29 ára verðlaunahafi á ÓL og HM lést í bílslysi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 11:30 Deon Lendore fagnar bronsverðlaunum á ÓL í London með félögum sínum í boðhlaupssveit Trínidad og Tóbagó. Hann er lengst til hægri. Getty/Jamie Squire Það er þjóðarsorg á Trínidad og Tóbagó eftir að einn fremsti íþróttamaður þjóðarinnar í gegnum tíðina lést í bílslysi. Hinn 29 ára gamli Deon Lendore lést eftir árekstur í Texas fylki í Bandaríkjunum. Hann var á leiðinni á milli Austin og College Station þegar hann missti stjórn á bílnum sem fór yfir á öfugan vegarhelming og fyrir annan bíl. It is with heavy hearts that we mourn the loss of Deon Lendore. An inspiration and motivator to those around him, the impact he had not only on Aggie track & field, but across the world, will be greatly missed.Here. https://t.co/eyIli0BGVY pic.twitter.com/dMn09LsfFh— Texas A&M Track & Field/Cross Country (@aggietfxc) January 11, 2022 Ökumaður hins bílsins, 65 ára kona, slasaðist illa og var flutt á sjúkrahús. Lendore keppti fyrir Texas A&M háskólann á sínum tíma og vann sem þjálfari við skólann. Hann var mjög sigursæll á háskólaferli sínum. Words cannot adequately express our sadness at the devastating and untimely loss of 3x Olympian and Olympic and World Championship bronze medalist Deon Lendore who has been an inspiration and motivation to us all both on an off the track. pic.twitter.com/jU2OKyqs6Z— Team TTO (@TTOlympic) January 11, 2022 Ólympíunefnd Trínidad og Tóbagó sagði frá fráfalli spretthlauparans. „Orð geta ekki lýst sorg okkar yfir því að missa þrefaldan Ólympíufara og bronshafa á bæði Heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum. Deon Leondre hefur verið okkur öllum innblástur innan sem utan vallar,“ segir í tilkenningu hennar. Deon Lendore vann bronsverðlaun í 4 x 400 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í London 2012 en hann tók einnig þátt í leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó á síðasta ári. Hann hafði líka unnið þrenn bronsverðlaun á heimsmeistaramótum og einnig silfur í boðhlaupi á HM. Trinidad and Tobago 400m sprinter Deon Lendore killed in a car crash in Texas. 2012 Olympic bronze medalist (4x400m) and 2015 World championship silver medalist (4x400m) pic.twitter.com/tbn59pfhw7— Ato Boldon (@AtoBoldon) January 11, 2022 Á síðasta ári hljóp hann 400 metrana á 44,73 sekúndum þegar hann endaði í öðru sæti á Demantamóti í Stokkhólmi aðeins 0,1 sekúndu á eftir sigurvegaranum Kirani James frá Grenada. „Ég er algjöru áfalli og harmi lostin,“ skrifaði jamaíska hlaupakonan Natoya Goule á Instagram. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Andlát Trínidad og Tóbagó Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Hinn 29 ára gamli Deon Lendore lést eftir árekstur í Texas fylki í Bandaríkjunum. Hann var á leiðinni á milli Austin og College Station þegar hann missti stjórn á bílnum sem fór yfir á öfugan vegarhelming og fyrir annan bíl. It is with heavy hearts that we mourn the loss of Deon Lendore. An inspiration and motivator to those around him, the impact he had not only on Aggie track & field, but across the world, will be greatly missed.Here. https://t.co/eyIli0BGVY pic.twitter.com/dMn09LsfFh— Texas A&M Track & Field/Cross Country (@aggietfxc) January 11, 2022 Ökumaður hins bílsins, 65 ára kona, slasaðist illa og var flutt á sjúkrahús. Lendore keppti fyrir Texas A&M háskólann á sínum tíma og vann sem þjálfari við skólann. Hann var mjög sigursæll á háskólaferli sínum. Words cannot adequately express our sadness at the devastating and untimely loss of 3x Olympian and Olympic and World Championship bronze medalist Deon Lendore who has been an inspiration and motivation to us all both on an off the track. pic.twitter.com/jU2OKyqs6Z— Team TTO (@TTOlympic) January 11, 2022 Ólympíunefnd Trínidad og Tóbagó sagði frá fráfalli spretthlauparans. „Orð geta ekki lýst sorg okkar yfir því að missa þrefaldan Ólympíufara og bronshafa á bæði Heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum. Deon Leondre hefur verið okkur öllum innblástur innan sem utan vallar,“ segir í tilkenningu hennar. Deon Lendore vann bronsverðlaun í 4 x 400 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í London 2012 en hann tók einnig þátt í leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó á síðasta ári. Hann hafði líka unnið þrenn bronsverðlaun á heimsmeistaramótum og einnig silfur í boðhlaupi á HM. Trinidad and Tobago 400m sprinter Deon Lendore killed in a car crash in Texas. 2012 Olympic bronze medalist (4x400m) and 2015 World championship silver medalist (4x400m) pic.twitter.com/tbn59pfhw7— Ato Boldon (@AtoBoldon) January 11, 2022 Á síðasta ári hljóp hann 400 metrana á 44,73 sekúndum þegar hann endaði í öðru sæti á Demantamóti í Stokkhólmi aðeins 0,1 sekúndu á eftir sigurvegaranum Kirani James frá Grenada. „Ég er algjöru áfalli og harmi lostin,“ skrifaði jamaíska hlaupakonan Natoya Goule á Instagram.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Andlát Trínidad og Tóbagó Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira