Yrði nær hjarta Mo Salah en þeir titlar sem hann hefur unnið með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 13:31 Mohamed Salah hefur verið frábær með Liverpool á leiktíðinni en hann þarf að gera mikið ætli Egyptar að vinna Afríkukeppnina í ár. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Mohamed Salah og félagar í egypska landsliðinu mæta Fílabeinsströndinni í sextán liða úrslitum Afríkukeppninnar í dag. Salah ræddi það á blaðamannafundi fyrir leikinn hvað það myndi skipta hann miklu máli að vinna titil með landsliðinu. Mohamed Salah hefur unnið bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Liverpool en þeir titlar myndu ekki standast samanburðinn við það að vinna titil með Egyptalandi. „Auðvitað vil ég vinna eitthvað með landsliðinu. Þetta er landið mitt og það sem ég elska mest,“ sagði Mohamed Salah á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það yrði allt öðruvísi að vinna þennan titil og þessi titill yrði næst hjarta mínu,“ sagði Salah eins og sjá má hér fyrir neðan. Mohamed Salah has said that if he wins AFCON with Egypt, it will be the trophy that is closest to his heart ahead of their round of 16 game against Ivory Coast. pic.twitter.com/MuYfgHMWcJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 26, 2022 Hann vann Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina árið eftir. Salah hefur verið magnaður með Liverpool á þessu tímabili en hann er með 23 mörk og 9 stoðsendingar í 26 leikjum í deild og Meistaradeild það sem af er leiktíðarinnar. „Við vorum nálægt því að vinna hann og gáfum þá allt okkar en höfðum ekki heppnina með okkur,“ sagði Salah sem tapaði í úrslitaleik Afríkukeppninnar á móti Kamerún árið 2017. Hann hefur skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjum Egyptalands í keppninni en liðið hefur aðeins skorað tvö mörk samanlagt í þeim. Salah skorað tvö mörk í fjórum leikjum í síðustu Afríkukeppni árið 2019 en þá tapaði Egyptaland 1-0 á móti Suður-Afríku í sextán liða úrslitunum. „Nú erum við komnir hingað til að berjast um nýjan titil og við verðum að gefa allt okkar til að vinna hann. Ég er viss um að hinir leikmennirnir eru sama sinnis og ég. Við verðum bara að einbeita okkur að leiknum á morgun og sjá hvað það skilar okkur,“ sagði Salah. Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Mohamed Salah hefur unnið bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Liverpool en þeir titlar myndu ekki standast samanburðinn við það að vinna titil með Egyptalandi. „Auðvitað vil ég vinna eitthvað með landsliðinu. Þetta er landið mitt og það sem ég elska mest,“ sagði Mohamed Salah á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það yrði allt öðruvísi að vinna þennan titil og þessi titill yrði næst hjarta mínu,“ sagði Salah eins og sjá má hér fyrir neðan. Mohamed Salah has said that if he wins AFCON with Egypt, it will be the trophy that is closest to his heart ahead of their round of 16 game against Ivory Coast. pic.twitter.com/MuYfgHMWcJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 26, 2022 Hann vann Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina árið eftir. Salah hefur verið magnaður með Liverpool á þessu tímabili en hann er með 23 mörk og 9 stoðsendingar í 26 leikjum í deild og Meistaradeild það sem af er leiktíðarinnar. „Við vorum nálægt því að vinna hann og gáfum þá allt okkar en höfðum ekki heppnina með okkur,“ sagði Salah sem tapaði í úrslitaleik Afríkukeppninnar á móti Kamerún árið 2017. Hann hefur skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjum Egyptalands í keppninni en liðið hefur aðeins skorað tvö mörk samanlagt í þeim. Salah skorað tvö mörk í fjórum leikjum í síðustu Afríkukeppni árið 2019 en þá tapaði Egyptaland 1-0 á móti Suður-Afríku í sextán liða úrslitunum. „Nú erum við komnir hingað til að berjast um nýjan titil og við verðum að gefa allt okkar til að vinna hann. Ég er viss um að hinir leikmennirnir eru sama sinnis og ég. Við verðum bara að einbeita okkur að leiknum á morgun og sjá hvað það skilar okkur,“ sagði Salah.
Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira