GRÓ skólarnir störfuðu með nokkuð eðlilegum hætti þrátt fyrir heimsfaraldur Heimsljós 24. janúar 2022 14:01 Umræðufundur um GRÓ. Öllum skólunum fjórum sem starfa á vegum GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu tókst að halda starfi sínu áfram á síðasta ári með nokkuð eðlilegum hætti og taka á móti nemendum í sex mánaða þjálfunarnámið, þrátt fyrir ýmsar áskoranir tengdar COVID-19 heimsfaraldrinum. Mikil röskun varð á starfinu árið 2020 og þurftu þrír skólanna þá að fresta komu nemenda um eitt ár. Þeir komust hingað loks í fyrra en þá sóttu 90 sérfræðingar frá þróunarlöndunum þjálfun við skólana fjóra hér á landi. Að auki var aftur hægt að standa fyrir námskeiðum á vettvangi. GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu stóð fyrir fræðslu- og umræðufundi um starfið síðastliðinn föstudag. Á fundinum var fjallað um stefnu Íslands í þróunarsamvinnu, samstarf með Þróunarsamvinnunefnd OECD (DAC), áherslur í starfi UNESCO og ýmislegt fleira. Fjórir skólar eru starfræktir á vegum GRÓ á Íslandi. Er þar um að ræða Jafnréttisskólann sem er hýstur hjá Háskóla Íslands, Jarðhitaskólann sem er starfræktur hjá Íslenskum orkurannsóknum, Landgræðsluskólann sem starfar í Landbúnaðarháskólanum og Sjávarútvegsskólann, sem er rekinn af Hafrannsóknarstofnun. Skólarnir starfa á sviðum þar sem Íslendingar búa yfir sérþekkingu og vinna að því að byggja upp getu einstaklinga, samtaka og stofnana í þróunarlöndunum og þar sem átök hafa geisað. Skólarnir hafa starfað um áratugaskeið og verið einn af mikilvægustu þáttum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Alls hafa skólarnir útskrifað um 1500 sérfræðinga og staðið fyrir fjölda viðburða og námskeiða í samstarfslöndum. Skólarnir voru árið 2020 færðir undir GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem er sjálfstæð miðstöð á vegum utanríkisráðuneytisins sem starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum voru samankomnir fulltrúar í stjórn GRÓ, starfsmenn skólanna fjögurra og þeirra hýsistofnana sem þeir starfa hjá, sem og starfsfólk utanríkisráðuneytisins. Þjónustusamningar GRÓ við hýsistofnanirnar fjórar gera ráð fyrir að GRÓ bjóði með reglubundnum hætti upp á kynningar um málefni sem tengjast GRÓ og starfi skólanna. Fundurinn var liður í að sinna því hlutverki GRÓ. Á fundinum sagði Elín Flygenring sendiherra, sem stýrði framboði Íslands til framkvæmdastjórnar UNESCO 2021-2025, frá setu Íslands í stjórninni og áherslum í starfi UNESCO. Erla Hlín Hjálmarsdóttir, deildarstjóri árangurs og úttekta, fjallaði um stefnu Íslands í þróunarmálum og mikilvægi úttekta og árangursmælinga í þróunarstarfi og Sara Ögmundsdóttir deildarstjóri fjármála og tölfræði, fjallaði um starf Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) sem Ísland á sæti í. Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, stýrði fundinum þar sem fram fór lífleg umræða um starf GRÓ, starfið framundan og þann árangur sem starfið hefur skilað allt frá því fyrsti skólinn var stofnaður árið 1979. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Mikil röskun varð á starfinu árið 2020 og þurftu þrír skólanna þá að fresta komu nemenda um eitt ár. Þeir komust hingað loks í fyrra en þá sóttu 90 sérfræðingar frá þróunarlöndunum þjálfun við skólana fjóra hér á landi. Að auki var aftur hægt að standa fyrir námskeiðum á vettvangi. GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu stóð fyrir fræðslu- og umræðufundi um starfið síðastliðinn föstudag. Á fundinum var fjallað um stefnu Íslands í þróunarsamvinnu, samstarf með Þróunarsamvinnunefnd OECD (DAC), áherslur í starfi UNESCO og ýmislegt fleira. Fjórir skólar eru starfræktir á vegum GRÓ á Íslandi. Er þar um að ræða Jafnréttisskólann sem er hýstur hjá Háskóla Íslands, Jarðhitaskólann sem er starfræktur hjá Íslenskum orkurannsóknum, Landgræðsluskólann sem starfar í Landbúnaðarháskólanum og Sjávarútvegsskólann, sem er rekinn af Hafrannsóknarstofnun. Skólarnir starfa á sviðum þar sem Íslendingar búa yfir sérþekkingu og vinna að því að byggja upp getu einstaklinga, samtaka og stofnana í þróunarlöndunum og þar sem átök hafa geisað. Skólarnir hafa starfað um áratugaskeið og verið einn af mikilvægustu þáttum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Alls hafa skólarnir útskrifað um 1500 sérfræðinga og staðið fyrir fjölda viðburða og námskeiða í samstarfslöndum. Skólarnir voru árið 2020 færðir undir GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem er sjálfstæð miðstöð á vegum utanríkisráðuneytisins sem starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum voru samankomnir fulltrúar í stjórn GRÓ, starfsmenn skólanna fjögurra og þeirra hýsistofnana sem þeir starfa hjá, sem og starfsfólk utanríkisráðuneytisins. Þjónustusamningar GRÓ við hýsistofnanirnar fjórar gera ráð fyrir að GRÓ bjóði með reglubundnum hætti upp á kynningar um málefni sem tengjast GRÓ og starfi skólanna. Fundurinn var liður í að sinna því hlutverki GRÓ. Á fundinum sagði Elín Flygenring sendiherra, sem stýrði framboði Íslands til framkvæmdastjórnar UNESCO 2021-2025, frá setu Íslands í stjórninni og áherslum í starfi UNESCO. Erla Hlín Hjálmarsdóttir, deildarstjóri árangurs og úttekta, fjallaði um stefnu Íslands í þróunarmálum og mikilvægi úttekta og árangursmælinga í þróunarstarfi og Sara Ögmundsdóttir deildarstjóri fjármála og tölfræði, fjallaði um starf Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) sem Ísland á sæti í. Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, stýrði fundinum þar sem fram fór lífleg umræða um starf GRÓ, starfið framundan og þann árangur sem starfið hefur skilað allt frá því fyrsti skólinn var stofnaður árið 1979. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent