Gert að greiða skatt af 27 milljóna króna sölu á Bitcoin Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2022 12:58 Maðurinn hélt því fram að hann hefði aflað rafmyntarinnar með greftri í tómstundum sínum á árunum 2009 og 2010 þegar verðgildi myntarinnar hafi ekkert verið. Getty Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um að felld verði úr gildi ákvörðun ríkisskattstjóra að færa 27 milljóna króna sölu hans á Bitcoin til skattskyldra tekna. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur var á dögunum. Þar segir að í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattskilum mannsins vegna áranna 2016 og 2017 hafi ríkisskattstjóri fært greiðslur vegna sölu kæranda á rafmyntinni Bitcoin á árinu 2016 til skattskyldra tekna. Rannsókn á málinu hófst eftir ábendingar ríkisskattstjóra um að maðurinn hefði selt rafmynt og keypt fasteign fyrir ágóðann. Kom í ljós við rannsókn að maðurinn hefði fengið sex greiðslur í desember 2016 að fjárhæð samtals rétt rúmlega 27 milljóna króna og við skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra í ágúst 2019 staðfesti hann að um væri að ræða greiðslur vegna sölu á rafmyntinni Bitcoin. Maðurinn hélt því þó fram að hann hefði aflað rafmyntarinnar með greftri í tómstundum sínum á árunum 2009 og 2010 þegar verðgildi myntarinnar hafi ekkert verið. Almennt í hagnaðarskyni Í úrskurði yfirskattanefndar kom hins vegar meðal annars fram að þótt rafmyntin Bitcoin hefði sem greiðslumiðill í viðskiptum ákveðin einkenni peninga eða gjaldmiðils væru slíkar rafmyntir ekki viðurkenndur lögeyrir á Íslandi og teldust hvorki vera gjaldmiðill né rafeyrir samkvæmt íslenskum lögum. Var fallist á með ríkisskattstjóra að nærtækast væri að líta á tekjur af sölu Bitcoin sem tekjur af sölu lausafjár í skattalegum skilningi. Rafmyntin hefði gengið kaupum og sölum milli manna frá því hún var sett á fót og alla tíð haft eitthvað verðgildi. Taldi yfirskattanefnd að allar líkur stæðu til þess að öflun rafmyntarinnar, hvort heldur með kaupum eða greftri, væri almennt í hagnaðarskyni og að svo hafi verið frá öndverðu. Var kærandi ekki talinn hafa sýnt fram á að rafmyntarinnar hefði ekki verið aflað í hagnaðarskyni þannig að undantekningarregla í lögum um tekjuskatt ætti við og var kröfum mannsins því hafnað. Málið hefur áður komið til kasta yfirskattanefndar, en árið 2020 hafnaði nefndin kröfu skattrannsóknarstjóra um að manninum yrði gert að greiða sekt vegna Bitcoin-sölunnar. Því var á sínum tíma hafnað. Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur var á dögunum. Þar segir að í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattskilum mannsins vegna áranna 2016 og 2017 hafi ríkisskattstjóri fært greiðslur vegna sölu kæranda á rafmyntinni Bitcoin á árinu 2016 til skattskyldra tekna. Rannsókn á málinu hófst eftir ábendingar ríkisskattstjóra um að maðurinn hefði selt rafmynt og keypt fasteign fyrir ágóðann. Kom í ljós við rannsókn að maðurinn hefði fengið sex greiðslur í desember 2016 að fjárhæð samtals rétt rúmlega 27 milljóna króna og við skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra í ágúst 2019 staðfesti hann að um væri að ræða greiðslur vegna sölu á rafmyntinni Bitcoin. Maðurinn hélt því þó fram að hann hefði aflað rafmyntarinnar með greftri í tómstundum sínum á árunum 2009 og 2010 þegar verðgildi myntarinnar hafi ekkert verið. Almennt í hagnaðarskyni Í úrskurði yfirskattanefndar kom hins vegar meðal annars fram að þótt rafmyntin Bitcoin hefði sem greiðslumiðill í viðskiptum ákveðin einkenni peninga eða gjaldmiðils væru slíkar rafmyntir ekki viðurkenndur lögeyrir á Íslandi og teldust hvorki vera gjaldmiðill né rafeyrir samkvæmt íslenskum lögum. Var fallist á með ríkisskattstjóra að nærtækast væri að líta á tekjur af sölu Bitcoin sem tekjur af sölu lausafjár í skattalegum skilningi. Rafmyntin hefði gengið kaupum og sölum milli manna frá því hún var sett á fót og alla tíð haft eitthvað verðgildi. Taldi yfirskattanefnd að allar líkur stæðu til þess að öflun rafmyntarinnar, hvort heldur með kaupum eða greftri, væri almennt í hagnaðarskyni og að svo hafi verið frá öndverðu. Var kærandi ekki talinn hafa sýnt fram á að rafmyntarinnar hefði ekki verið aflað í hagnaðarskyni þannig að undantekningarregla í lögum um tekjuskatt ætti við og var kröfum mannsins því hafnað. Málið hefur áður komið til kasta yfirskattanefndar, en árið 2020 hafnaði nefndin kröfu skattrannsóknarstjóra um að manninum yrði gert að greiða sekt vegna Bitcoin-sölunnar. Því var á sínum tíma hafnað.
Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira