EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Getum klárlega ekki spilað svona opna vörn á móti Hollendingunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2022 11:35 Íslenska vörnin þarf að passa sig á Kay Smits (nr. 31) en hann skoraði 11 mörk gegn Ungverjalandi. EPA-EFE/Tamas Kovacs Farið var yfir hollenska landsliðið í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar að loknum glæstum sigri á Portúgal í fyrstu umferð riðlakeppni EM í handbolta. Hvað þarf Ísland að varast í leik kvöldsins? „Það er algjört lykilatriði hvernig Elvar Örn (Jónsson) verður í næsta leik. Í Hollandi erum við að fara keppa við miðjumann sem er ekkert minna en stórkostlegur. Luc Steins er ofboðslega fljótur og það er ekkert smá verkefni fyrir Elvar Örn að vinna hann maður á mann ítrekað í leiknum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um verkefni kvöldsins. „Við getum klárlega ekki spilað svona opna vörn á móti Hollendingunum,“ bætti Róbert Gunnarsson við áður en Ásgeir Örn tók aftur orðið. „Við getum ekki byrjað þetta eins og gegn Portúgal. Svo í seinni hálfleik fórum við aðeins neðar, þéttum okkur dálítið og ég hugsa að það sé það sem ætti að vera uppleggið gegn Hollendingunum. Við verðum aðeins aftar.“ „Svo má ekki gleyma því að Hollendingar eru með rosalega flotta hægri skyttu sem spilar með Ómari Inga (Magnússyni) í Magdeburg. Það sýnir hversu vel Magdeburg er sett með örvhenta leikmann þar sem Kay Smits skoraði 11 mörk gegn Ungverjum. Var í Holstebro í Danmörku á sama tíma og ég var þar og spilaði stórkostlega með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson að endingu. Þátt EM-hlaðvarps Seinni bylgjunnar má hlusta á hér að neðan en umræðan um Holland byrjar eftir rétt tæplega 33 mínútur. Þar fara þeir Stefán Árni Pálsson, Ásgeir Örn og Róbert yfir málin. Leikur Íslands og Hollands hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Handbolti EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar um Ómar Inga: Hann var alveg geggjaður í leiknum „Við höfðum áhyggjur af því í upphitunarþættinum að þetta yrði svolítið mikið á herðum Arons (Pálmarssonar, fyrirliða Íslands) en það var alls ekki tilfellið gegn Portúgal. Ómar Ingi (Magnússon) sem við vorum að kalla eftir steig upp og var ofboðslega flottur í þessum leik.“ 15. janúar 2022 23:01 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Slæmi kaflinn kom aldrei Ísland vann góðan fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöld. Hinn margumtalaði „slæmi kafli“ kom aldrei hjá íslenska liðinu. 15. janúar 2022 12:16 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
„Það er algjört lykilatriði hvernig Elvar Örn (Jónsson) verður í næsta leik. Í Hollandi erum við að fara keppa við miðjumann sem er ekkert minna en stórkostlegur. Luc Steins er ofboðslega fljótur og það er ekkert smá verkefni fyrir Elvar Örn að vinna hann maður á mann ítrekað í leiknum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um verkefni kvöldsins. „Við getum klárlega ekki spilað svona opna vörn á móti Hollendingunum,“ bætti Róbert Gunnarsson við áður en Ásgeir Örn tók aftur orðið. „Við getum ekki byrjað þetta eins og gegn Portúgal. Svo í seinni hálfleik fórum við aðeins neðar, þéttum okkur dálítið og ég hugsa að það sé það sem ætti að vera uppleggið gegn Hollendingunum. Við verðum aðeins aftar.“ „Svo má ekki gleyma því að Hollendingar eru með rosalega flotta hægri skyttu sem spilar með Ómari Inga (Magnússyni) í Magdeburg. Það sýnir hversu vel Magdeburg er sett með örvhenta leikmann þar sem Kay Smits skoraði 11 mörk gegn Ungverjum. Var í Holstebro í Danmörku á sama tíma og ég var þar og spilaði stórkostlega með þeim,“ sagði Róbert Gunnarsson að endingu. Þátt EM-hlaðvarps Seinni bylgjunnar má hlusta á hér að neðan en umræðan um Holland byrjar eftir rétt tæplega 33 mínútur. Þar fara þeir Stefán Árni Pálsson, Ásgeir Örn og Róbert yfir málin. Leikur Íslands og Hollands hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar um Ómar Inga: Hann var alveg geggjaður í leiknum „Við höfðum áhyggjur af því í upphitunarþættinum að þetta yrði svolítið mikið á herðum Arons (Pálmarssonar, fyrirliða Íslands) en það var alls ekki tilfellið gegn Portúgal. Ómar Ingi (Magnússon) sem við vorum að kalla eftir steig upp og var ofboðslega flottur í þessum leik.“ 15. janúar 2022 23:01 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Slæmi kaflinn kom aldrei Ísland vann góðan fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöld. Hinn margumtalaði „slæmi kafli“ kom aldrei hjá íslenska liðinu. 15. janúar 2022 12:16 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar um Ómar Inga: Hann var alveg geggjaður í leiknum „Við höfðum áhyggjur af því í upphitunarþættinum að þetta yrði svolítið mikið á herðum Arons (Pálmarssonar, fyrirliða Íslands) en það var alls ekki tilfellið gegn Portúgal. Ómar Ingi (Magnússon) sem við vorum að kalla eftir steig upp og var ofboðslega flottur í þessum leik.“ 15. janúar 2022 23:01
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Slæmi kaflinn kom aldrei Ísland vann góðan fjögurra marka sigur á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta á föstudagskvöld. Hinn margumtalaði „slæmi kafli“ kom aldrei hjá íslenska liðinu. 15. janúar 2022 12:16