi fyrir fjölbreytileika sveitarfélaganna og geti þannig með sanni haft hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Íbúar á Íslandi ganga til sveitarstjórnarkosninga í maí á þessu ári. Kvenréttindafélag Íslands skorar á íslenska stjórnmálaflokka að huga að þátttöku kvenna og fjölbreytileika í framboðslistum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2022, og setji sér reglur þar að lútandi. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa standa á næstu vikum fyrir átaki í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarsetur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og forsætisráðuneytið, þar sem mikilvægi fjölbreytileika í sveitarstjórnum er til umfjöllunar ásamt hvatningu til að kjósa fjölbreytt fólk til stjórnar. Jafnrétti mun aðeins nást þegar fjölbreytt fólk af öllum kynjum tekur þátt. Er gott framboð á þínum lista? Kjósum jafnrétti í vor. #JÁTAK Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun