Innlent

Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Líf Magneudóttir var efst á lista VG fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.
Líf Magneudóttir var efst á lista VG fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Vísir/Vilhelm

Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi.

Samkvæmt tilkynningu frá Berglindi Häsler, kosningastjóra VG, voru tvær tillögur lagaðar fyrir fundinn; önnur um uppstillingu en hin um forval í þrjú efstu sætin.

„Tillagan um forval var samþykkt með miklum meirihluta, eða 93% atkvæða. Þetta þykir bera vott um mikinn áhuga félagsmanna VG á forvali en skemmst er frá því að segja að forval fór fram í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar með góðum árangri,“ segir í tilkynningunni. 

Líf Magneudóttir var efst á lista VG fyrir kosningarnar 2018. Í öðru og þriðja sæti voru Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×