Góð orka inn í þjóðfélagið Berglind Rán Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2022 14:31 Viðskiptavinir Orku náttúrunnar eru ánægðastir allra viðskiptavina þegar kemur að kaupum á rafmagni. Þetta sýna niðurstöður íslensku Ánægjuvogarinnar sem birtar voru fyrir helgi og er þetta þriðja árið í röð sem ánægja með okkar viðskiptahætti er þannig staðfest. Í þessari viðurkenningu felst mikil hvatning til okkar sem störfum hjá ON. Við viljum halda áfram að standa okkur vel og helst enn betur, því okkar er svo sannarlega ánægjan. Orkumál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans og þau hafa beina tengingu við baráttuna gegn loftslagsvánni. Við hjá Orku náttúrunnar höfum skilgreint vel hvað við viljum vera og hvert förinni er heitið. Í okkar huga snýst orkuframleiðsla og orkusala ekki bara um það að selja rafmagn til heimila og fyrirtækja á góðum kjörum, heldur snýst starfsemin ekki síður um það að vera í fararbroddi þegar kemur að því að gera Ísland að umhverfisvænu, framsýnu og sjálfbæru þjóðfélagi. Við hjá Orku náttúrunnar tökum þetta hlutverk alvarlega. Það skiptir máli hvernig orkan er framleidd og hvernig hennar er neytt. Við Íslendingar búum vel að geta gengið að endurnýjanlegri, grænni orku til notkunar heimila og fyrirtækja, en engu að síður eru brýn verkefni fyrir hendi og stór úrlausnarefni. Samgöngur á landi, sjó og lofti þurfa að verða umhverfisvænar, drifnar áfram af hreinni orku. Þess vegna hefur Orka náttúrunnar litið á það sem hlutverk sitt að byggja upp innviði fyrir orkuskipti í samgöngum. Net hraðhleðslustöðva hefur risið á Íslandi fyrir tilstuðlan ON og nú bjóðum við hverfum upp á Hverfahleðslu og heimilum upp á Heimahleðslu, sem gerir fólki enn auðveldara að eignast og reka rafmagnsbíl. Sporlaus starfsemi Við höfum ákveðið að starfsemi okkar eigi að vera sporlaus. Við höfum stigið fyrstu skrefin í þá átt með því að nota Carbfix tæknina við Hellisheiðarvirkjun sem við munum gera sporlausa árið 2025 í samstarfi við systurfyrirtæki okkar Carbfix sem og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Carbfix tæknin var þróuð í samstarfi við Háskóla Íslands. Í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi fer saman áhersla á fullnýtingu jarðhitaauðlindarinnar, nýsköpun og verðmætasköpun. Nýsköpunarfyrirtæki með aðsetur í Jarðhitagarði ON hafa þróað nýjar leiðir til þess að snúa vörn í sókn í umhverfismálum. Örþörungar eru þar ræktaðir til matvælaframleiðslu og eru þeir líklegir til þess að verða mikilvægur hluti af sjálfbæru fæðuframboði framtíðarinnar. Fyrirtækið Climeworks sýgur þar koltvísýring úr andrúmsloftinu í einni stærstu starfsemi þeirrar tegundar á jörðu og dælir honum niður með Carbfix tækninni í samstarfi við Carbfix. Allt þetta held ég að skipti miklu máli þegar fólk íhugar hvort það sé ánægt með viðskiptin við ON. Ég trúi því að kaupendur rafmagns horfi ekki bara á verð þegar þeir velja sér rafmagnssala heldur líka til þess hvort fyrirtækið hafi góð áhrif á samfélagið og stundi gegnsæ vinnubrögð. Að hafa slík áhrif er lykilatriði í okkar huga. Markmið okkar er ekki bara að veita orku á góðu verði. Það geta margir gert, eða ekki gert. Markmið okkar er stærra: Við viljum veita góðri orku inn í þjóðfélagið. Höfundur er framkvæmdastýra Orku Náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Berglind Rán Ólafsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptavinir Orku náttúrunnar eru ánægðastir allra viðskiptavina þegar kemur að kaupum á rafmagni. Þetta sýna niðurstöður íslensku Ánægjuvogarinnar sem birtar voru fyrir helgi og er þetta þriðja árið í röð sem ánægja með okkar viðskiptahætti er þannig staðfest. Í þessari viðurkenningu felst mikil hvatning til okkar sem störfum hjá ON. Við viljum halda áfram að standa okkur vel og helst enn betur, því okkar er svo sannarlega ánægjan. Orkumál eru eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans og þau hafa beina tengingu við baráttuna gegn loftslagsvánni. Við hjá Orku náttúrunnar höfum skilgreint vel hvað við viljum vera og hvert förinni er heitið. Í okkar huga snýst orkuframleiðsla og orkusala ekki bara um það að selja rafmagn til heimila og fyrirtækja á góðum kjörum, heldur snýst starfsemin ekki síður um það að vera í fararbroddi þegar kemur að því að gera Ísland að umhverfisvænu, framsýnu og sjálfbæru þjóðfélagi. Við hjá Orku náttúrunnar tökum þetta hlutverk alvarlega. Það skiptir máli hvernig orkan er framleidd og hvernig hennar er neytt. Við Íslendingar búum vel að geta gengið að endurnýjanlegri, grænni orku til notkunar heimila og fyrirtækja, en engu að síður eru brýn verkefni fyrir hendi og stór úrlausnarefni. Samgöngur á landi, sjó og lofti þurfa að verða umhverfisvænar, drifnar áfram af hreinni orku. Þess vegna hefur Orka náttúrunnar litið á það sem hlutverk sitt að byggja upp innviði fyrir orkuskipti í samgöngum. Net hraðhleðslustöðva hefur risið á Íslandi fyrir tilstuðlan ON og nú bjóðum við hverfum upp á Hverfahleðslu og heimilum upp á Heimahleðslu, sem gerir fólki enn auðveldara að eignast og reka rafmagnsbíl. Sporlaus starfsemi Við höfum ákveðið að starfsemi okkar eigi að vera sporlaus. Við höfum stigið fyrstu skrefin í þá átt með því að nota Carbfix tæknina við Hellisheiðarvirkjun sem við munum gera sporlausa árið 2025 í samstarfi við systurfyrirtæki okkar Carbfix sem og Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Carbfix tæknin var þróuð í samstarfi við Háskóla Íslands. Í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi fer saman áhersla á fullnýtingu jarðhitaauðlindarinnar, nýsköpun og verðmætasköpun. Nýsköpunarfyrirtæki með aðsetur í Jarðhitagarði ON hafa þróað nýjar leiðir til þess að snúa vörn í sókn í umhverfismálum. Örþörungar eru þar ræktaðir til matvælaframleiðslu og eru þeir líklegir til þess að verða mikilvægur hluti af sjálfbæru fæðuframboði framtíðarinnar. Fyrirtækið Climeworks sýgur þar koltvísýring úr andrúmsloftinu í einni stærstu starfsemi þeirrar tegundar á jörðu og dælir honum niður með Carbfix tækninni í samstarfi við Carbfix. Allt þetta held ég að skipti miklu máli þegar fólk íhugar hvort það sé ánægt með viðskiptin við ON. Ég trúi því að kaupendur rafmagns horfi ekki bara á verð þegar þeir velja sér rafmagnssala heldur líka til þess hvort fyrirtækið hafi góð áhrif á samfélagið og stundi gegnsæ vinnubrögð. Að hafa slík áhrif er lykilatriði í okkar huga. Markmið okkar er ekki bara að veita orku á góðu verði. Það geta margir gert, eða ekki gert. Markmið okkar er stærra: Við viljum veita góðri orku inn í þjóðfélagið. Höfundur er framkvæmdastýra Orku Náttúrunnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar