Hyggjast keyra ferð á Danaleik áfram: „Ég var skíthræddur um að það myndi ekki nást“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2022 20:02 Strákarnir okkar fögnuðu sigrinum á Ungverjum vel og innilega í gær. EPA-EFE/Tamas Kovacs Heimsferðir og Úrval Útsýn hyggjast „keyra þetta áfram“ og halda áfram sölu á ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta sem fer fram á morgun. Ferðin var ákveðin með skömmum fyrirvara en áhugi er mikill. Karlalandsliðið vann frækinn sigur á heimamönnum í græ og hefur unnið alla þrjá leiki sína á mótinu. Stuðningshópur landsliðsins í stúkunni er litríkur og kátt á hjalla enda hafa úrslitin verið vonum framar. Þegar sala hófst hjá Heimsferðum og Úrvali Útsýn í morgun voru 186 miðar til en vélin flýgur til Ungverjalands klukkan 11 í fyrramálið. Verðið er í kringum 100 þúsund krónur á mann en innifalið er flug báðar leiðir, ferðataska og handfarangur, íslensk fararstjórn, miði á leikinn, gisting á fjögurra stjörnu hóteli með morgunmat og svo heimflug síðdegis á föstudag. „Ég var skíthræddur um að það myndi ekki nást en við ætlum bara að taka áhættu - þó að það sé ekki tryggð afkoma - því við viljum endilega að strákarnir fái þann stuðning sem þeir eiga skilið. Þannig við ætlum bara að keyra þetta áfram og bóka í kvöld og fram á nótt á meðan miðar eru til,“ segir Hörður Hilmarsson íþróttastjóri hjá Úrval Útsýn. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofu Íslands, er bjartsýn og segir að salan sé í fullum gangi. Vel hafi gengið en enn eru einhverjir miðar eftir á leikinn. „Þetta miðast ágætlega. Það eru enn þá sæti laus og við erum bara á fullu hérna fram eftir kvöldi af því að við ákváðum þetta með stuttum fyrirvara. Þannig að búðin er bara opin fram á nótt,“ segir Þórunn hress og bætir við að starfsfólk sé í keppnisskapi. EM karla í handbolta 2022 Ferðalög Tengdar fréttir 186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil. 19. janúar 2022 15:14 Tímasetningar íslensku leikjanna í milliriðli EM eru klárar Evrópska handknattleikssambandið hefur nú gengið frá leikjadagskrá milliriðlanna á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu. 19. janúar 2022 08:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Sjá meira
Karlalandsliðið vann frækinn sigur á heimamönnum í græ og hefur unnið alla þrjá leiki sína á mótinu. Stuðningshópur landsliðsins í stúkunni er litríkur og kátt á hjalla enda hafa úrslitin verið vonum framar. Þegar sala hófst hjá Heimsferðum og Úrvali Útsýn í morgun voru 186 miðar til en vélin flýgur til Ungverjalands klukkan 11 í fyrramálið. Verðið er í kringum 100 þúsund krónur á mann en innifalið er flug báðar leiðir, ferðataska og handfarangur, íslensk fararstjórn, miði á leikinn, gisting á fjögurra stjörnu hóteli með morgunmat og svo heimflug síðdegis á föstudag. „Ég var skíthræddur um að það myndi ekki nást en við ætlum bara að taka áhættu - þó að það sé ekki tryggð afkoma - því við viljum endilega að strákarnir fái þann stuðning sem þeir eiga skilið. Þannig við ætlum bara að keyra þetta áfram og bóka í kvöld og fram á nótt á meðan miðar eru til,“ segir Hörður Hilmarsson íþróttastjóri hjá Úrval Útsýn. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofu Íslands, er bjartsýn og segir að salan sé í fullum gangi. Vel hafi gengið en enn eru einhverjir miðar eftir á leikinn. „Þetta miðast ágætlega. Það eru enn þá sæti laus og við erum bara á fullu hérna fram eftir kvöldi af því að við ákváðum þetta með stuttum fyrirvara. Þannig að búðin er bara opin fram á nótt,“ segir Þórunn hress og bætir við að starfsfólk sé í keppnisskapi.
EM karla í handbolta 2022 Ferðalög Tengdar fréttir 186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil. 19. janúar 2022 15:14 Tímasetningar íslensku leikjanna í milliriðli EM eru klárar Evrópska handknattleikssambandið hefur nú gengið frá leikjadagskrá milliriðlanna á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu. 19. janúar 2022 08:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Sjá meira
186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil. 19. janúar 2022 15:14
Tímasetningar íslensku leikjanna í milliriðli EM eru klárar Evrópska handknattleikssambandið hefur nú gengið frá leikjadagskrá milliriðlanna á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu. 19. janúar 2022 08:45