Robert Durst er dáinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2022 19:01 Robert Durst er dáinn. Getty/ Myung J. Chun Morðinginn og auðkýfingurinn Robert Durst er dáinn. Durst var 78 ára og var að afplána lífstíðardóm fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman þegar hann lést í morgun. Að sögn lögmanns Durst dó hann í morgun úr hjartaáfalli. Durst hafði undanfarna mánuði glímt við ýmis heilsufarsvandamál, þar á meðal krabbamein í þvagblöðru en þá hafði hann nýlega verið settur á öndunarvél vegna Covid-19. TMZ greinir frá. Durst var á síðasta ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman, en hann skaut hana til bana á heimili hennar í Beverly Hills í Kaliforníu í desember árið 2000. Grunur er um að Berman hafi ætlað að stíga fram með upplýsingar um hvarfið á fyrstu eiginkonu Durst, Kathie, sem hvarf árið 1982. Durst komst aftur í kastljósið árið 2015 eftir að hann samasem játaði að hafa myrt fólk í heimildarmyndinni The Jinx: The Life and Deaths of Robert Durst. Hann hafði verið í viðtali fyrir myndina, brugðið sér á salernið og sagt þar inni, enn með hljóðnemann á sér að hann hafi „drepið þau öll.“ Fjallað var um furðuleg atvik í lífi Durst í heimildarmyndinni, til dæmis möguleg tengsl hans við hvarf eiginkonu sinnar á níunda áratuginum og svo morðið á Berman. Þá var einnig fjallað um í myndinni þegar Durst var sýknaður af morði nágranna hans í Texas árið 2001. Durst fæddist 12. apríl 1943 í New York. Faðir hans var auðugur fasteignamógúll og var Durst, elsti sonur hans, arftaki veldisins sem metið er á milljarða dala. Hann giftist hinni tvítugu Kathie árið 1973. Áratug síðar tilkynnti Durst hvarf hennar. Hann sagðist hafa keyrt Kathie á lestarstöð í smábænum í New York ríki sem þau bjuggu í og sagðist aldrei hafa séð hana eftir það. Að hans sögn var Kathie á leið til New York þar sem hún stundaði læknanám. Árið 2000 flutti hann til Texas, þar sem hann dulbjó sig sem eldri konu. Ári eftir flutninginn fannst limlest lík nágranna hans í ruslatunnum og Durst var grunaður um morðið. Durst flúði úr haldi lögreglu en var síðan handtekinn í Pennsylvaníu og var síðan sýknaður af morðinu árið 2003. Bandaríkin Erlend sakamál Andlát Tengdar fréttir Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. 2. nóvember 2021 10:41 Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16 Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Að sögn lögmanns Durst dó hann í morgun úr hjartaáfalli. Durst hafði undanfarna mánuði glímt við ýmis heilsufarsvandamál, þar á meðal krabbamein í þvagblöðru en þá hafði hann nýlega verið settur á öndunarvél vegna Covid-19. TMZ greinir frá. Durst var á síðasta ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman, en hann skaut hana til bana á heimili hennar í Beverly Hills í Kaliforníu í desember árið 2000. Grunur er um að Berman hafi ætlað að stíga fram með upplýsingar um hvarfið á fyrstu eiginkonu Durst, Kathie, sem hvarf árið 1982. Durst komst aftur í kastljósið árið 2015 eftir að hann samasem játaði að hafa myrt fólk í heimildarmyndinni The Jinx: The Life and Deaths of Robert Durst. Hann hafði verið í viðtali fyrir myndina, brugðið sér á salernið og sagt þar inni, enn með hljóðnemann á sér að hann hafi „drepið þau öll.“ Fjallað var um furðuleg atvik í lífi Durst í heimildarmyndinni, til dæmis möguleg tengsl hans við hvarf eiginkonu sinnar á níunda áratuginum og svo morðið á Berman. Þá var einnig fjallað um í myndinni þegar Durst var sýknaður af morði nágranna hans í Texas árið 2001. Durst fæddist 12. apríl 1943 í New York. Faðir hans var auðugur fasteignamógúll og var Durst, elsti sonur hans, arftaki veldisins sem metið er á milljarða dala. Hann giftist hinni tvítugu Kathie árið 1973. Áratug síðar tilkynnti Durst hvarf hennar. Hann sagðist hafa keyrt Kathie á lestarstöð í smábænum í New York ríki sem þau bjuggu í og sagðist aldrei hafa séð hana eftir það. Að hans sögn var Kathie á leið til New York þar sem hún stundaði læknanám. Árið 2000 flutti hann til Texas, þar sem hann dulbjó sig sem eldri konu. Ári eftir flutninginn fannst limlest lík nágranna hans í ruslatunnum og Durst var grunaður um morðið. Durst flúði úr haldi lögreglu en var síðan handtekinn í Pennsylvaníu og var síðan sýknaður af morðinu árið 2003.
Bandaríkin Erlend sakamál Andlát Tengdar fréttir Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. 2. nóvember 2021 10:41 Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16 Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. 2. nóvember 2021 10:41
Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16
Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57