Innlent

Björgunar­skip í Sand­gerðis­höfn skemmdist í ó­veðrinu

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Kröpp lægð gekk yfir landið og urðu skemmdir á björgunarskipinu Hannesi Hafstein.
Kröpp lægð gekk yfir landið og urðu skemmdir á björgunarskipinu Hannesi Hafstein. Aflafréttir

Björgunarskipið Hannes Hafstein sem Björgunarbátasjóður Suðurnesja rekur skemmdist mikið í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær.

Frá þessu greinir fréttamiðillinn Aflafréttir.is. Báturinn var bundinn við flotbryggju í Sandgerðishöfn en stuðpúði á bryggjunni brotnaði af og járn, sem heldur stuðpúðanum, stóð eitt eftir og stakkst inn í skrokk skipsins, svo sjór flæddi inn. 

Að sögn Aflafrétta voru allir meðlimir björgunarsveitarinnar Siguvonar í Sandgerði, sem mannar bátinn, í útkalli og því enginn á svæðinu til þess að fylgjast með bátnum á þessum tíma. Sömuleiðis hafi hafnarvörður heldur ekki verið á svæðinu. 

Hannes Hafstein fer nú í slipp og samkvæmt Aflafréttum þýðir það að enginn björgunarbátur verður tiltækur á svæðinu, því hinn bátur Sigurvonar er bilaður þessa dagana.


Tengdar fréttir

Tré rifnuðu og trampolín fuku

Björgunarsveitir víðs vegar af landinu hafa haft í nógu að snúast í dag vegna veðurofsans sem gekk yfir landið. Verkefnin snerust að miklu leyti um að koma í veg fyrir tjón af völdum foks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×