Innlent

Sinntu út­köllum í Garði og í Norð­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Slæmt veður var víða um land í nótt.
Slæmt veður var víða um land í nótt. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir þurftu að sinna tveimur útköllum í nótt, annars vegar í Garði á Suðurnesjum og svo í Norðfirði. Slæmt veður var víða um land í nótt.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að fyrra útkallið hafi komið um miðnætti þar til tilkynnt var um að þakplötur væru að fjúka af húsi í Garði.

Seinna útkallið kom svo á fjórða tímanum í nótt þegar bíll fór út af veginum í grennd við Oddskarð.

Davíð sagðist ekki hafa aðrar upplýsingar en að bæði útköllin hafi gengið vel.

Gular viðvaranir taka gildi á vestanverðu landinu fyrir hádegi í dag og gilda til morguns. 

„Menn eru á tánum. Það hefur ekki verið mikil stund milli stríða síðustu daga vegna veðurs. Björgunarsveitarmenn eru ekki í sérstakri viðbragðsstöðu en allir eru klárir að bregðast við ef kallið kemur,“ segir Davíð Már.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×