Innlent

Flutninga­bíll fullur af fiski valt á hliðina

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Björgunarsveitir unnu að björgun verðmæta á vettvangi. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitir unnu að björgun verðmæta á vettvangi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Flutningabíll fullur af fiski endaði utan vegar eftir árekstur í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Ökumaður flutningabílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Áreksturinn varð þegar flutningabíll og fólksbíll rákust saman en Landsbjörg vann að björgun verðmæta á vettvangi í gærkvöldi og í nótt.

Í flutningabílnum voru 33 bretti af ísuðum fiski í frauðkössum og stóðu björgunaraðgerðir yfir í nokkurn tíma. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Aðstæður voru nokkuð erfiðar á vettvangi en að minnsta kosti 25 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum, bæði í stjórnstöð og á slysstað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×