Kendall Jenner getur ekki verið án kristalla sem færa henni góða orku Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. janúar 2022 14:30 Kendall Jenner fer ekkert án ilmolíu og hjartalaga kristalla Instagram @kendalljenner Raunveruleikastjarnan og súper módelið Kendall Jenner kíkti í heimsókn hjá breska Vogue nú á dögunum og afhjúpaði það sem hún geymir í Bottega Veneta töskunni sinni. Hún segir hlutina í töskunni sinni vera eitthvað sem hún er alltaf með á sér og fylgja þeir henni hvert sem hún fer. Þessi upptekna framakona ferðast mikið vegna vinnu og því má gera ráð fyrir að nauðsynjahlutir hennar hafi heimsótt hina ýmsu staði víðs vegar um heiminn. View this post on Instagram A post shared by Kendall (@kendalljenner) Fyrir Jenner er mikilvægt að vera ávallt viðbúin en í töskunni leynist ýmislegt áhugavert. Má þar nefna augnhárabrettara, hnetusmjörs stangir, engifer brjóstsykur og ilmolíu (e. essential oils) sem róar taugarnar og gefur góða lykt. Jenner er greinilega passasöm á orkuna sína þar sem hún gengur alltaf með kristalla í töskunni sinni og eru hjartalaga kristallar í persónulegu uppáhaldi. Samkvæmt henni færa þeir henni ástríka og góða orku og halda neikvæðu víbrunum fjarri, enda getur það verið gríðarlega mikilvægt. View this post on Instagram A post shared by Kendall (@kendalljenner) Jenner reynir að eigin sögn að tileinka sér mínimalisma þegar hún ferðast og gengur ekki um með neina óþarfa hluti. Í hópi nauðsynjavara fyrir henni eru einnig silki hárteygja, sólgleraugu þar sem hún er með viðkvæma sjón, gríma, hið mikilvæga vinnutæki síminn, ilmvatn hannað af henni sjálfri, C-vítamín, varamaski og retró filmu myndavél svo hún getið gripið hinar ýmsu minningar í ævintýralegri vegferð sinni. View this post on Instagram A post shared by Kendall (@kendalljenner) Að lokum segir Jenner innihald tösku sinnar vera frekar leiðinlegt og „beisikk“ og segir súpermódelið að sú lýsing endurspegli hana sem manneskju - en sitt sýnist hverjum. Það sem er „beisikk“ fyrir einum getur jú verið framandi fyrir öðrum. Hér má svo sjá Jenner í tösku viðtalinu við Vogue: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JMGxhEWJahI">watch on YouTube</a> Hollywood Tíska og hönnun Heilsa Tengdar fréttir Sjáðu stórglæsilegt heimili Kendall Jenner í LA Fyrisætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner opnaði stórglæsilegt og bóhemískt heimili sitt fyrir tímaritinu Architectural Digest. 29. júlí 2020 21:12 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Hún segir hlutina í töskunni sinni vera eitthvað sem hún er alltaf með á sér og fylgja þeir henni hvert sem hún fer. Þessi upptekna framakona ferðast mikið vegna vinnu og því má gera ráð fyrir að nauðsynjahlutir hennar hafi heimsótt hina ýmsu staði víðs vegar um heiminn. View this post on Instagram A post shared by Kendall (@kendalljenner) Fyrir Jenner er mikilvægt að vera ávallt viðbúin en í töskunni leynist ýmislegt áhugavert. Má þar nefna augnhárabrettara, hnetusmjörs stangir, engifer brjóstsykur og ilmolíu (e. essential oils) sem róar taugarnar og gefur góða lykt. Jenner er greinilega passasöm á orkuna sína þar sem hún gengur alltaf með kristalla í töskunni sinni og eru hjartalaga kristallar í persónulegu uppáhaldi. Samkvæmt henni færa þeir henni ástríka og góða orku og halda neikvæðu víbrunum fjarri, enda getur það verið gríðarlega mikilvægt. View this post on Instagram A post shared by Kendall (@kendalljenner) Jenner reynir að eigin sögn að tileinka sér mínimalisma þegar hún ferðast og gengur ekki um með neina óþarfa hluti. Í hópi nauðsynjavara fyrir henni eru einnig silki hárteygja, sólgleraugu þar sem hún er með viðkvæma sjón, gríma, hið mikilvæga vinnutæki síminn, ilmvatn hannað af henni sjálfri, C-vítamín, varamaski og retró filmu myndavél svo hún getið gripið hinar ýmsu minningar í ævintýralegri vegferð sinni. View this post on Instagram A post shared by Kendall (@kendalljenner) Að lokum segir Jenner innihald tösku sinnar vera frekar leiðinlegt og „beisikk“ og segir súpermódelið að sú lýsing endurspegli hana sem manneskju - en sitt sýnist hverjum. Það sem er „beisikk“ fyrir einum getur jú verið framandi fyrir öðrum. Hér má svo sjá Jenner í tösku viðtalinu við Vogue: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JMGxhEWJahI">watch on YouTube</a>
Hollywood Tíska og hönnun Heilsa Tengdar fréttir Sjáðu stórglæsilegt heimili Kendall Jenner í LA Fyrisætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner opnaði stórglæsilegt og bóhemískt heimili sitt fyrir tímaritinu Architectural Digest. 29. júlí 2020 21:12 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Sjáðu stórglæsilegt heimili Kendall Jenner í LA Fyrisætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner opnaði stórglæsilegt og bóhemískt heimili sitt fyrir tímaritinu Architectural Digest. 29. júlí 2020 21:12