Innlent

Bein út­sending: Ó­um­beðnar typpa­myndir og kyn­lífs­mynd­bönd sem lekið er á netið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óumbeðnar typpamyndir og kynlífsmyndbönd sem lekið er á Internetið eru á meðal þess sem rætt verður um á málþinginu í dag.
Óumbeðnar typpamyndir og kynlífsmyndbönd sem lekið er á Internetið eru á meðal þess sem rætt verður um á málþinginu í dag. Getty Images

Rights and Equality Foundation (NORDREF) standa fyrir málþingi í dag klukkan 9. Á dagskrá er umræða um stafræn brot gegn kynferðislegri friðhelgi og áhrif þess á mannréttindavernd, lýðræðisþátttöku og menningu. Málþingið stendur til hádegis.

Málþing NORDREF er hluti af viðburðaröðinni Nordic Talks, sem leitar lausna á stærstu áskorunum samtímans í samtali við fremstu hugsuði heims. Á málþinginu verður stafræn kynferðisleg áreitni, sem konur og stúlkur verða í miklum meirihluta fyrir, sett í samhengi við lýðræðislegar áskoranir tengdar kynjajafnrétti sem eiga jafnt við á Norðurlöndunum og á heimsvísu. 

Þátttakendur eru leiðandi á sviði stafrænna réttinda og netöryggis, en þau eru m.a. Cindy Southworth, Head of Women‘s Safety hjá Meta (Facebook og Instagram), Dr. María Rún Bjarnadóttir, verkefnastjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra og Christian Mogensen, sem hefur rannsakað ógnina sem stafar af incel-hópum á internetinu, þar sem sú skoðun ríkir að nauðgun eigi að vera lögleg. Þá mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra eiga lokaorð dagsins.

Nordic Talks viðburðarröðin er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×