Sjötti sigur Suns í röð | Middleton og Holiday fóru fyrir Milwaukee í fjarveru Giannis Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2022 09:30 Khris Middleton og Jrue Holiday voru allt í öllu í sóknarleik Milwaukee Bucks í nótt. Michael Reaves/Getty Images Phoenix Suns er nú með góða forystu á toppi Vesturdeildar NBA eftir sjötta sigur liðsins í röð í nótt. Liðið lagði Indiana Pacers 113-103. Þá vann Milwaukee Bucks góðan sex stiga sigur gegn Sacramento Kings í fjarveru Giannis Antetokounmpo 133-127. Nokkuð jafnræði var með liðunum er Phoenix Suns tók á móti Indiana Pacers í nótt. Gestirnir leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta, en heimamenn fóru með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn. Phoenix-liðið mætti ákveðið til leiks í síðari hálfleikinn og jók forskot sitt í 18 stig áður en komið var að lokaleikhlutanum. Það gaf þeim smá andrými og þrátt fyrir að gestirnir hafi verið sterkari aðilinn á lokakaflanum kom það ekki í veg fyrir góðan tíu stiga sigur heimamanna, 113-103. Mikal Bridges var stigahæstur í liði Phoenix Suns með 23 stig. Þá átti liðsfélagi hans, Chris Paul, einnig góðan leik, en hann skoraði 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf 16 stoðsendingar, ásamt því að stela boltanum fjórum sinnum. Chris Paul (18 PTS, 4 REB, 16 AST, 4 STL) stuffs the stats sheet to lift the @Suns to their sixth-straight win!Mikal Bridges: 23 PTS, 6 REB, 4 ASTBismack Biyombo: 21 PTS, 13 REB, 5 AST, 2 BLKChris Duarte: 17 PTS, 4 REB, 4 AST pic.twitter.com/BTB5sQkch1— NBA (@NBA) January 23, 2022 Í leik Milwaukee Bucks og Sacramento Kings voru það Khris Middleton og Jrue Holiday sem stjórnuðu sýningunni í sigri Milwaukee. Saman skoruðu þeir 60 stig og sáu til þess að liðið vann góðan sex stiga sigur, 133-127. Middleton var stigahæsti maður vallarins með 34 stig og Holiday hjálpaði liðinu með því að koma 26 stigum á töfluna. Í liði Sacramento Kings var Harrison Barnes atkvæðamestur með 29 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Khris Middleton and Jrue Holiday combine for 60 PTS to lead the @Bucks to their third-straight W 🦌Khris Middleton: 34 PTS, 6 REB, 5 ASTJrue Holiday: 26 PTS, 5 REB, 4 AST, 2 STLHarrison Barnes: 29 PTS, 6 REBTyrese Haliburton: 24 PTS, 6 REB, 12 AST pic.twitter.com/Y5yyEbnrOt— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslit næturinnar Sacramento Kings 127-133 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 87-94 Cleveland Cavaliers Indiana Pacers 103-113 Phoenix Suns NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Nokkuð jafnræði var með liðunum er Phoenix Suns tók á móti Indiana Pacers í nótt. Gestirnir leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta, en heimamenn fóru með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn. Phoenix-liðið mætti ákveðið til leiks í síðari hálfleikinn og jók forskot sitt í 18 stig áður en komið var að lokaleikhlutanum. Það gaf þeim smá andrými og þrátt fyrir að gestirnir hafi verið sterkari aðilinn á lokakaflanum kom það ekki í veg fyrir góðan tíu stiga sigur heimamanna, 113-103. Mikal Bridges var stigahæstur í liði Phoenix Suns með 23 stig. Þá átti liðsfélagi hans, Chris Paul, einnig góðan leik, en hann skoraði 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf 16 stoðsendingar, ásamt því að stela boltanum fjórum sinnum. Chris Paul (18 PTS, 4 REB, 16 AST, 4 STL) stuffs the stats sheet to lift the @Suns to their sixth-straight win!Mikal Bridges: 23 PTS, 6 REB, 4 ASTBismack Biyombo: 21 PTS, 13 REB, 5 AST, 2 BLKChris Duarte: 17 PTS, 4 REB, 4 AST pic.twitter.com/BTB5sQkch1— NBA (@NBA) January 23, 2022 Í leik Milwaukee Bucks og Sacramento Kings voru það Khris Middleton og Jrue Holiday sem stjórnuðu sýningunni í sigri Milwaukee. Saman skoruðu þeir 60 stig og sáu til þess að liðið vann góðan sex stiga sigur, 133-127. Middleton var stigahæsti maður vallarins með 34 stig og Holiday hjálpaði liðinu með því að koma 26 stigum á töfluna. Í liði Sacramento Kings var Harrison Barnes atkvæðamestur með 29 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Khris Middleton and Jrue Holiday combine for 60 PTS to lead the @Bucks to their third-straight W 🦌Khris Middleton: 34 PTS, 6 REB, 5 ASTJrue Holiday: 26 PTS, 5 REB, 4 AST, 2 STLHarrison Barnes: 29 PTS, 6 REBTyrese Haliburton: 24 PTS, 6 REB, 12 AST pic.twitter.com/Y5yyEbnrOt— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslit næturinnar Sacramento Kings 127-133 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 87-94 Cleveland Cavaliers Indiana Pacers 103-113 Phoenix Suns
Sacramento Kings 127-133 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 87-94 Cleveland Cavaliers Indiana Pacers 103-113 Phoenix Suns
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum