Undanþága veitt frá sóttvarnareglum á Bessastöðum Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2022 14:45 Engum datt í hug að vera með grímu þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum í gær. Forseti Íslands var gestgjafi en á myndinni má sjá Heiðar Inga Svansson formann Fibut flytja ávarp. skjáskot/ruv Nokkurrar undrunar gætir á samfélagsmiðlum vegna þess sem sjá mátti í útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Bessastöðum í gærkvöldi, þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent: Ekki verði betur séð en lög um sóttvarnir séu þar þverbrotin. Ekki segir skrifstofa forseta Íslands. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin og ávarpaði salinn en gestir voru fimmtíu. Sem sátu prúðbúnir og grímulausir. Heiðar Ingi Svansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem hafa veg og vanda að verðlaunum, vill ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því. „No comment,“ segir formaðurinn og bendir á að viðburðurinn sé á forræði forsetaskrifstofunnar og Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið fær undanþágu frá reglum Morgunblaðið leitaði svara við þessu álitaefni á sinni fréttavakt í gær en í blaðinu í morgun má lesa svör Sifjar Gunnarsdóttur forsetaritara við spurningum um hvort þarna hafi verið farið á svig við reglur. Á daginn kemur að Ríkisútvarpið og skrifstofa forseta Íslands fengu sérstaka undanþágu frá almennum sóttvarnareglum vegna þessa atburðar. „Rúv, í svona upptöku, er með undanþágu þannig að við sátum þarna með öllum, öllu tæknifólki og starfsfólki, og það voru undir 40 manns,“ sagði Sif í samtali við Morgunblaðið spurð í hvaða sóttvarnaregluflokk viðburðurinn hefði fallið. Sif segir að Rúv megi við slík upptökuskilyrði vinna með 40 manns í tilteknu rými. Að sögn Sifjar hefur Ríkisútvarpið sérstakar heimildir þegar slíkar aðstæður koma upp og þá að bil sé milli fólks og 40 manns sé í rýminu. En samkvæmt reglum má hafa allt að 50 manns á sitjandi sviðslistarviðburðum ef; a) allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum, b) Allir gestir noti andlitsgrímu (sem ekki var við afhendingu verðlaunanna), ekki séu seldar áfengisveitingar fyrir, á meðan og eftir að honum lýkur og d) að viðstaddir haldi kyrru fyrir í sætum sínum ef hlé er gert á viðburðinu. Það sem höfðingjarnir hafast að Einn sem tekið hefur málið upp á sinni Facebooksíðu er Leifur Ragnar Jónsson: „Hvers lags grín eru þessar sóttvarnarreglur og samkomutakmarkanir ? Mega koma fleiri en 10 saman ef að er partý á Bessastöðum? Þvílík hræsni og auðvitað í beinni á RÚV. Til að minna okkur á að það eru ekki öll jöfn fyrir reglunum?“ Nokkur umræða er í athugasemdum á Facebooksíðu Leifs Ragnars: „Ef forseti Íslands meinar orð af því sem hann hefur sagt þjóðinni í faraldrinum, hefði átt að ganga á undan með góðu fordæmi og setja upp grímu,“ segir einn og annar telur þetta lélegt. Almennt vilja þeir sem leggja orð í belg meina að það sem „höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það,“ eins og segir í Passíusálmunum. Og það séu nú ekki góðar tvíbökur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin og ávarpaði salinn en gestir voru fimmtíu. Sem sátu prúðbúnir og grímulausir. Heiðar Ingi Svansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem hafa veg og vanda að verðlaunum, vill ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því. „No comment,“ segir formaðurinn og bendir á að viðburðurinn sé á forræði forsetaskrifstofunnar og Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið fær undanþágu frá reglum Morgunblaðið leitaði svara við þessu álitaefni á sinni fréttavakt í gær en í blaðinu í morgun má lesa svör Sifjar Gunnarsdóttur forsetaritara við spurningum um hvort þarna hafi verið farið á svig við reglur. Á daginn kemur að Ríkisútvarpið og skrifstofa forseta Íslands fengu sérstaka undanþágu frá almennum sóttvarnareglum vegna þessa atburðar. „Rúv, í svona upptöku, er með undanþágu þannig að við sátum þarna með öllum, öllu tæknifólki og starfsfólki, og það voru undir 40 manns,“ sagði Sif í samtali við Morgunblaðið spurð í hvaða sóttvarnaregluflokk viðburðurinn hefði fallið. Sif segir að Rúv megi við slík upptökuskilyrði vinna með 40 manns í tilteknu rými. Að sögn Sifjar hefur Ríkisútvarpið sérstakar heimildir þegar slíkar aðstæður koma upp og þá að bil sé milli fólks og 40 manns sé í rýminu. En samkvæmt reglum má hafa allt að 50 manns á sitjandi sviðslistarviðburðum ef; a) allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum, b) Allir gestir noti andlitsgrímu (sem ekki var við afhendingu verðlaunanna), ekki séu seldar áfengisveitingar fyrir, á meðan og eftir að honum lýkur og d) að viðstaddir haldi kyrru fyrir í sætum sínum ef hlé er gert á viðburðinu. Það sem höfðingjarnir hafast að Einn sem tekið hefur málið upp á sinni Facebooksíðu er Leifur Ragnar Jónsson: „Hvers lags grín eru þessar sóttvarnarreglur og samkomutakmarkanir ? Mega koma fleiri en 10 saman ef að er partý á Bessastöðum? Þvílík hræsni og auðvitað í beinni á RÚV. Til að minna okkur á að það eru ekki öll jöfn fyrir reglunum?“ Nokkur umræða er í athugasemdum á Facebooksíðu Leifs Ragnars: „Ef forseti Íslands meinar orð af því sem hann hefur sagt þjóðinni í faraldrinum, hefði átt að ganga á undan með góðu fordæmi og setja upp grímu,“ segir einn og annar telur þetta lélegt. Almennt vilja þeir sem leggja orð í belg meina að það sem „höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það,“ eins og segir í Passíusálmunum. Og það séu nú ekki góðar tvíbökur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira