Máli Nevermind-barnsins vísað frá dómi Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2022 12:07 Nevermind kom út árið 1991. Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað máli hins þrítuga Spencer Elden, sem var á umslagi Nevermind, plötu Nirvana frá árinu 1991, frá dómi. Elden hafði krafið meðlimi sveitarinnar um háar fjárhæðir þar sem hann sagði umslagið jafngilda barnaklámi. Elden krafði eftirlifandi liðsmenn sveitarinnar, þá Dave Grohl og Krist Novoselic, auk Courtney Love, ekkju söngvarans Kurt Cobain og fleiri sem tengjast hljómsveitinni, um 150 þúsund dala frá hverjum og einum sem nefndur var í lögsókninni, eða um 20 milljónir króna. Plötumslagið er eitt af þekktari plötuumslögum tónlistarsögunnar, en á því má sjá naktan Eden í sundlaug, með augun á dollaraseðli sem kræktur er í öngul. Vildi Elden meina að þar sem sæist í getnaðarlim hans og seðill væri á myndinni mætti líta svo á að barnið á myndinni starfi í kynlífsiðnaði (e. sex worker). Elden vildi meina að myndin hafi valdið honum miklu og varanlegu andlegu tjóni og að þetta hafi takmarkað möguleika hans á vinnumarkaði, að því er segir í frétt BBC. Lögmenn Nirvana gáfu lítið fyrir lögsöknina og fullyrðingar um að um barnaklám væri að ræða. Vitleysa væri að halda því fram að allir væru með eintak af plötunni heima hjá sér væru með barnaklám í fórum sínum. Þá bentu þeir á að allt þar til nýlega hafi Elden notið þess að vera „Nirvana-barnið“. Þannig hafi hann látið endurskapa myndina á fullorðinsárum, gegn greiðslu. Auk bentu þeir á að brotið, ef þetta væri þá brot, væri fyrnt. Elden var með frest til 30. desember til að bregðast við röksemdum lögmanna Nirvana. Slíkt var ekki gert og ákvað dómari því að vísa málinu frá. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Nakta barnið á Nevermind vill tugi milljóna frá Nirvana Bandaríkjamaðurinn Spencer Eden, sem helst er þekktur fyrir að vera nakta barnið á plötuumslagi meistarastykkis hljómsveitarinnar Nirvana, Nevermind, hefur krafið hljómsveitina um háar fjárhæðir. Hann segir myndina jafngilda barnaklámi. 25. ágúst 2021 10:34 Svona lítur drengurinn sem var framan á Nevermind út í dag Á laugardaginn voru 25 ár liðin síðan platan Nevermind kom út með Nirvana. Platan markaði tímamót í tónlist um allan heim og seldist hún í bílförmum. 26. september 2016 12:30 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Elden krafði eftirlifandi liðsmenn sveitarinnar, þá Dave Grohl og Krist Novoselic, auk Courtney Love, ekkju söngvarans Kurt Cobain og fleiri sem tengjast hljómsveitinni, um 150 þúsund dala frá hverjum og einum sem nefndur var í lögsókninni, eða um 20 milljónir króna. Plötumslagið er eitt af þekktari plötuumslögum tónlistarsögunnar, en á því má sjá naktan Eden í sundlaug, með augun á dollaraseðli sem kræktur er í öngul. Vildi Elden meina að þar sem sæist í getnaðarlim hans og seðill væri á myndinni mætti líta svo á að barnið á myndinni starfi í kynlífsiðnaði (e. sex worker). Elden vildi meina að myndin hafi valdið honum miklu og varanlegu andlegu tjóni og að þetta hafi takmarkað möguleika hans á vinnumarkaði, að því er segir í frétt BBC. Lögmenn Nirvana gáfu lítið fyrir lögsöknina og fullyrðingar um að um barnaklám væri að ræða. Vitleysa væri að halda því fram að allir væru með eintak af plötunni heima hjá sér væru með barnaklám í fórum sínum. Þá bentu þeir á að allt þar til nýlega hafi Elden notið þess að vera „Nirvana-barnið“. Þannig hafi hann látið endurskapa myndina á fullorðinsárum, gegn greiðslu. Auk bentu þeir á að brotið, ef þetta væri þá brot, væri fyrnt. Elden var með frest til 30. desember til að bregðast við röksemdum lögmanna Nirvana. Slíkt var ekki gert og ákvað dómari því að vísa málinu frá.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Nakta barnið á Nevermind vill tugi milljóna frá Nirvana Bandaríkjamaðurinn Spencer Eden, sem helst er þekktur fyrir að vera nakta barnið á plötuumslagi meistarastykkis hljómsveitarinnar Nirvana, Nevermind, hefur krafið hljómsveitina um háar fjárhæðir. Hann segir myndina jafngilda barnaklámi. 25. ágúst 2021 10:34 Svona lítur drengurinn sem var framan á Nevermind út í dag Á laugardaginn voru 25 ár liðin síðan platan Nevermind kom út með Nirvana. Platan markaði tímamót í tónlist um allan heim og seldist hún í bílförmum. 26. september 2016 12:30 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Nakta barnið á Nevermind vill tugi milljóna frá Nirvana Bandaríkjamaðurinn Spencer Eden, sem helst er þekktur fyrir að vera nakta barnið á plötuumslagi meistarastykkis hljómsveitarinnar Nirvana, Nevermind, hefur krafið hljómsveitina um háar fjárhæðir. Hann segir myndina jafngilda barnaklámi. 25. ágúst 2021 10:34
Svona lítur drengurinn sem var framan á Nevermind út í dag Á laugardaginn voru 25 ár liðin síðan platan Nevermind kom út með Nirvana. Platan markaði tímamót í tónlist um allan heim og seldist hún í bílförmum. 26. september 2016 12:30