Innlent

Lægðin fletti klæðningu af Nes­vegi

Árni Sæberg skrifar
Ekki er gott að aka þennan veg.
Ekki er gott að aka þennan veg. Vegagerðin

Kröftug lægð sem kom að landinu sunnaverðu í vikunni fletti vegklæðningu af um þrjú hundruð metra kafla Nesvegar sem liggur milli Grindavíkur og Reykjanesvita.

Vegagerðin greinir frá skemmdum á Reykjanesi af völdum lægðarinnar og mikils sjógangs sem henni fylgdi á vef sínum.

Þar segir að Vegagerðin hafi fylgst vel með stöðunni 5. og 6. janúar enda hafi nokkur hætta verið á ferð vegna hárrar sjóstöðu í bland við mikinn vind.

„Í Grindavíkurhöfn flæddi yfir bryggjukanta sem fóru allir á kaf. Einhverjir sjóvarnargarðar löskuðust vegna veðursins, sjór flæddi inn á svæði hjá Matorku, vestan við Grindavík og golfvöllurinn við Grindavík fór á kaf,“ segir í frétt Vegagerðarinnar.

Þá segir að Nesvegur milli Grindavíkur og Reykjanesvita hafi fengið að kenna á því í óveðrinu. „Ég hef aldrei séð annað eins brim. Þetta var hálf óhugnanlegt,“ er haft eftir Valgarði Guðmundssyni eftirlitsmanni á Suðursvæði Vegagerðarinnar.

Klæðning flettist af veginum á um 300 metra kafla og grjót lá á honum. valgarður telur það hafa gerst á fimmtudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×