Forgangur og fjarkennsla: skóli, fötluð börn og viðeigandi aðlögun Anna Lára Steindal og Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifa 7. janúar 2022 12:00 Í mars verða liðin tvö ár frá því að heimsfaraldur Covid-19 skall á með tilheyrandi takmörkunum og röskun á högum okkar allra. Eftir því sem á líður er að koma æ betur í ljós að þetta ástand og álagið sem fylgir hefur haft slæm áhrif á andlega líðan og heilsu margra barna og ungmenna. Ekki aðeins hefur það verið áskorun fyrir börn og ungmenni að sinna námi og skólabókunum heldur hafa aðstæður einnig komið niður á félagslegum tengslum og óvissan um hversu lengi ástandið varir eða hvernig farlaldrinum vindur fram og hvaða takmarkanir eru í gildi hverju sinni hafa valdið óöryggi og kvíða. Fötluð börn og ungmenni eru mörg hver orðin mjög langþreytt á ástandinu, enda kemur það harkalega niður á þeim. Landssamtökin Þroskahjálp hafa frá upphafi faraldursins lagt áherslu á mikilvægi þess að tryggja fötluðum börnum og ungmennum aðgengi að menntun, stuðningi, þjónustu og upplýsingum, eins og skylt er samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem fullgiltur var af Íslandi árið 2016. Þessar skyldur falla auðvitað ekki niður í heimsfaraldri, en aðstæður hafa kallað á nýjar aðferðir og útfærslu á lögbundinni þjónustu og stuðningi. Almennt hefur verið skliningur á því hversu mikilvægt það er að leita allra leiða til þess að draga svo sem kostur er úr áhrifum faraldursins á börn og ungmenni, ekki síst fötluð börn og ungmenni. Það er vel og mikilvægt er að við missum ekki sjónar á þessu brýna verkefni. Enn krefjast aðstæður þess að við hugsum út fyrir boxið og mikilvægt er að við lærum af reynslunni. Í grein eftir Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Anna Björk Sverrisdóttir, sem báðar eru aðjúnktar við Menntavísindasvið HÍ og birt var í lok árs 2020, var rýnt í niðurstöður könnunar sem gerð var meðal þroskaþjálfa í grunnskólum á Íslandi það ár. Þar kemur meðal annars fram að langflestir nemendur með sérþarfir fengu skerta þjónustu, fæstir þeirra gátu nýtt sér úrræði sem notuðust við fjarfundabúnað, mjög stórum hluta þeirra gekk illa að viðhalda félagslegum tengslum á tímum samkomutakmarkana og að mest skertist þjónusta við þau börn sem hafa mestar stuðningsþarfir. Þá kemur einnig fram að aðgreining færðist í aukana þar sem erfiðlega gekk að halda skólastarfi án aðgreiningar gangandi. Greinina má nálgast hér. Getum við breytt þessu? En þetta þarf alls ekki að vera svona. Ein ástæða þess að fötluð börn og ungmenni geta síður nýtt sér fjarfundarbúnað til náms og leiks er til dæmis sú að tæknin er ekki löguð að þörfum þeirra og þau fá ekki réttan stuðning við að nýta sér hana. Í grein sinni benda Ruth og Anna Björk á að þegar vel tekst til með að laga tæknina að fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkar þarfir geta fötluð börn verið virkir þátttakendur í skólastarfinu, þótt það sé ekki með hefðbundnu sniði. Þetta kallast að veita viðeigandi aðlögun og er eitt af því sem gerð er krafa um í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá eru dæmi um að fötluð börn urðu meiri hluti af hópnum þegar bekkjum var skipt upp í smærri hópa eftir línum sem ekki miðuðust við stuðningsþörf. Í einhverjum tilfellum var hætt að veita sérkennslu fyrir ákveðna nemendur í aðgreindu rými en fagfólkið kom þess í stað inn í hópana og veitti stuðninginn þar í fjölbreyttum nemendahópi. Sum þessara barna voru þarna að upplifa það í fyrsta sinn að tilheyra bekkjarsamfélaginu að fullu. Þessi dæmi sýna fram á að með því að skoða nýjar leiðir og lausnir má lágmarka skaðann sem fötluð börn og ungmenni verða fyrir þegar grípa þarf til hamlandi aðgerða í skólastarfi Nú þegar skólar eru að fara af stað í stærstu smitbylgjunni sem við höfum séð til þessa er mikilvægt að draga lærdóm af síðustu tveimur árum. Því vilja Landssamtökin Þroskahjálp benda á eftirfarandi: Mikilvægt er að veita viðeigandi aðlögun með því að haga fjarkennslu þannig að fötluð börn og ungmenni geti nýtt sér hana og veita þeim þann stuðning sem nauðsynlegur er til að þau geti nýtt sér tæknina með þessum hætti. Ef ekki er mögulegt að aðlaga fjarkennslu er mikilvægt að börn sem ekki geta nýtt sér hana séu ævinlega sett í forgang við röskun á skólastarfi. Reynslan kennir okkur að mikil hætta er á því að þeir sem tilheyra jaðarsettum hópum verði enn jaðarsettari við þær takmarkanir sem við höfum búið við og munum að líkindum búa við enn um stund að minnsta kosti. Mjög mikilvægt er að hafa þetta ævinlega í huga og leita leiða til að viðhalda inngildandi skóla- og frístundastarfi. Reynslan síðastliðin tvö ár kennir okkur líka að langvarandi skortur á félagslegum tengslum hefur ekki síður alvarlegar afleiðingar fyrir fötluð börn en það að mæta ekki í kennslustundir. Því er mikilvægt að leita allra leiða til þess að viðhalda félagslegri virkni þeirra. Mikilvægt er að hafa tiltækar upplýsingar um takmarkanir og aðgerðir á auðlesnu máli. Slíkar upplýsingar má nálgast á Miðstöð um auðlesinn texta sem Þroskahjálp hefur umsjón með, á vefslóðinni audlesid.is. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri í málefnum barna og ungmenna hjá Landssamtökunum Þroskahjálp Sunna Dögg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sunna Dögg Ágústsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í mars verða liðin tvö ár frá því að heimsfaraldur Covid-19 skall á með tilheyrandi takmörkunum og röskun á högum okkar allra. Eftir því sem á líður er að koma æ betur í ljós að þetta ástand og álagið sem fylgir hefur haft slæm áhrif á andlega líðan og heilsu margra barna og ungmenna. Ekki aðeins hefur það verið áskorun fyrir börn og ungmenni að sinna námi og skólabókunum heldur hafa aðstæður einnig komið niður á félagslegum tengslum og óvissan um hversu lengi ástandið varir eða hvernig farlaldrinum vindur fram og hvaða takmarkanir eru í gildi hverju sinni hafa valdið óöryggi og kvíða. Fötluð börn og ungmenni eru mörg hver orðin mjög langþreytt á ástandinu, enda kemur það harkalega niður á þeim. Landssamtökin Þroskahjálp hafa frá upphafi faraldursins lagt áherslu á mikilvægi þess að tryggja fötluðum börnum og ungmennum aðgengi að menntun, stuðningi, þjónustu og upplýsingum, eins og skylt er samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem fullgiltur var af Íslandi árið 2016. Þessar skyldur falla auðvitað ekki niður í heimsfaraldri, en aðstæður hafa kallað á nýjar aðferðir og útfærslu á lögbundinni þjónustu og stuðningi. Almennt hefur verið skliningur á því hversu mikilvægt það er að leita allra leiða til þess að draga svo sem kostur er úr áhrifum faraldursins á börn og ungmenni, ekki síst fötluð börn og ungmenni. Það er vel og mikilvægt er að við missum ekki sjónar á þessu brýna verkefni. Enn krefjast aðstæður þess að við hugsum út fyrir boxið og mikilvægt er að við lærum af reynslunni. Í grein eftir Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Anna Björk Sverrisdóttir, sem báðar eru aðjúnktar við Menntavísindasvið HÍ og birt var í lok árs 2020, var rýnt í niðurstöður könnunar sem gerð var meðal þroskaþjálfa í grunnskólum á Íslandi það ár. Þar kemur meðal annars fram að langflestir nemendur með sérþarfir fengu skerta þjónustu, fæstir þeirra gátu nýtt sér úrræði sem notuðust við fjarfundabúnað, mjög stórum hluta þeirra gekk illa að viðhalda félagslegum tengslum á tímum samkomutakmarkana og að mest skertist þjónusta við þau börn sem hafa mestar stuðningsþarfir. Þá kemur einnig fram að aðgreining færðist í aukana þar sem erfiðlega gekk að halda skólastarfi án aðgreiningar gangandi. Greinina má nálgast hér. Getum við breytt þessu? En þetta þarf alls ekki að vera svona. Ein ástæða þess að fötluð börn og ungmenni geta síður nýtt sér fjarfundarbúnað til náms og leiks er til dæmis sú að tæknin er ekki löguð að þörfum þeirra og þau fá ekki réttan stuðning við að nýta sér hana. Í grein sinni benda Ruth og Anna Björk á að þegar vel tekst til með að laga tæknina að fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkar þarfir geta fötluð börn verið virkir þátttakendur í skólastarfinu, þótt það sé ekki með hefðbundnu sniði. Þetta kallast að veita viðeigandi aðlögun og er eitt af því sem gerð er krafa um í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá eru dæmi um að fötluð börn urðu meiri hluti af hópnum þegar bekkjum var skipt upp í smærri hópa eftir línum sem ekki miðuðust við stuðningsþörf. Í einhverjum tilfellum var hætt að veita sérkennslu fyrir ákveðna nemendur í aðgreindu rými en fagfólkið kom þess í stað inn í hópana og veitti stuðninginn þar í fjölbreyttum nemendahópi. Sum þessara barna voru þarna að upplifa það í fyrsta sinn að tilheyra bekkjarsamfélaginu að fullu. Þessi dæmi sýna fram á að með því að skoða nýjar leiðir og lausnir má lágmarka skaðann sem fötluð börn og ungmenni verða fyrir þegar grípa þarf til hamlandi aðgerða í skólastarfi Nú þegar skólar eru að fara af stað í stærstu smitbylgjunni sem við höfum séð til þessa er mikilvægt að draga lærdóm af síðustu tveimur árum. Því vilja Landssamtökin Þroskahjálp benda á eftirfarandi: Mikilvægt er að veita viðeigandi aðlögun með því að haga fjarkennslu þannig að fötluð börn og ungmenni geti nýtt sér hana og veita þeim þann stuðning sem nauðsynlegur er til að þau geti nýtt sér tæknina með þessum hætti. Ef ekki er mögulegt að aðlaga fjarkennslu er mikilvægt að börn sem ekki geta nýtt sér hana séu ævinlega sett í forgang við röskun á skólastarfi. Reynslan kennir okkur að mikil hætta er á því að þeir sem tilheyra jaðarsettum hópum verði enn jaðarsettari við þær takmarkanir sem við höfum búið við og munum að líkindum búa við enn um stund að minnsta kosti. Mjög mikilvægt er að hafa þetta ævinlega í huga og leita leiða til að viðhalda inngildandi skóla- og frístundastarfi. Reynslan síðastliðin tvö ár kennir okkur líka að langvarandi skortur á félagslegum tengslum hefur ekki síður alvarlegar afleiðingar fyrir fötluð börn en það að mæta ekki í kennslustundir. Því er mikilvægt að leita allra leiða til þess að viðhalda félagslegri virkni þeirra. Mikilvægt er að hafa tiltækar upplýsingar um takmarkanir og aðgerðir á auðlesnu máli. Slíkar upplýsingar má nálgast á Miðstöð um auðlesinn texta sem Þroskahjálp hefur umsjón með, á vefslóðinni audlesid.is. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri í málefnum barna og ungmenna hjá Landssamtökunum Þroskahjálp Sunna Dögg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun