Svartsýnasta spáin myndi valda „gríðarlegum áföllum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2022 12:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þrjátíu og sjö liggja inni á Landspítala með Covid-19 og hafa ekki verið fleiri síðan í desember 2020. Sóttvarnalæknir segir ljóst að núverandi aðgerðir dugi ekki nógu vel til að draga úr faraldrinum og hefur áhyggjur af innlögnum næstu daga. Þá hefur hann skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta. 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. Rúmlega tíu þúsund eru í einangrun á landinu og þá eru nú um fimm prósent þjóðarinnar í einangrun eða sóttkví. Átta eru á gjörgæslu með Covid-19 og fimm í öndunarvél. Mest hafa ellefu legið á gjörgæslu með Covid-19 í einu frá upphafi faraldurs en það var í apríl 2020, samkvæmt tölum Landspítala. Í fyrra lágu mest átta á gjörgæslu í einu, nánar tiltekið í ágúst. Mest hafa 75 legið á Landspítala með Covid-19 í einu en það var í nóvember 2020. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa vonað að núverandi aðgerðir færu að skila árangri upp úr áramótum. „En það er bara ekki að gerast. Þetta eru svipaðar tölur, í kringum 1100, 1200 á dag sem þýðir bara það að við erum í línulegum vexti með þennan faraldur og erum ekki að fara niður og þessar aðgerðir sem hafa verið í gangi eru að skila því að við erum að halda faraldrinum í þessum fjölda á dag. Og það er eitthvað sem ég er ekki ánægður með, því þetta er bara að aukast á spítalanum og við sjáum að það eru sjö innlagnir á spítalanum í gær og tvær útskriftir.“ Tillögur á leiðinni Álagið á Landspítala sé þegar orðið mikið en innlagnarhlutfall er um 0,7 prósent smitaðra, eins og spáð var. Kallaðir hafa verið inn starfsmenn frá öðrum heilbrigðisstofnunum til að létta undir með spítalanum, sem og björgunarsveitarfólk. Svartsýnasta spá Landspítala sem birt var í gær gerir ráð fyrir 90 sjúklingum með Covid á legudeild og hátt í þrjátíu á gjörgæslu fyrir 20. janúar. „Það er bara gríðarlega mikið og það segir sig bara sjálft að það setur allt úr skorðum, ekki bara á Landspítalanum heldur alls staðar í heilbrigðiskerfinu og í samfélaginu. Þetta mun valda gríðarlegum áföllum held ég og ég held að allir ábyrgir aðilar séu sammála um það,“ segir Þórólfur. Hann mun skila tillögum um innanlandsaðgerðir til heilbrigðisráðherra á næstu dögum en núverandi aðgerðir gilda til næsta miðvikudags, 12 janúar. Hann vill ekki gefa upp hvort hann leggi til að herða aðgerðir en segir í það minnsta ekki forsendur til afléttinga eins og staðan er núna. Minnisblað um breytingar á sóttkví Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, staðfestir við fréttastofu að Þórólfur hafi skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta, þ.e. þá sem þegið hafa örvunarskammt. „En eins og ég hef kynnt áður hef ég komið hugmyndir um áður er að aflétta algerri sóttkví af þeim sem eru búnir að fá örvunarskammt,“ segir Þórólfur. „Og það er ekki hvað síst til að koma til móts við það að það þarf að halda samfélaginu gangandi og ýmissi starfsemi og taka ekki áhættu út frá sóttvörnum. Þetta er svona viðleitni í þá áttina en svo þurfum við að sjá hvort við þurfum að gera eitthvað fleira.“ Hann ræddi málið nánar á upplýsingafundi á miðvikudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7. janúar 2022 10:42 1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. 7. janúar 2022 10:29 Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. 7. janúar 2022 09:57 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. Rúmlega tíu þúsund eru í einangrun á landinu og þá eru nú um fimm prósent þjóðarinnar í einangrun eða sóttkví. Átta eru á gjörgæslu með Covid-19 og fimm í öndunarvél. Mest hafa ellefu legið á gjörgæslu með Covid-19 í einu frá upphafi faraldurs en það var í apríl 2020, samkvæmt tölum Landspítala. Í fyrra lágu mest átta á gjörgæslu í einu, nánar tiltekið í ágúst. Mest hafa 75 legið á Landspítala með Covid-19 í einu en það var í nóvember 2020. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa vonað að núverandi aðgerðir færu að skila árangri upp úr áramótum. „En það er bara ekki að gerast. Þetta eru svipaðar tölur, í kringum 1100, 1200 á dag sem þýðir bara það að við erum í línulegum vexti með þennan faraldur og erum ekki að fara niður og þessar aðgerðir sem hafa verið í gangi eru að skila því að við erum að halda faraldrinum í þessum fjölda á dag. Og það er eitthvað sem ég er ekki ánægður með, því þetta er bara að aukast á spítalanum og við sjáum að það eru sjö innlagnir á spítalanum í gær og tvær útskriftir.“ Tillögur á leiðinni Álagið á Landspítala sé þegar orðið mikið en innlagnarhlutfall er um 0,7 prósent smitaðra, eins og spáð var. Kallaðir hafa verið inn starfsmenn frá öðrum heilbrigðisstofnunum til að létta undir með spítalanum, sem og björgunarsveitarfólk. Svartsýnasta spá Landspítala sem birt var í gær gerir ráð fyrir 90 sjúklingum með Covid á legudeild og hátt í þrjátíu á gjörgæslu fyrir 20. janúar. „Það er bara gríðarlega mikið og það segir sig bara sjálft að það setur allt úr skorðum, ekki bara á Landspítalanum heldur alls staðar í heilbrigðiskerfinu og í samfélaginu. Þetta mun valda gríðarlegum áföllum held ég og ég held að allir ábyrgir aðilar séu sammála um það,“ segir Þórólfur. Hann mun skila tillögum um innanlandsaðgerðir til heilbrigðisráðherra á næstu dögum en núverandi aðgerðir gilda til næsta miðvikudags, 12 janúar. Hann vill ekki gefa upp hvort hann leggi til að herða aðgerðir en segir í það minnsta ekki forsendur til afléttinga eins og staðan er núna. Minnisblað um breytingar á sóttkví Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, staðfestir við fréttastofu að Þórólfur hafi skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að breytingum á sóttkví fyrir þríbólusetta, þ.e. þá sem þegið hafa örvunarskammt. „En eins og ég hef kynnt áður hef ég komið hugmyndir um áður er að aflétta algerri sóttkví af þeim sem eru búnir að fá örvunarskammt,“ segir Þórólfur. „Og það er ekki hvað síst til að koma til móts við það að það þarf að halda samfélaginu gangandi og ýmissi starfsemi og taka ekki áhættu út frá sóttvörnum. Þetta er svona viðleitni í þá áttina en svo þurfum við að sjá hvort við þurfum að gera eitthvað fleira.“ Hann ræddi málið nánar á upplýsingafundi á miðvikudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7. janúar 2022 10:42 1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. 7. janúar 2022 10:29 Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. 7. janúar 2022 09:57 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Gera ráð fyrir 60 á legudeild og 20 á gjörgæsludeild fyrir 20. janúar Samkvæmt svartsýnustu spá Landspítala um innlagnir á legudeild vegna Covid-19 gætu allt að 90 sjúklingar lagst inn fyrir 20. janúar næstkomandi. Líkleg spá er 72 sjúklingar en bjartsýn spá 57. Innlagnir á gjörgæslu gætu orðið nærri 30. 7. janúar 2022 10:42
1.175 greindust innanlands 1.175 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 102 á landamærunum. 7. janúar 2022 10:29
Sjúklingum með Covid-19 fjölgar um fimm milli daga 37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um fimm milli daga. 7. janúar 2022 09:57