Skoðun

Þetta verður frábært ár!

Kristján Hafþórsson skrifar

Árið 2022 er gengið í garð og byrjar það kannski ekkert frábærlega fyrir marga. Mikið um smit og er það auðvitað alveg ömurlegt. Hins vegar er ég bjartsýnn á að þetta ár verði gjörsamlega frábært. Ég ætla að trúa því að þetta verði magnað ár fyrir allar sakir. Ég ætla að hvetja fólk til þess að fara inn í nýja árið með því hugarfari að hugsa í lausnum, með jákvæðni og bjartsýni.

Munum líka á nýju ári að það er OK að vera ekki OK. Tölum saman og tjáum okkur um það hvernig okkur líður. Það er svo mikilvægt. Við skulum ekki vera feimin við það að tjá hvernig okkur líður. Það er hugrekki að tjá tilfinningar sínar. Hlúum vel að andlegu heilsunni sem og líkamlegu heilsunni að sjálfsögðu.

Við skulum reyna að minnka leiðindi í garð annarra, vera uppbyggjandi og reyna að nýta orkuna í jákvæða og uppbyggjandi hluti í staðinn fyrir að eyða orkunni í neikvæðni og leiðinlegt viðmót í garð náungans.

Hafið það ótrúlega gott á nýju ári og ég hvet ykkur til þess að tala saman og tjá tilfinningar ykkar.

Þú ert frábær!

Ást og friður.

Höfundur er lífskúnstner og gleðigjafi.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×