Vill leiða jafnaðarmenn til sigurs á ný Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. janúar 2022 12:43 Guðmundur Árni Stefánsson var útnefndur sendiherra Íslands í Indlandi árið 2018 en baðst lausnar í desember. vísir/vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra og fyrrverandi ráðherra sækist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann segist ekki vera í framboði til bæjarstjóra á þessari stundu en hann gegndi því embætti fyrir rúmum þrjátíu árum. Það vakti athygli seint í gærkvöldi þegar Guðmundur Árni tilkynnti um endurkomu sína í pólitík. Hann hefur verið sendiherra fyrir hönd Íslands síðustu 16 árin en segir að hann og fjölskyldan séu komin með nóg af flakki milli heimshorna í bili. „Það er nú eiginlega þannig að þó ég hafi verið algjörlega frá stjórnmálum þá hef ég auðvitað fylgst vel með. Enda eru stjórnmálin, þó það megi auðvitað ekki nefna það í miðju Covid-fári, stjórnmál og pólitík eru eins konar vírus hjá þeim sem hafa tekið þátt,“ segir Guðmundur Árni. Hann sat sem félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994 en neyddist til að segja af sér eftir umdeilda skipan hans á mönnum í embætti. Hann sat svo á þingi til ársins 2005 fyrir Alþýðuflokk og Samfylkingu. Ekki í bæjarstjóraframboði Áður en hann fór á þing var hann í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði í 12 ár og sat sem bæjarstjóri í sjö ár á árunum 1985 til 1991. En sækist hann aftur eftir bæjarstjórastöðunni nú tæpum þrjátíu árum síðar? „Málið er alls ekki komið þangað. Og ég, svo ég taki það fram, er ekki að endurlifa forna frægð. Það er alls ekki það sem ég er að leggja upp með. Ég vil bara vera hluti af liðsheild og leiða hér jafnaðarmenn til sigurs í kosningunum í maí. Ég er ekki frambjóðandi til bæjarstjóra í augnablikinu,“ segir Guðmundur Árni. Endurkoma jafnaðarmanna tímabær Samfylkingarmenn halda prófkjör eftir tæpan mánuð. Guðmundur vonast til að hljóta skýrt umboð félagsmanna til að leiða lista flokksins. „Ég meina ég vil sjá fylgi jafnaðarmanna að minnsta kosti tvöfaldast í kosningunum og að við förum úr tveimur mönnum í fjóra hið minnsta,“ segir Guðmundur Árni. Jafnaðarmenn verði þannig forystuafl í bænum á nýjan leik. „Því er ekki að neita að tölurnar tala sínu máli og Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt betri daga. Síðustu kosningar hjá mér voru fyrir Samfylkinguna 2003 í þinginu og þá fengum við hér í Suðvesturkjördæmi 32 prósent atkvæða.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Það vakti athygli seint í gærkvöldi þegar Guðmundur Árni tilkynnti um endurkomu sína í pólitík. Hann hefur verið sendiherra fyrir hönd Íslands síðustu 16 árin en segir að hann og fjölskyldan séu komin með nóg af flakki milli heimshorna í bili. „Það er nú eiginlega þannig að þó ég hafi verið algjörlega frá stjórnmálum þá hef ég auðvitað fylgst vel með. Enda eru stjórnmálin, þó það megi auðvitað ekki nefna það í miðju Covid-fári, stjórnmál og pólitík eru eins konar vírus hjá þeim sem hafa tekið þátt,“ segir Guðmundur Árni. Hann sat sem félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994 en neyddist til að segja af sér eftir umdeilda skipan hans á mönnum í embætti. Hann sat svo á þingi til ársins 2005 fyrir Alþýðuflokk og Samfylkingu. Ekki í bæjarstjóraframboði Áður en hann fór á þing var hann í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði í 12 ár og sat sem bæjarstjóri í sjö ár á árunum 1985 til 1991. En sækist hann aftur eftir bæjarstjórastöðunni nú tæpum þrjátíu árum síðar? „Málið er alls ekki komið þangað. Og ég, svo ég taki það fram, er ekki að endurlifa forna frægð. Það er alls ekki það sem ég er að leggja upp með. Ég vil bara vera hluti af liðsheild og leiða hér jafnaðarmenn til sigurs í kosningunum í maí. Ég er ekki frambjóðandi til bæjarstjóra í augnablikinu,“ segir Guðmundur Árni. Endurkoma jafnaðarmanna tímabær Samfylkingarmenn halda prófkjör eftir tæpan mánuð. Guðmundur vonast til að hljóta skýrt umboð félagsmanna til að leiða lista flokksins. „Ég meina ég vil sjá fylgi jafnaðarmanna að minnsta kosti tvöfaldast í kosningunum og að við förum úr tveimur mönnum í fjóra hið minnsta,“ segir Guðmundur Árni. Jafnaðarmenn verði þannig forystuafl í bænum á nýjan leik. „Því er ekki að neita að tölurnar tala sínu máli og Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt betri daga. Síðustu kosningar hjá mér voru fyrir Samfylkinguna 2003 í þinginu og þá fengum við hér í Suðvesturkjördæmi 32 prósent atkvæða.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira