Vorkennir Alfreð sem segir Íslendingum í blóð borið að bregðast hratt við Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 14:31 Alfreð Gíslason er á sínu þriðja stórmóti sem þjálfari Þýskalands en kórónuveirufaraldurinn hefur sett svip sinn á þau öll. Getty/Marijan Murat Íþróttastjóri þýska handknattleikssambandsins segir að Alfreð Gíslasyni sé mikil vorkunn að hafa ekki enn fengið að stýra þýska landsliðinu við eðlilegar aðstæður. Sjálfur segist Alfreð vera frá Íslandi og því vanur að þurfa að bregðast fljótt við breytingum. Alfreð er á sínu þriðja stórmóti með Þýskalandi en öll hafa mótin farið fram í skugga kórónuveirufaraldursins. Alfreð var ætlað að koma Þýskalandi í allra fremstu röð á nýjan leik en fékk sáralítinn undirbúning fyrir HM í Egyptalandi fyrir ári síðan, þar sem veiran setti strik í reikninginn, og Þjóðverjar enduðu þar í 12. sæti. Til að bæta upp fyrir frestanir í þýsku deildinni vegna faraldursins hafði svo verið leikið afar þétt þar fram að Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Leikmenn fengu aðeins viku hlé fyrir leikana og Þjóðverjar féllu úr leik í 8-liða úrslitum. Fjórir leikmenn eftir Á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu hefur svo ekkert lið lent verr í kórónuveirusmitum en Þýskaland. Af þeim 17 leikmönnum sem Alfreð tók með á mótið eru aðeins fjórir enn í hópnum fyrir leikinn við Rússland á eftir. Aðrir hafa greinst með kórónuveirusmit. Þýskaland getur í besta falli endað í 7. sæti en einnig endað í 12. sæti. „Auðvitað vorkenni ég Alfreð. Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri klikkun sem þetta hefur verið, og að hann sé núna á þriðja stórmótinu en hafi ekki enn fengið eitt mót við eðlilegar aðstæður,“ sagði Axel Kromer, íþróttastjóri þýska sambandsins, við Bild. Alfreð er sjálfur ekki að æsa sig yfir hlutunum: „Ég sætti mig við stöðuna. Ef að ég fer að hugsa öðruvísi þá gera leikmennirnir það líka. Við Íslendingar komum frá svæði þar sem maður varð að geta brugðist hratt við ef eitthvað gerðist. Annað hvort brugðust menn við eða létu lífið. Þeir sem brugðust hratt við urðu eftir og hafa skilað genunum áfram,“ sagði Alfreð. „Ég er stoltur af strákunum og hef notið þess í botn að vinna með liðinu,“ sagði Alfreð. EM karla í handbolta 2022 Íslendingar erlendis Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Alfreð er á sínu þriðja stórmóti með Þýskalandi en öll hafa mótin farið fram í skugga kórónuveirufaraldursins. Alfreð var ætlað að koma Þýskalandi í allra fremstu röð á nýjan leik en fékk sáralítinn undirbúning fyrir HM í Egyptalandi fyrir ári síðan, þar sem veiran setti strik í reikninginn, og Þjóðverjar enduðu þar í 12. sæti. Til að bæta upp fyrir frestanir í þýsku deildinni vegna faraldursins hafði svo verið leikið afar þétt þar fram að Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Leikmenn fengu aðeins viku hlé fyrir leikana og Þjóðverjar féllu úr leik í 8-liða úrslitum. Fjórir leikmenn eftir Á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu hefur svo ekkert lið lent verr í kórónuveirusmitum en Þýskaland. Af þeim 17 leikmönnum sem Alfreð tók með á mótið eru aðeins fjórir enn í hópnum fyrir leikinn við Rússland á eftir. Aðrir hafa greinst með kórónuveirusmit. Þýskaland getur í besta falli endað í 7. sæti en einnig endað í 12. sæti. „Auðvitað vorkenni ég Alfreð. Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri klikkun sem þetta hefur verið, og að hann sé núna á þriðja stórmótinu en hafi ekki enn fengið eitt mót við eðlilegar aðstæður,“ sagði Axel Kromer, íþróttastjóri þýska sambandsins, við Bild. Alfreð er sjálfur ekki að æsa sig yfir hlutunum: „Ég sætti mig við stöðuna. Ef að ég fer að hugsa öðruvísi þá gera leikmennirnir það líka. Við Íslendingar komum frá svæði þar sem maður varð að geta brugðist hratt við ef eitthvað gerðist. Annað hvort brugðust menn við eða létu lífið. Þeir sem brugðust hratt við urðu eftir og hafa skilað genunum áfram,“ sagði Alfreð. „Ég er stoltur af strákunum og hef notið þess í botn að vinna með liðinu,“ sagði Alfreð.
EM karla í handbolta 2022 Íslendingar erlendis Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti