Arteta: Þú þarft að hafa ákveðið hugarfar til að spila svona leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. janúar 2022 23:31 Mikel Arteta var ánægður með sína menn í kvöld. Michael Regan/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði leikmönnum liðsins eftir markalaust jafntefli gegn Liverpool í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld þar sem hans menn þurftu að leika manni færri seinustu 65 mínútur leiksins. Granit Xhaka fékk að líta beint rautt spjald eftir tæplega 25 mínútna leik, en Arsenal-liðið spilaði þéttan varnarleik og án Mohamed Salah og Sadio Mane áttu leikmenn Liverpool í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi. „Við gleðjumst yfir úrslitunum. Leikmennirnir sýndu mikla baráttu, ákveðni og bræðralag,“ sagði Arteta að leik loknum. „Þú sást hvað þetta þýddi fyrir þá. Við gáfumst aldrei upp og strákarnir eiga hrós skilið.“ Arteta segist ekki hafa séð atvikið sem leiddi til þess að Xhaka var sendur af velli nægilega vel, en viðurkennir þó að líklega hafi þetta verið rétt ákvörðun. „Ég veit ekki hvort að rauða spjaldið þjappaði hópnum saman en við sýndum mikla baráttu. Þú þarft að hafa ákveðið hugarfar til að spila svona leiki og strákarnir höfðu það. Við spiluðum þann leik sem við þurftum að spila, en ekki endilega okkar leik. Ég er ekki búinn að horfa á atvikið aftur, en þeir skoðuðu þetta þannig að líklega var þetta rautt spjald.“ Nokkrir leikmenn Arsenal eru fjarverandi vegna kórónuveirunnar, meiðsla og þá eru nokkrir að taka þátt í Afríkumótinu og Arteta segir það erfitt að stilla upp liði við þessar aðstæður. Arsenal mætir hins vegar Tottenham á sunnudaginn í Lundúnaslag og Arteta segir að liðið verði að mæta í þann leik. „Að skipuleggja liðið með þann fjölda leikmanna sem við höfum er mjög flókið. Við höfum enga miðjumenn þannig að hvað sem við gerum, þá er það ekki eðlilegt.“ „Það er samt auka hvatning að vera að fara að spila nágrannaslag á sunnudaginn og það veitir okkur aukna orku. Það eru engar afsakanir, við verðum að spila þann leik,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Liverpool Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. 13. janúar 2022 21:42 Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Granit Xhaka fékk að líta beint rautt spjald eftir tæplega 25 mínútna leik, en Arsenal-liðið spilaði þéttan varnarleik og án Mohamed Salah og Sadio Mane áttu leikmenn Liverpool í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi. „Við gleðjumst yfir úrslitunum. Leikmennirnir sýndu mikla baráttu, ákveðni og bræðralag,“ sagði Arteta að leik loknum. „Þú sást hvað þetta þýddi fyrir þá. Við gáfumst aldrei upp og strákarnir eiga hrós skilið.“ Arteta segist ekki hafa séð atvikið sem leiddi til þess að Xhaka var sendur af velli nægilega vel, en viðurkennir þó að líklega hafi þetta verið rétt ákvörðun. „Ég veit ekki hvort að rauða spjaldið þjappaði hópnum saman en við sýndum mikla baráttu. Þú þarft að hafa ákveðið hugarfar til að spila svona leiki og strákarnir höfðu það. Við spiluðum þann leik sem við þurftum að spila, en ekki endilega okkar leik. Ég er ekki búinn að horfa á atvikið aftur, en þeir skoðuðu þetta þannig að líklega var þetta rautt spjald.“ Nokkrir leikmenn Arsenal eru fjarverandi vegna kórónuveirunnar, meiðsla og þá eru nokkrir að taka þátt í Afríkumótinu og Arteta segir það erfitt að stilla upp liði við þessar aðstæður. Arsenal mætir hins vegar Tottenham á sunnudaginn í Lundúnaslag og Arteta segir að liðið verði að mæta í þann leik. „Að skipuleggja liðið með þann fjölda leikmanna sem við höfum er mjög flókið. Við höfum enga miðjumenn þannig að hvað sem við gerum, þá er það ekki eðlilegt.“ „Það er samt auka hvatning að vera að fara að spila nágrannaslag á sunnudaginn og það veitir okkur aukna orku. Það eru engar afsakanir, við verðum að spila þann leik,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Liverpool Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. 13. janúar 2022 21:42 Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Liverpool Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. 13. janúar 2022 21:42