Taylor Swift ósátt við Damon Albarn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. janúar 2022 11:30 Tónlistarkonan Taylor Swift er ekki par sátt við þau orð sem söngvarinn og Íslendingurinn Damon Albarn lét falla um hana í viðtali nýlega. Getty/Dimitrios Kambouris-Vittorio Zunino Celotto Tónlistarkonan Taylor Swift er ekki par sátt við þau orð sem söngvarinn og íslenski ríkisborgarinn Damon Albarn lét falla um hana í viðtali nýlega. Í viðtalinu sakar hann Swift um að semja ekki sína eigin tónlist sjálf. Albarn var í viðtali við LA Times þegar Swift barst til tals og blaðamaður kallaði hana frábæran lagahöfund. Albarn svaraði því hins vegar með þeim hætti að hún semji lög sín ekki sjálf. Þá sagðist hann jafnframt vera meira fyrir tónlistarkonuna Billie Eilish, þar sem hún væri áhugaverður lagahöfundur. Þegar blaðamaður benti Albarn á það að Swift væri meðhöfundur í lögum sínum, rétt eins og Eilish, svaraði hann því þannig að það skipti ekki máli. „Ég er ekkert á móti neinum. Ég er bara að benda á að það er mikill munur á því að vera lagahöfundur og að vera meðhöfundur,“ sagði Albarn í viðtalinu. Skömmu eftir viðtalið setti Swift inn færslu á Twitter þar sem hún segir ummæli Albarn vera röng og skaðleg. Þá segist hún jafnframt hafa verið mikill aðdáandi Albarn fram að þessu. „Ps. Ég skrifaði þetta tvít alveg sjálf ef einhver var að velta því fyrir sér,“ bætti Swift við. Tónlistarframleiðandinn Jack Antonoff sem hefur unnið mikið með Swift, tjáði sig einnig um málið á Twitter. Þar skrifar hann í kaldhæðni að Albarn viti greinilega meira um tónlist Swift heldur en allir aðrir, þrátt fyrir að hann hafi aldrei stigið fæti inn í hljóðverið. i ve never met damon albarn and he s never been to my studio but apparently he knows more than the rest of us about all those songs taylor writes and brings in. herb.— jackantonoff (@jackantonoff) January 24, 2022 Albarn hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum í garð Swift. Hann skrifar á Twitter-síðu Swift að hann hafi einfaldlega verið að eiga samtal um lagasmíðar og það hafi því miður verið notað sem smellibeita. „Ég biðst innilegrar afsökunar. Það síðasta sem ég vil gera er að vanvirða þig sem lagahöfund. Ég vona að þú skiljir mig,“ skrifaði söngvarinn á Twitter. I totally agree with you. i had a conversation about songwriting and sadly it was reduced to clickbait. I apologise unreservedly and unconditionally. The last thing I would want to do is discredit your songwriting. I hope you understand. - Damon— Damon Albarn (@Damonalbarn) January 24, 2022 Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem söngvarinn móðgar tónlistarkonur. Árið 2015 reyndi tónlistarkonan Adele að vinna með honum við gerð plötunnar 25 en það gekk ekki. Í viðtali sagði Albarn að Adele væri einfaldlega óörugg. Adele lét síðar hafa eftir sér að kynni hennar við Albarn hafi verið sönnun þess að maður ætti aldrei að hitta átrúnaðargoðin sín. Albarn hefur verið mikill Íslandsvinur síðan hann kom hingað í sína fyrstu heimsókn árið 1996. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og á hann heimili í Grafarvogi. Tónlist Íslandsvinir Höfundarréttur Tengdar fréttir Adele segist sjá eftir því að hafa reynt að vinna með Damon Albarn „Og það sorglegasta við þetta er að ég var mikill Blur-aðdáandi í æsku.“ 3. nóvember 2015 20:07 Taylor Swift heldur áfram að toppa sig Taylor Swift heldur sífellt áfram að gleðja aðdáendur sína með nýjum gullmolum. Í nótt gaf hún aftur út plötu sína Red, sem kom fyrst út árið 2012. Platan heitir núna RED (Taylor’s Version) og er hún enn betri en upprunalega útgáfan. 12. nóvember 2021 07:33 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Albarn var í viðtali við LA Times þegar Swift barst til tals og blaðamaður kallaði hana frábæran lagahöfund. Albarn svaraði því hins vegar með þeim hætti að hún semji lög sín ekki sjálf. Þá sagðist hann jafnframt vera meira fyrir tónlistarkonuna Billie Eilish, þar sem hún væri áhugaverður lagahöfundur. Þegar blaðamaður benti Albarn á það að Swift væri meðhöfundur í lögum sínum, rétt eins og Eilish, svaraði hann því þannig að það skipti ekki máli. „Ég er ekkert á móti neinum. Ég er bara að benda á að það er mikill munur á því að vera lagahöfundur og að vera meðhöfundur,“ sagði Albarn í viðtalinu. Skömmu eftir viðtalið setti Swift inn færslu á Twitter þar sem hún segir ummæli Albarn vera röng og skaðleg. Þá segist hún jafnframt hafa verið mikill aðdáandi Albarn fram að þessu. „Ps. Ég skrifaði þetta tvít alveg sjálf ef einhver var að velta því fyrir sér,“ bætti Swift við. Tónlistarframleiðandinn Jack Antonoff sem hefur unnið mikið með Swift, tjáði sig einnig um málið á Twitter. Þar skrifar hann í kaldhæðni að Albarn viti greinilega meira um tónlist Swift heldur en allir aðrir, þrátt fyrir að hann hafi aldrei stigið fæti inn í hljóðverið. i ve never met damon albarn and he s never been to my studio but apparently he knows more than the rest of us about all those songs taylor writes and brings in. herb.— jackantonoff (@jackantonoff) January 24, 2022 Albarn hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum í garð Swift. Hann skrifar á Twitter-síðu Swift að hann hafi einfaldlega verið að eiga samtal um lagasmíðar og það hafi því miður verið notað sem smellibeita. „Ég biðst innilegrar afsökunar. Það síðasta sem ég vil gera er að vanvirða þig sem lagahöfund. Ég vona að þú skiljir mig,“ skrifaði söngvarinn á Twitter. I totally agree with you. i had a conversation about songwriting and sadly it was reduced to clickbait. I apologise unreservedly and unconditionally. The last thing I would want to do is discredit your songwriting. I hope you understand. - Damon— Damon Albarn (@Damonalbarn) January 24, 2022 Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem söngvarinn móðgar tónlistarkonur. Árið 2015 reyndi tónlistarkonan Adele að vinna með honum við gerð plötunnar 25 en það gekk ekki. Í viðtali sagði Albarn að Adele væri einfaldlega óörugg. Adele lét síðar hafa eftir sér að kynni hennar við Albarn hafi verið sönnun þess að maður ætti aldrei að hitta átrúnaðargoðin sín. Albarn hefur verið mikill Íslandsvinur síðan hann kom hingað í sína fyrstu heimsókn árið 1996. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og á hann heimili í Grafarvogi.
Tónlist Íslandsvinir Höfundarréttur Tengdar fréttir Adele segist sjá eftir því að hafa reynt að vinna með Damon Albarn „Og það sorglegasta við þetta er að ég var mikill Blur-aðdáandi í æsku.“ 3. nóvember 2015 20:07 Taylor Swift heldur áfram að toppa sig Taylor Swift heldur sífellt áfram að gleðja aðdáendur sína með nýjum gullmolum. Í nótt gaf hún aftur út plötu sína Red, sem kom fyrst út árið 2012. Platan heitir núna RED (Taylor’s Version) og er hún enn betri en upprunalega útgáfan. 12. nóvember 2021 07:33 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Adele segist sjá eftir því að hafa reynt að vinna með Damon Albarn „Og það sorglegasta við þetta er að ég var mikill Blur-aðdáandi í æsku.“ 3. nóvember 2015 20:07
Taylor Swift heldur áfram að toppa sig Taylor Swift heldur sífellt áfram að gleðja aðdáendur sína með nýjum gullmolum. Í nótt gaf hún aftur út plötu sína Red, sem kom fyrst út árið 2012. Platan heitir núna RED (Taylor’s Version) og er hún enn betri en upprunalega útgáfan. 12. nóvember 2021 07:33